Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar er kolfallinn, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið.
Flokkurinn mælist nú með rétt liðlega 37 prósenta fylgi og fengi fjóra bæjarfulltrúa, en fékk tæplega 53 prósenta fylgi í síðustu kosningum og sjö fulltrúa af ellefu manna bæjarstjórn.
Aðrir flokkar í bæjarstjórn tapa líka töluverðu fylgi, en þrjú ný framboð fá samanlagt 35 prósenta fylgi. Það eru Píratar, Bein leið og Frjálst afl.
Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Meirihluti sjálfstæðismanna fallinn í Reykjanesbæ

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent





Diljá Mist boðar til fundar
Innlent


Engin röð á Læknavaktinni
Innlent

