Innlent

Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ghasem Mohamadi (t.v.) við innanríkisráðuneytið í gær.
Ghasem Mohamadi (t.v.) við innanríkisráðuneytið í gær. vísir/pjetur
Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan sem hefur verið í tíu daga mótmælasvelti, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu í næstu viku.

Samkvæmt tilmælum læknis byrjaði hann rólega og fékk sér súpu. „Við gleðjumst að sjálfsögðu innilega yfir því og vonum að ráðuneytið bregðist ekki þeirri von sem hefur verið vakin,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Mohamadis. „Það hefur verið Ghasem þungbært að horfa upp á aðgerðaleysi yfirvalda og við vonum að íhlutun þeirra nú verði honum til góðs.“

Mohamadi hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi en hann kom til Íslands árið 2012 og sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Hann áfrýjaði til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði.

Þá hafa safnast yfir 1.700 undirskriftir þar sem skorað er á innanríkisráðherra að taka mál Mohamadis til efnislegrar meðferðar.


Tengdar fréttir

Mótmæli við Innanríkisráðuneytið

Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi.

Hvorki borðað né drukkið í sjö daga

Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu.

Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum

Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×