Tónlist

Arctic Monkeys svarar fyrir sig

Alex Turner og félagar hans í Arctic Monkeys láta ekki upphitunarbandið slá sig út af laginu.
Alex Turner og félagar hans í Arctic Monkeys láta ekki upphitunarbandið slá sig út af laginu. Vísir/Getty
Alex Turner, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Arctic Monkeys hefur svarað þeirri gagnrýni sem hljómsveitin, The Orwells lét út úr sér fyrir skömmu. The Orwells, sem var upphitunarhljómsveit fyrir Arctic Monkeys á tónleikaferðalagi um Bandaríkin, gagnrýndi frammistöðu Arctic Monkeys á tónleikum.

Upphitunarhljómsveitin sagði að tónleikar Arctic Monkeys væru of rútínukenndir og væru alltaf eins. „Þeir hefðu frekar átt að vera reyna ná sér í stelpur heldur en að horfa á okkur öll kvöld,“ sagði Alex Turner í samtali við NME og var ekki sáttur við ummæli The Orwells.

Turner bætti við, að það megi ekki breyta lagalista tónleikana of mikið á milli tónleika þegar hljómsveitir á tónleikaferðalagi. „Stundum finnur maður fyrir því þegar að hlutirnir virka og þá er ekkert vit í að breyta því,“ bætti Turner við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×