Tónlist

Pollrólegir baksviðs

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Generalprufa fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision var í gærkvöldi en þar greiddi dómnefnd sín atkvæði sem gildir fimmtíu prósent á móti símakosningu Evrópubúa.

Fyrra undanúrslitakvöldið er svo í kvöld þar sem framlag Íslendinga, Pollapönk, er númer fimm í röðinni með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice.

Það var ekki að sjá á Pollapönkurum að þeir væru stressaðir í generalprufunni eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi sem var tekið upp baksviðs. 

Slógu þeir á létta strengi og þöndu raddböndin fyrir myndatökumanninn eins og þeim einum er lagið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.