Segir landið eins og fyrirtæki í slitameðferð Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. maí 2014 08:17 Á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar fyrr á árinu. Afkoma í ferðaþjónustu er ekki til að hrópa húrra fyrir, segir Þorkell Sigurlaugsson. Stefnumótun skorti og fjárhagslega veik fyrirtæki séu ekki með stöðu til að vaxa og búa til viðunandi hagnað. Fréttablaðið/Vilhelm „Gjaldeyrishöft þjóðar eru svipuð staða og fyrirtækis sem er í greiðslustöðvun. Allir bíða eftir aðgerðum og framtíðarstefnu,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, í grein sem hann skrifar í nýjasta tölublað efnahagsritsins Vísbendingar. Þorkell segir þjóðina í raun í greiðslustöðvun hvað varði samskipti við útlönd. Íbúum líði vel fyrst í stað, en þegar fólk átti sig á því að greiðslugeta sé takmörkuð aukist óróleiki og vantrú á yfirstjórn, sé ekkert að gert. Þannig líður sífellt fleirum í dag,“ segir hann og bendir á að hér hafi stjórnvöld ekki mótað efnahagsstefnu þrátt fyrir næstum heils árs stjórnarsetu. Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands.„Síðustu ár höfum við verið í skjóli gjaldeyrishafta, en ekki nýtt tímann til að safna gjaldeyri eða auka sparnað þjóðarinnar. Þetta skjól hefur virkað þægilegt, en á sama tíma frestað vandamálum.“ Þann litla hagvöxt sem verið hafi segir Þorkell knúinn áfram af ferðaþjónustu og einkaneyslu þar sem almenningur hafi gengið á lífeyrissparnað sinn og annan sparnað. „Við núverandi aðstæður munu hvorki almenningur á Íslandi né erlendir aðilar skipta evrum eða dollurum í krónur. Krónan er einfaldlega of hátt skráð og ótrúverðugur gjaldmiðill og er haldið uppi af gjaldeyrishöftum.“ Að mati Þorkels getur krónan ekki orðið framtíðargjaldmiðill og því þurfi stjórnvöld að leggja fram trúverðuga efnahagsstefnu um hvernig og hvenær hætta megi notkun minnsta gjaldmiðils í heimi. „Það er engin framtíðarsýn til hjá stjórnvöldum í efnahagsmálum sem gæti aukið traust á krónunni. Það kemur oft upp í hugann hvort rétt hafi verið að taka ekki skellinn strax 2008 og núllstilla stöðuna.“ Þorkell segir margt benda til þess að lífskjör batni ekki á næstu árum og erfitt að sjá að gjaldeyrishöft verði afnumin. „Alveg eins má búast við frekari innflutningshöftum og ríkisafskiptum á mörg um sviðum.“ Niðurstaðan, segir Þorkell, er að án öflugrar og trúverðugrar efnahagsstefnu sem styðst við sterka framtíðarsýn í atvinnu- og efnahagsmálum vinni þjóðin sig ekki út úr núverandi lífskjaravanda. Tíminn til athafna sé naumur. „Stjórnvöld þurfa að nýta sumarið vel til góðra verka og byggja þannig upp trúverðugleika á framtíð þjóðar í greiðslustöðvun. Ef það gerist ekki verða aðrir að taka við keflinu.“ Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
„Gjaldeyrishöft þjóðar eru svipuð staða og fyrirtækis sem er í greiðslustöðvun. Allir bíða eftir aðgerðum og framtíðarstefnu,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, í grein sem hann skrifar í nýjasta tölublað efnahagsritsins Vísbendingar. Þorkell segir þjóðina í raun í greiðslustöðvun hvað varði samskipti við útlönd. Íbúum líði vel fyrst í stað, en þegar fólk átti sig á því að greiðslugeta sé takmörkuð aukist óróleiki og vantrú á yfirstjórn, sé ekkert að gert. Þannig líður sífellt fleirum í dag,“ segir hann og bendir á að hér hafi stjórnvöld ekki mótað efnahagsstefnu þrátt fyrir næstum heils árs stjórnarsetu. Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands.„Síðustu ár höfum við verið í skjóli gjaldeyrishafta, en ekki nýtt tímann til að safna gjaldeyri eða auka sparnað þjóðarinnar. Þetta skjól hefur virkað þægilegt, en á sama tíma frestað vandamálum.“ Þann litla hagvöxt sem verið hafi segir Þorkell knúinn áfram af ferðaþjónustu og einkaneyslu þar sem almenningur hafi gengið á lífeyrissparnað sinn og annan sparnað. „Við núverandi aðstæður munu hvorki almenningur á Íslandi né erlendir aðilar skipta evrum eða dollurum í krónur. Krónan er einfaldlega of hátt skráð og ótrúverðugur gjaldmiðill og er haldið uppi af gjaldeyrishöftum.“ Að mati Þorkels getur krónan ekki orðið framtíðargjaldmiðill og því þurfi stjórnvöld að leggja fram trúverðuga efnahagsstefnu um hvernig og hvenær hætta megi notkun minnsta gjaldmiðils í heimi. „Það er engin framtíðarsýn til hjá stjórnvöldum í efnahagsmálum sem gæti aukið traust á krónunni. Það kemur oft upp í hugann hvort rétt hafi verið að taka ekki skellinn strax 2008 og núllstilla stöðuna.“ Þorkell segir margt benda til þess að lífskjör batni ekki á næstu árum og erfitt að sjá að gjaldeyrishöft verði afnumin. „Alveg eins má búast við frekari innflutningshöftum og ríkisafskiptum á mörg um sviðum.“ Niðurstaðan, segir Þorkell, er að án öflugrar og trúverðugrar efnahagsstefnu sem styðst við sterka framtíðarsýn í atvinnu- og efnahagsmálum vinni þjóðin sig ekki út úr núverandi lífskjaravanda. Tíminn til athafna sé naumur. „Stjórnvöld þurfa að nýta sumarið vel til góðra verka og byggja þannig upp trúverðugleika á framtíð þjóðar í greiðslustöðvun. Ef það gerist ekki verða aðrir að taka við keflinu.“
Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira