Innlent

Þriggja enn saknað á Everest

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þriggja fjallaleiðsögumanna, eða sherpa, er enn saknað eftir snjóflóðið sem féll í Everestfjalli á föstudag. Leit hefur staðið yfir en var henni hætt í morgun vegna  slæmra veðurskilyrða.

Snjóflóðið féll í hlíðum Everest í um 5800 metra hæð um klukkan korter í sjö að staðartíma. Þrettán hafa fundist látnir og eru þeir allir þaulvanir fjallaleiðsögumenn sem lagt höfðu í hlíðar fjallsins snemma dags til að undirbúa leiðina fyrir göngumenn dagsins.

Þrír þeirra voru leiðsögumenn í teymi Vilborgar Örnu Gissurardóttur sem stödd er á fjallinu.

vísir/afp
vísir/afp
vísir/afp
vísir/afp
Teikning af Everest fyrir ofan grunnbúðir. Snjóflóðið féll í um 5.800 metra hæð.

Tengdar fréttir

Móðurhjartað sló mikið eftir snjóflóðið

Móðir Ingólfs Axelssonar Everest-fara segist vera mjög þakklát fyrir að hann og Vilborg Arna Gissurardóttir séu heil á húfi eftir snjóflóðið mannskæða í fjallinu í gær.

"Þetta er litla barnið mitt“

Inga Ragnarsdóttir, fyrrum sjúkranuddari handboltalandsliðsins, segist smeyk að vita af syni sínum á Everest-fjalli.

Ingólfur er heill á húfi

"Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest

Móðir Vilborgar: „Hún er þjóðarstolt“

"Ég er nokkuð viss í mínu hjarta að hún haldi áfram ef það er möguleiki. Ég verð samt voðalega fegin þegar hún er komin niður aftur. Hún er alltaf stelpuskottið.“

Þrettán látnir í snjóflóði á Everest

Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest.

Ingólfur heldur áfram

Ingólfur Axelsson segist ætla að halda áfram fjallgöngu sinni á Everest-fjall en Vilborg Arna Gissurardóttir ætlar að gefa sér nokkra daga áður en hún ákveður framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×