Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 3-0 | Miklir yfirburðir hjá FH Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 8. maí 2014 09:48 Vísir/Valli FH skellti Fylki 3-0 á heimavelli sínum Kaplakrika í kvöld í annarri umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Yfirburðir FH voru miklir í leiknum og hefði liðið getað unnið enn stærri sigur. Fylkir fékk fyrsta færi leiksins strax á fyrstu mínútunni en eftir það sá liðið varla til sólar í leiknum. FH hafði miklar yfirburði alls staðar á vellinum. Miðjan hjá FH stjórnaði leiknum, vörnin lenti aldrei í vandræðum og í sókninni fékk liðið mikinn fjölda færa og hefðu á góðum degi með grasið í betra standi auðveldlega skorað fleiri mörk. Hvergi var veikan blett að finna í liði FH en veikleikar víða í liði Fylkis. Erlendir leikmenn liðsins virka bæði lélegir og latir og bíður Ásmundar Arnarssonar þjálfara liðsins mikið verk að fá liðið til að leika betur og sem lið. Ekkert lið hefur fallið í annarri umferð og því skal ekki afskrifa Fylki strax en ákaflega mikið vantar í liðið, sérstaklega fram á við, til að líklegt geti talist að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Taka þarf inn í myndina að Fylkir var að leika gegn mjög öflugu FH-liði og við erfiðar aðstæður. Völlurinn var blautur og laus í sér en það bitnaði ekki síður á FH sem reynir ávallt að spila boltanum á jörðinni. Kristján Gauti: Hefðum getað sett fleiriKristján Gauti Emilsson var besti leikmaður FH í kvöld, í mjög jöfnu og sterku liði en hann er með báða fætur kyrfilega fasta á jörðinni þrátt fyrir auðveldan sigur í kvöld. „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við byrjuðum hrikalega vel í fyrri hálfleik og settum á þá gott mark. Síðan misstum við aðeins dampinn en tókst að klára þetta í seinni hálfleik,“ sagði Kristján Gauti býsna hógvær. „Við reyndum að spila góðan fótbolta og tókst það í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleik. Við fengum mörg færi og hefðum getað sett fleiri mörk. „Við vorum þéttir fyrir aftan og börðumst vel. Við hleyptum þeim ekki í nein færi. „Ég er þokkalega sáttur við sjálfan mig og markið en ég veit að ég get gert betur,“ sagði framherjinn ungi um sína frammistöðu að lokum. Tómas Joð: Hræddur við að koma með afsakanir„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég er mjög hræddur við að koma með afsakanir því það var farið svo illa með Baldur Sig vin minn,“ sagði Tómas Joð Þorsteinsson eftir frammistöðu Fylkis í kvöld. „Ég get sagt að við erum með mikið betra lið heldur en þetta. Við erum nægjanlega ábyrgðarfullir til að axla ábyrgð á þessu. Þetta er okkar tap. „Við leikmennirnir sem vorum þarna inni á og liðið ætlar að sýna í næstu leikjum að við erum miklu betri en þetta,“ sagði Tómas. Fylkir fékk fá færi gegn Stjörnunni í fyrstu umferð og liðinu gekk enn verr fram á við í kvöld. Fylkismenn hljóta að hafa áhyggjur af sóknarleiknum. „Það er vissulega áhyggjuefni. Við fengum einhver hálffæri gegn Stjörnunni en þetta er þáttur sem við þurfum að vinna í,“ sagði Tómas Joð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
FH skellti Fylki 3-0 á heimavelli sínum Kaplakrika í kvöld í annarri umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Yfirburðir FH voru miklir í leiknum og hefði liðið getað unnið enn stærri sigur. Fylkir fékk fyrsta færi leiksins strax á fyrstu mínútunni en eftir það sá liðið varla til sólar í leiknum. FH hafði miklar yfirburði alls staðar á vellinum. Miðjan hjá FH stjórnaði leiknum, vörnin lenti aldrei í vandræðum og í sókninni fékk liðið mikinn fjölda færa og hefðu á góðum degi með grasið í betra standi auðveldlega skorað fleiri mörk. Hvergi var veikan blett að finna í liði FH en veikleikar víða í liði Fylkis. Erlendir leikmenn liðsins virka bæði lélegir og latir og bíður Ásmundar Arnarssonar þjálfara liðsins mikið verk að fá liðið til að leika betur og sem lið. Ekkert lið hefur fallið í annarri umferð og því skal ekki afskrifa Fylki strax en ákaflega mikið vantar í liðið, sérstaklega fram á við, til að líklegt geti talist að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Taka þarf inn í myndina að Fylkir var að leika gegn mjög öflugu FH-liði og við erfiðar aðstæður. Völlurinn var blautur og laus í sér en það bitnaði ekki síður á FH sem reynir ávallt að spila boltanum á jörðinni. Kristján Gauti: Hefðum getað sett fleiriKristján Gauti Emilsson var besti leikmaður FH í kvöld, í mjög jöfnu og sterku liði en hann er með báða fætur kyrfilega fasta á jörðinni þrátt fyrir auðveldan sigur í kvöld. „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við byrjuðum hrikalega vel í fyrri hálfleik og settum á þá gott mark. Síðan misstum við aðeins dampinn en tókst að klára þetta í seinni hálfleik,“ sagði Kristján Gauti býsna hógvær. „Við reyndum að spila góðan fótbolta og tókst það í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleik. Við fengum mörg færi og hefðum getað sett fleiri mörk. „Við vorum þéttir fyrir aftan og börðumst vel. Við hleyptum þeim ekki í nein færi. „Ég er þokkalega sáttur við sjálfan mig og markið en ég veit að ég get gert betur,“ sagði framherjinn ungi um sína frammistöðu að lokum. Tómas Joð: Hræddur við að koma með afsakanir„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég er mjög hræddur við að koma með afsakanir því það var farið svo illa með Baldur Sig vin minn,“ sagði Tómas Joð Þorsteinsson eftir frammistöðu Fylkis í kvöld. „Ég get sagt að við erum með mikið betra lið heldur en þetta. Við erum nægjanlega ábyrgðarfullir til að axla ábyrgð á þessu. Þetta er okkar tap. „Við leikmennirnir sem vorum þarna inni á og liðið ætlar að sýna í næstu leikjum að við erum miklu betri en þetta,“ sagði Tómas. Fylkir fékk fá færi gegn Stjörnunni í fyrstu umferð og liðinu gekk enn verr fram á við í kvöld. Fylkismenn hljóta að hafa áhyggjur af sóknarleiknum. „Það er vissulega áhyggjuefni. Við fengum einhver hálffæri gegn Stjörnunni en þetta er þáttur sem við þurfum að vinna í,“ sagði Tómas Joð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira