Griðasvæði hvala verða að stækka Svavar Hávarðsson skrifar 10. maí 2014 07:00 Allt að 25% erlendra gesta velja hvalaskoðun, sem gerir hvalaskoðun vinsælasta kost afþreyingar ferðamanna. Myndin er tekin í hvalaskoðunarferð hópsins í Bandaríkjunum. Mynd/MaríaBjörk Hvalaskoðun og hvalveiðar á Faxaflóa geta ekki farið saman til lengdar með því fyrirkomulagi sem nú er í gildi. Áður en illa fer verður að endurskoða mörk á milli skoðunar– og veiðisvæða. Þetta er niðurstaða fulltrúa hvalaskoðunarfyrirtækja og annarra sem tengjast hvalaskoðun eftir tíu daga fræðsluferð um austurströnd Bandaríkjanna, en ferðin var skipulögð af bandaríska utanríkisráðuneytinu og bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir að íslenska hópnum hafi verð kynnt stefnumörkun þarlendra stjórnvalda er varðar hvali og hvalveiðar, en ekki síður að kynna það öfluga starf sem unnið er við rannsóknir og verndun hvala. Fundað var með embættismönnum utanríkisráðuneytisins, þingmönnum og aðstoðarmönnum þeirra, starfsmönnum stofnana sem vinna að rannsóknum á hvölum og lífríki hafsins, fulltrúum hvalaskoðunarfyrirtækja og frjálsum félagasamtökum. Spurð um stöðu íslensku hvalaskoðunarfyrirtækjanna í samhengi við reynsluna úr ferðalaginu til Bandaríkjanna segir Rannveig. „Í ljósi þess að framundan er eitt stærsta sumar fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi er ekki laust við að hrefnuveiðar, sem hófust í vikunni, varpi skugga á spennu okkar fyrir sumrinu. Frá því að hrefnuveiðar hófust á Faxaflóa árið 2003 höfum við orðið vör við talsverða breytingu á hegðun hrefnunar á Faxaflóa og erfiðara er með hverju árinu að halda uppi gæðum ferðanna. Þetta er því alvarlegt mál fyrir okkur og við komum til að beita okkur enn frekar fyrir breytingu á núverandi griðasvæði til að tryggja áframhald hrefnuskoðunar í Faxaflóa.“ Rannveig segir að íslenska hópnum hafi ekki síst komið á óvart þær öflugu rannsóknir sem eru stundaðar á hvölum í Bandaríkjunum, bæði á vegum opinberra stofnana en ekki síður af sjálfstæðum samtökum og þá oft í samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtækin á svæðinu. „Okkur kom á óvart hversu langt hefur verið gengið í verndun hvala. Má nefna að að sérstakar reglur hafa verið settar um siglingahraða skipa á hafsvæðum þar sem mikið er um hval, skipaleiðum hefur verið breytt í krafti rannsókna og hvalatalninga. Veiðarfæri hafa verið þróuð til að takmarka óþarfa dauðsföll, en ásiglingar á hvali og dauði dýra vegna þess að þau flækjast í veiðarfæri eru, eins og annars staðar, vandamál þar í landi, þó slíkt sé ekki í umræðunni hér,“ segir Rannveig. Á ferðum sínum heimsótti hópurinn borgir og bæji sem eiga sér langa sögu hvalveiða; fræddust um sögu samfélaganna og þróun þeirra. „Alls staðar sem við komum gegnir þessi saga hvalveiðanna stóru hlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í samspili við hvalaskoðun en þangað koma milljónir manna ár hvert,“ segir Rannveig og tæpir á því að þessi þróun er hafin hér á landi þó mikið sé enn ógert. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Hvalaskoðun og hvalveiðar á Faxaflóa geta ekki farið saman til lengdar með því fyrirkomulagi sem nú er í gildi. Áður en illa fer verður að endurskoða mörk á milli skoðunar– og veiðisvæða. Þetta er niðurstaða fulltrúa hvalaskoðunarfyrirtækja og annarra sem tengjast hvalaskoðun eftir tíu daga fræðsluferð um austurströnd Bandaríkjanna, en ferðin var skipulögð af bandaríska utanríkisráðuneytinu og bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir að íslenska hópnum hafi verð kynnt stefnumörkun þarlendra stjórnvalda er varðar hvali og hvalveiðar, en ekki síður að kynna það öfluga starf sem unnið er við rannsóknir og verndun hvala. Fundað var með embættismönnum utanríkisráðuneytisins, þingmönnum og aðstoðarmönnum þeirra, starfsmönnum stofnana sem vinna að rannsóknum á hvölum og lífríki hafsins, fulltrúum hvalaskoðunarfyrirtækja og frjálsum félagasamtökum. Spurð um stöðu íslensku hvalaskoðunarfyrirtækjanna í samhengi við reynsluna úr ferðalaginu til Bandaríkjanna segir Rannveig. „Í ljósi þess að framundan er eitt stærsta sumar fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi er ekki laust við að hrefnuveiðar, sem hófust í vikunni, varpi skugga á spennu okkar fyrir sumrinu. Frá því að hrefnuveiðar hófust á Faxaflóa árið 2003 höfum við orðið vör við talsverða breytingu á hegðun hrefnunar á Faxaflóa og erfiðara er með hverju árinu að halda uppi gæðum ferðanna. Þetta er því alvarlegt mál fyrir okkur og við komum til að beita okkur enn frekar fyrir breytingu á núverandi griðasvæði til að tryggja áframhald hrefnuskoðunar í Faxaflóa.“ Rannveig segir að íslenska hópnum hafi ekki síst komið á óvart þær öflugu rannsóknir sem eru stundaðar á hvölum í Bandaríkjunum, bæði á vegum opinberra stofnana en ekki síður af sjálfstæðum samtökum og þá oft í samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtækin á svæðinu. „Okkur kom á óvart hversu langt hefur verið gengið í verndun hvala. Má nefna að að sérstakar reglur hafa verið settar um siglingahraða skipa á hafsvæðum þar sem mikið er um hval, skipaleiðum hefur verið breytt í krafti rannsókna og hvalatalninga. Veiðarfæri hafa verið þróuð til að takmarka óþarfa dauðsföll, en ásiglingar á hvali og dauði dýra vegna þess að þau flækjast í veiðarfæri eru, eins og annars staðar, vandamál þar í landi, þó slíkt sé ekki í umræðunni hér,“ segir Rannveig. Á ferðum sínum heimsótti hópurinn borgir og bæji sem eiga sér langa sögu hvalveiða; fræddust um sögu samfélaganna og þróun þeirra. „Alls staðar sem við komum gegnir þessi saga hvalveiðanna stóru hlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í samspili við hvalaskoðun en þangað koma milljónir manna ár hvert,“ segir Rannveig og tæpir á því að þessi þróun er hafin hér á landi þó mikið sé enn ógert.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira