Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2014 20:08 Flugmenn telja að engin ástæða yrði til að setja lög á aðgerðir þeirra gagnvart Icelandair eftir níu daga, enda myndu aðgerðir þeirra ekki loka á flugsamgöngur við landið. Flugvallarstarfsmenn sömdu á elleftu stundu í gærkvöldi en þá lá fyrir að lög yrðu sett á deilu þeirra á Alþingi í dag. Verkfall flugvallarstarfsmanna hefði stöðvað allt innanlandsflug og millilandaflug frá og með deginum í dag. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninginn, sem er til þriggja ára, gefa um 15 prósent og viðurkennir að yfirvofandi lagasetning hafi sett þrýsting á samningamenn beggja megin borðs. Flugmenn hjá Icelandair samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hefja aðgerðir gegn félaginu hinn 9. maí næst komandi, en aðgerðirnar eru blanda af yfirvinnubanni og skæruverkföllum. „Það sem við höfum tilkynnt þeim er að við ætlum að vera með þrjú 12 tíma verkföll frá kl. 6 til 18 dagana níunda, sextánda og tuttugugasta maí. Yfirvinubannið í gildi allan tímann. Síðan förum við í verkfall aftur 23ja og svo þrítugasta og þá eru það tveggja og fjögurra daga verkföll,“ segir Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmana (FÍA). Samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurn tíma og hvorki gengið né rekið í þeim.Eruð þið með þannig kröfur að ekki er hægt að ganga að þeim?„Nei, við teljum nú að svo sé ekki. En við höfum hins vegar sagt þeim að við höfnum þessari samræmdu launastefnu bæði SA og ASÍ. Við tilheyrum t.d. ekki ASÍ og teljum okkur enn þá hafa fullan samningsrétt og höfum tilkynnt þeim það,“ segir Hafsteinn. Ekki sé hægt að bera saman aðgerðir flugvallarstarfsmanna og flugmanna Icelandair sem hefjast hinn 9. maí hafi ekki samist. En auðvitað setji það þrýsting á samninga þegar styttist í aðgerðir sem þessar. „Starfsmenn Ísavia lokuðu landinu og öllum flugvöllum. Við erum eingöngu að semja við einn aðila af átján sem flýgur til og frá Keflavík. Þannig að landið helst opið og fólk getur ferðast, bara þá með einhverjum öðrum félögum á meðan;“ segir Hafsteinn. Næsti samningafundur flugmanna og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins verður hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Flugmenn telja að engin ástæða yrði til að setja lög á aðgerðir þeirra gagnvart Icelandair eftir níu daga, enda myndu aðgerðir þeirra ekki loka á flugsamgöngur við landið. Flugvallarstarfsmenn sömdu á elleftu stundu í gærkvöldi en þá lá fyrir að lög yrðu sett á deilu þeirra á Alþingi í dag. Verkfall flugvallarstarfsmanna hefði stöðvað allt innanlandsflug og millilandaflug frá og með deginum í dag. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninginn, sem er til þriggja ára, gefa um 15 prósent og viðurkennir að yfirvofandi lagasetning hafi sett þrýsting á samningamenn beggja megin borðs. Flugmenn hjá Icelandair samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hefja aðgerðir gegn félaginu hinn 9. maí næst komandi, en aðgerðirnar eru blanda af yfirvinnubanni og skæruverkföllum. „Það sem við höfum tilkynnt þeim er að við ætlum að vera með þrjú 12 tíma verkföll frá kl. 6 til 18 dagana níunda, sextánda og tuttugugasta maí. Yfirvinubannið í gildi allan tímann. Síðan förum við í verkfall aftur 23ja og svo þrítugasta og þá eru það tveggja og fjögurra daga verkföll,“ segir Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmana (FÍA). Samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurn tíma og hvorki gengið né rekið í þeim.Eruð þið með þannig kröfur að ekki er hægt að ganga að þeim?„Nei, við teljum nú að svo sé ekki. En við höfum hins vegar sagt þeim að við höfnum þessari samræmdu launastefnu bæði SA og ASÍ. Við tilheyrum t.d. ekki ASÍ og teljum okkur enn þá hafa fullan samningsrétt og höfum tilkynnt þeim það,“ segir Hafsteinn. Ekki sé hægt að bera saman aðgerðir flugvallarstarfsmanna og flugmanna Icelandair sem hefjast hinn 9. maí hafi ekki samist. En auðvitað setji það þrýsting á samninga þegar styttist í aðgerðir sem þessar. „Starfsmenn Ísavia lokuðu landinu og öllum flugvöllum. Við erum eingöngu að semja við einn aðila af átján sem flýgur til og frá Keflavík. Þannig að landið helst opið og fólk getur ferðast, bara þá með einhverjum öðrum félögum á meðan;“ segir Hafsteinn. Næsti samningafundur flugmanna og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins verður hjá ríkissáttasemjara á föstudag.
Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira