,,Rýrir trúverðugleika Birkis Jóns“ Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 15:31 Ólafur Þór Gunnarsson undrast ummæli Birkis Jóns Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi, undrast mjög orð Birkis Jóns Jónssonar oddvita Framsóknarflokksins sem birtist í grein Vísis fyrr í dag, þar sem hann lofar frístundakorti fyrir aldraða að upphæð 20 þúsund krónur á næsta kjörtímabili. „Það er rétt að taka fram að VG flutti í haust tillögu um forvarnar og lýðheilsustyrki fyrir eldra fólk, 10.000 á ári, og var tillagan send til nefndar til yfirferðar. Það er skemmst frá því að segja að í síðasta mánuði skilaði nefndin af sér og tillaga VG var felld, allir fulltrúar í nefndinni, þar með talin. Una María Óskarsdóttir, formaður nefndarinnar og fulltrúi framsóknarflokksins, greiddu atkvæði á móti. Eini nefndarmaðurinn sem greiddi atkvæði með tillögunni var Arnþór Sigurðsson fulltrúi VG,“ segir Ólafur Þór í samtali við Vísi. „Vinstri græn hafa það að stefnu á landsvísu að taka upp slík frístundakort sem Birkir Jón trommar upp með,“ bætir Ólafur við. Ólafur Þór er undrandi á ummælum Jóns og telur trúverðugleika hans hafa rýrnað við þetta. „Framsóknarmenn hafa áður leikið þann leik að yfirbjóða hina flokkana en hér er býsna langt seilst. Þeir fella málið í nefnd, og afgreiðsla málsins er tekin fyrir í bæjarráði 30. apríl síðastliðinn. Þar ítrekar VG vilja sinn, en fulltrúar allra hinna flokkanna halda fast við sína stefnu. VG fagna því að Framsókn hafi snúist hugur, en undrast að þegar þeir gátu tryggt að þessir styrkir kæmust á fyrir rúnri viku síðan þá gerðu þeir þvert á móti. Trúverðugleiki nýja oddvitans rýrnar óneitanlega við svona æfingar.“ Birkir Jón Jónsson tekur orðum Ólafs Þórs fagnandi. „Ég veit ekki hvort Ólafur hefur tekið eftir því en nú er búið að skipta um oddvita og það eru kosningar í nánd, við viljum standa fyrir þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir.“ „Ég er ánægður með að Ólafur sé sammála tillögu okkar og þetta gæti verið boðberi nýrra tíma, það er kallað eftir því að meiri samstaða náist innan bæjarstjórnar,“ segir Birkir Jón í samtali við Vísi.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Sjá meira
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi, undrast mjög orð Birkis Jóns Jónssonar oddvita Framsóknarflokksins sem birtist í grein Vísis fyrr í dag, þar sem hann lofar frístundakorti fyrir aldraða að upphæð 20 þúsund krónur á næsta kjörtímabili. „Það er rétt að taka fram að VG flutti í haust tillögu um forvarnar og lýðheilsustyrki fyrir eldra fólk, 10.000 á ári, og var tillagan send til nefndar til yfirferðar. Það er skemmst frá því að segja að í síðasta mánuði skilaði nefndin af sér og tillaga VG var felld, allir fulltrúar í nefndinni, þar með talin. Una María Óskarsdóttir, formaður nefndarinnar og fulltrúi framsóknarflokksins, greiddu atkvæði á móti. Eini nefndarmaðurinn sem greiddi atkvæði með tillögunni var Arnþór Sigurðsson fulltrúi VG,“ segir Ólafur Þór í samtali við Vísi. „Vinstri græn hafa það að stefnu á landsvísu að taka upp slík frístundakort sem Birkir Jón trommar upp með,“ bætir Ólafur við. Ólafur Þór er undrandi á ummælum Jóns og telur trúverðugleika hans hafa rýrnað við þetta. „Framsóknarmenn hafa áður leikið þann leik að yfirbjóða hina flokkana en hér er býsna langt seilst. Þeir fella málið í nefnd, og afgreiðsla málsins er tekin fyrir í bæjarráði 30. apríl síðastliðinn. Þar ítrekar VG vilja sinn, en fulltrúar allra hinna flokkanna halda fast við sína stefnu. VG fagna því að Framsókn hafi snúist hugur, en undrast að þegar þeir gátu tryggt að þessir styrkir kæmust á fyrir rúnri viku síðan þá gerðu þeir þvert á móti. Trúverðugleiki nýja oddvitans rýrnar óneitanlega við svona æfingar.“ Birkir Jón Jónsson tekur orðum Ólafs Þórs fagnandi. „Ég veit ekki hvort Ólafur hefur tekið eftir því en nú er búið að skipta um oddvita og það eru kosningar í nánd, við viljum standa fyrir þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir.“ „Ég er ánægður með að Ólafur sé sammála tillögu okkar og þetta gæti verið boðberi nýrra tíma, það er kallað eftir því að meiri samstaða náist innan bæjarstjórnar,“ segir Birkir Jón í samtali við Vísi.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Sjá meira
Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09