Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2014 20:08 Flugmenn telja að engin ástæða yrði til að setja lög á aðgerðir þeirra gagnvart Icelandair eftir níu daga, enda myndu aðgerðir þeirra ekki loka á flugsamgöngur við landið. Flugvallarstarfsmenn sömdu á elleftu stundu í gærkvöldi en þá lá fyrir að lög yrðu sett á deilu þeirra á Alþingi í dag. Verkfall flugvallarstarfsmanna hefði stöðvað allt innanlandsflug og millilandaflug frá og með deginum í dag. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninginn, sem er til þriggja ára, gefa um 15 prósent og viðurkennir að yfirvofandi lagasetning hafi sett þrýsting á samningamenn beggja megin borðs. Flugmenn hjá Icelandair samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hefja aðgerðir gegn félaginu hinn 9. maí næst komandi, en aðgerðirnar eru blanda af yfirvinnubanni og skæruverkföllum. „Það sem við höfum tilkynnt þeim er að við ætlum að vera með þrjú 12 tíma verkföll frá kl. 6 til 18 dagana níunda, sextánda og tuttugugasta maí. Yfirvinubannið í gildi allan tímann. Síðan förum við í verkfall aftur 23ja og svo þrítugasta og þá eru það tveggja og fjögurra daga verkföll,“ segir Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmana (FÍA). Samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurn tíma og hvorki gengið né rekið í þeim.Eruð þið með þannig kröfur að ekki er hægt að ganga að þeim?„Nei, við teljum nú að svo sé ekki. En við höfum hins vegar sagt þeim að við höfnum þessari samræmdu launastefnu bæði SA og ASÍ. Við tilheyrum t.d. ekki ASÍ og teljum okkur enn þá hafa fullan samningsrétt og höfum tilkynnt þeim það,“ segir Hafsteinn. Ekki sé hægt að bera saman aðgerðir flugvallarstarfsmanna og flugmanna Icelandair sem hefjast hinn 9. maí hafi ekki samist. En auðvitað setji það þrýsting á samninga þegar styttist í aðgerðir sem þessar. „Starfsmenn Ísavia lokuðu landinu og öllum flugvöllum. Við erum eingöngu að semja við einn aðila af átján sem flýgur til og frá Keflavík. Þannig að landið helst opið og fólk getur ferðast, bara þá með einhverjum öðrum félögum á meðan;“ segir Hafsteinn. Næsti samningafundur flugmanna og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins verður hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Flugmenn telja að engin ástæða yrði til að setja lög á aðgerðir þeirra gagnvart Icelandair eftir níu daga, enda myndu aðgerðir þeirra ekki loka á flugsamgöngur við landið. Flugvallarstarfsmenn sömdu á elleftu stundu í gærkvöldi en þá lá fyrir að lög yrðu sett á deilu þeirra á Alþingi í dag. Verkfall flugvallarstarfsmanna hefði stöðvað allt innanlandsflug og millilandaflug frá og með deginum í dag. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninginn, sem er til þriggja ára, gefa um 15 prósent og viðurkennir að yfirvofandi lagasetning hafi sett þrýsting á samningamenn beggja megin borðs. Flugmenn hjá Icelandair samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hefja aðgerðir gegn félaginu hinn 9. maí næst komandi, en aðgerðirnar eru blanda af yfirvinnubanni og skæruverkföllum. „Það sem við höfum tilkynnt þeim er að við ætlum að vera með þrjú 12 tíma verkföll frá kl. 6 til 18 dagana níunda, sextánda og tuttugugasta maí. Yfirvinubannið í gildi allan tímann. Síðan förum við í verkfall aftur 23ja og svo þrítugasta og þá eru það tveggja og fjögurra daga verkföll,“ segir Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmana (FÍA). Samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurn tíma og hvorki gengið né rekið í þeim.Eruð þið með þannig kröfur að ekki er hægt að ganga að þeim?„Nei, við teljum nú að svo sé ekki. En við höfum hins vegar sagt þeim að við höfnum þessari samræmdu launastefnu bæði SA og ASÍ. Við tilheyrum t.d. ekki ASÍ og teljum okkur enn þá hafa fullan samningsrétt og höfum tilkynnt þeim það,“ segir Hafsteinn. Ekki sé hægt að bera saman aðgerðir flugvallarstarfsmanna og flugmanna Icelandair sem hefjast hinn 9. maí hafi ekki samist. En auðvitað setji það þrýsting á samninga þegar styttist í aðgerðir sem þessar. „Starfsmenn Ísavia lokuðu landinu og öllum flugvöllum. Við erum eingöngu að semja við einn aðila af átján sem flýgur til og frá Keflavík. Þannig að landið helst opið og fólk getur ferðast, bara þá með einhverjum öðrum félögum á meðan;“ segir Hafsteinn. Næsti samningafundur flugmanna og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins verður hjá ríkissáttasemjara á föstudag.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira