Rósa Guðbjartsdóttir: "Skuldastaðan er slæm“ Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 10:03 Rósa Guðbjartsdóttir og sonur hennar, Sigurgeir Jónasson, við opnun Kosningaskrifstofu flokksins Rósa Guðbjartsdóttir oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði er bjartsýn á gengi flokksins í komandi bæjarstjóarnarkosningum. Flokkurinn hefur nú fimm menn í bæjarstjórn og er markmiðið að bæta við manni og fá hreinan meirihluta í Hafnarfirði; í fyrsta sinn í sögunni. „Kosningabaráttan er að byrja af krafti núna, opnir fundir framboða eru að fara í gang og kosningaskrifstofur að opna hver á fætur annarri í og við miðbæinn,“ segir Rósa. Rósa telur markmiðið að laga fjárhagsstöðu bæjarins, lækka skuldir og bæta atvinnuástandið í bænum. „Við höfum verið að finna fyrir góðum stuðningi í bænum, okkar málflutningur hefur hljómgrunn í bænum og ég er bjartsýn. Stóru málin eru auðvitað fjármál sveitarfélagsins, þau hafa náttúrulega verið gagnrýnd í ýmsum málum, einna mest við endurfjármögnun sveitarfélagsins.“ Rósa gagnrýnir hvernig fjármálastjórnun bæjarfélagsins hefur verið háttað í tíð vinstri manna. „Skuldastaðan er slæm sem hefur aukist í valdatíð vinstrimanna á síðustu 12 árum. Skuldirnar standa nú í um 40 milljörðum sem er um 1.5 milljón á hvert mannsbarn í bænum. Við teljum að frumskilyrðið sé að auka umsvif í bænum, fá fleiri fyrirtæki í bæinn og aukið tekjur bæjarsjóðs. Það verður verkefni nýrrar bæjarstjórnar. Þannig getum við náð niður skuldum. Það er ekki hægt að skera meira niður í grunnþjónsutu sveitarfélagsins.“ segir Rósa. Þegar Rósa var spurð að því hvort hún væri bæjarstjóraefni flokksins játaði hún því. „Ég er bæjarstjóraefni flokksins ef Sjálfstæðismenn verða í þeirri aðstöðu eftir kosningar, þetta ræðst auðvitað á úrslitum kosninga.“ Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði er bjartsýn á gengi flokksins í komandi bæjarstjóarnarkosningum. Flokkurinn hefur nú fimm menn í bæjarstjórn og er markmiðið að bæta við manni og fá hreinan meirihluta í Hafnarfirði; í fyrsta sinn í sögunni. „Kosningabaráttan er að byrja af krafti núna, opnir fundir framboða eru að fara í gang og kosningaskrifstofur að opna hver á fætur annarri í og við miðbæinn,“ segir Rósa. Rósa telur markmiðið að laga fjárhagsstöðu bæjarins, lækka skuldir og bæta atvinnuástandið í bænum. „Við höfum verið að finna fyrir góðum stuðningi í bænum, okkar málflutningur hefur hljómgrunn í bænum og ég er bjartsýn. Stóru málin eru auðvitað fjármál sveitarfélagsins, þau hafa náttúrulega verið gagnrýnd í ýmsum málum, einna mest við endurfjármögnun sveitarfélagsins.“ Rósa gagnrýnir hvernig fjármálastjórnun bæjarfélagsins hefur verið háttað í tíð vinstri manna. „Skuldastaðan er slæm sem hefur aukist í valdatíð vinstrimanna á síðustu 12 árum. Skuldirnar standa nú í um 40 milljörðum sem er um 1.5 milljón á hvert mannsbarn í bænum. Við teljum að frumskilyrðið sé að auka umsvif í bænum, fá fleiri fyrirtæki í bæinn og aukið tekjur bæjarsjóðs. Það verður verkefni nýrrar bæjarstjórnar. Þannig getum við náð niður skuldum. Það er ekki hægt að skera meira niður í grunnþjónsutu sveitarfélagsins.“ segir Rósa. Þegar Rósa var spurð að því hvort hún væri bæjarstjóraefni flokksins játaði hún því. „Ég er bæjarstjóraefni flokksins ef Sjálfstæðismenn verða í þeirri aðstöðu eftir kosningar, þetta ræðst auðvitað á úrslitum kosninga.“ Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira