Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Fram 2-1 | Fyrsti sigur Víkinga Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardal skrifar 8. maí 2014 09:45 Guðmundur Magnússon gerir sig líklegan í vítateig Víkinga. Vísir/Daníel Nýliðar Víkinga fögnuðu sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Fram í Reykjavíkurslag á Gervigrasinu í Laugardalnum.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og það má sjá myndir hans hér fyrir ofan og neðan. Sveinbjörn Jónasson og varamaðurinn Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Víkinga í sitthvorum hálfleiknum en Ingar Þór Kale átti góðan leik í markinu og var lykilmaður fyrir Víkinga í þessum leik. Alexander Már Þorláksson minnkaði muninn fyrir Fram undir lok leiksins en Víkingsliðið hélt út og landaði mikilvægum sigri. Víkingar steinlágu í fyrsta leik sínum á móti Fjölni en stimpluðu sig inn í Pepsi-deildina í kvöld. Framarar eru hinsvegar aðeins með eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína en liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV í fyrstu umferðinni. Bjarni Guðjóns: Þetta eru vonbrigði „Þeir voru feikilega sterkir í fyrri hálfleik, spiluðu vel og skoruðu gott mark," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Síðan leggjast þeir í vörn og eru rosalega þéttir, nánast með sex manna línu sem er allt í lagi. Við þurftum bara að finna lausn á því og komast aftur fyrir þá og fá fyrirgjafir og vera meira skapandi. Og svo náum við að setja markið og með smá heppni hefðum við hugsanlega getað jafnað leikinn." Jóhannes Karl Guðjónsson lék ekki með Fram í kvöld. „Hann er slæmur aftan í lærinu og vonandi kemst hann sem fyrst á gott ról," sagði Bjarni. Framarar eru aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Bjarni getur varla verið ánægður með þá niðurstöðu? „Þetta eru vonbrigði. Við ætluðum að safna fleiri stigum, en þetta er staðan sem er komin upp. Ég var ánægður með seinni hálfleikinn núna, fyrri hálfleikinn á sunnudaginn og við þurfum bara að ná að blanda þessu saman," sagði Bjarni að lokum. Ólafur Þórðar: Mættum bara með betra hugarfar „Við mættum bara með betra hugarfar og mættum betur stemmdir í þennan leik," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, um muninn á sigrinum í kvöld og tapleiknum gegn Fjölni í síðustu umferð. „Það er smá hræðsla sem grípur um sig þegar við erum komnir 1-0 yfir. Þá ætla menn að fara að verja forskotið. Það er alltaf segin saga - það verður alltaf stífur varnarleikur og mikil pressa á manni þegar maður gerir svoleiðis hluti. Við náum einhvern veginn ekki að klóra okkur út úr því," sagði Ólafur um seinni hálfleikinn. „Við lögðumst alltof aftarlega og það sem gerist er að Framararnir koma framar og eru hættulegir."Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Nýliðar Víkinga fögnuðu sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Fram í Reykjavíkurslag á Gervigrasinu í Laugardalnum.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og það má sjá myndir hans hér fyrir ofan og neðan. Sveinbjörn Jónasson og varamaðurinn Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Víkinga í sitthvorum hálfleiknum en Ingar Þór Kale átti góðan leik í markinu og var lykilmaður fyrir Víkinga í þessum leik. Alexander Már Þorláksson minnkaði muninn fyrir Fram undir lok leiksins en Víkingsliðið hélt út og landaði mikilvægum sigri. Víkingar steinlágu í fyrsta leik sínum á móti Fjölni en stimpluðu sig inn í Pepsi-deildina í kvöld. Framarar eru hinsvegar aðeins með eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína en liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV í fyrstu umferðinni. Bjarni Guðjóns: Þetta eru vonbrigði „Þeir voru feikilega sterkir í fyrri hálfleik, spiluðu vel og skoruðu gott mark," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Síðan leggjast þeir í vörn og eru rosalega þéttir, nánast með sex manna línu sem er allt í lagi. Við þurftum bara að finna lausn á því og komast aftur fyrir þá og fá fyrirgjafir og vera meira skapandi. Og svo náum við að setja markið og með smá heppni hefðum við hugsanlega getað jafnað leikinn." Jóhannes Karl Guðjónsson lék ekki með Fram í kvöld. „Hann er slæmur aftan í lærinu og vonandi kemst hann sem fyrst á gott ról," sagði Bjarni. Framarar eru aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Bjarni getur varla verið ánægður með þá niðurstöðu? „Þetta eru vonbrigði. Við ætluðum að safna fleiri stigum, en þetta er staðan sem er komin upp. Ég var ánægður með seinni hálfleikinn núna, fyrri hálfleikinn á sunnudaginn og við þurfum bara að ná að blanda þessu saman," sagði Bjarni að lokum. Ólafur Þórðar: Mættum bara með betra hugarfar „Við mættum bara með betra hugarfar og mættum betur stemmdir í þennan leik," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, um muninn á sigrinum í kvöld og tapleiknum gegn Fjölni í síðustu umferð. „Það er smá hræðsla sem grípur um sig þegar við erum komnir 1-0 yfir. Þá ætla menn að fara að verja forskotið. Það er alltaf segin saga - það verður alltaf stífur varnarleikur og mikil pressa á manni þegar maður gerir svoleiðis hluti. Við náum einhvern veginn ekki að klóra okkur út úr því," sagði Ólafur um seinni hálfleikinn. „Við lögðumst alltof aftarlega og það sem gerist er að Framararnir koma framar og eru hættulegir."Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira