Utan vallar: Átti KKÍ að ritskoða ummæli Ólafs um fermingastelpurnar? Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. maí 2014 11:07 Ólafur Ólafsson lét ummælin falla eftir þriðja leik í úrslitarimmunni sem fór fram í DHL-Hollinni í Vesturbænum. „Ég er ósammála því sem þú segir, en ég mun verja með lífi mínu rétt þinn til að segja það.” Einhvernveginn svona hafa orð sem eignuð eru franska heimsekingnum Voltaire verið þýdd yfir á íslensku. Að mínu mati eiga þessi orð vel við um þessar mundir. Í síðustu viku var körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Ólafsson áminntur opinberlega fyrir að segja að liðið hans hafi spilað eins og „fermingarstelpur á túr” í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik Grindvíkinga og KR-inga í úrslitarimmu Domino’s deildarinnar. Nú er svolítill tími liðinn síðan Ólafur lét þessi ummæli falla. Nú er, að mínu mati, hægt að skoða málið nokkuð gaumgæfilega og draga af því einhverjar ályktanir og vonandi einhvern lærdóm.Allir eiga að mega tjá sig Ummælin vöktu upp mikla reiði (kannski réttilega) og fólk fann sig knúið til þess að fordæma þessi ummæli. Fólkið sem það gerði var í fullum rétti til að tjá sig, alveg eins og Ólafur, því þannig virkar málfrelsið. Skotin flugu í báðar áttir í þessu máli. Einhverjir sem komu Ólafi til varnar bentu á að þeir sem höfðu lýst yfir vanþóknun sinni á ummælum Ólafs hefðu sjálfir notað dónaleg orð. „Að sjálfsögðu” voru feministar dregnir í svaðið – sem virðist alltaf vera fyrsta sem gerist í umræðu á netinu. Ég skil ekki hvernig sumt fólk á netinu komst að þeirri niðurstöðu að femínistar hefðu gagnrýnt Ólaf. Ég held að það hafi bara verið allskonar fólk sem það gerði. En hvað um það. Eins og áður sagði höfðu allir rétt á því að tjá sig um málið, alveg eins og Ólafur mátti líkja liði sínu við fermingastúlkur á túr. Ég segi þetta sem faðir stelpu sem æfir körfubolta. Hún er reyndar bara fjögurra ára, en ég fann mig alls ekki knúinn til að hneykslast fyrir hennar hönd. Ummælin lét Ólafur falla á eigin ábyrgð og tók svo afleiðingunum af þeim. Þetta eru einfaldlega skoðanaskipti. Svona fara þau fram.Körfuknattleikssambandið í dómarastólinn En þegar Körfuknattleikssambandið ætlar að setjast í dómarastólinn og leggur til að refsa eigi Ólafi, þá finnst mér kominn tími til að staldra aðeins við. Stjórn KKÍ sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og vekja nokkrar setningar í henni óneitanlega athygli, til dæmis:„Er það mat stjórnar að ummæli sem þessi skaði ímynd körfuknattleikshreyfingarinnar og að Ólafur þurfi að bera ábyrgð á þeim.”„Öll ummæli sem þessi eru með öllu óviðeigandi og eiga ekki heima í körfuknattleikssamfélagi okkar.”„Stjórn KKÍ telur að Ólafur sé maður að meiri fyrir að hafa beðist afsökunar fljótlega eftir að leik lauk í gærkvöldi. Sendi hann afsökunarbeiðni á fjölmiðla sem og birti á samfélagsmiðli. Harmaði hann orð sín og baðst afsökunar.” Skömmu áður en yfirlýsingin var gefin út birtist viðtal við Hannes Jónsson, formann KKÍ. Hann sagði símann varla hafa stoppað hjá sambandinu í kjölfar ummæla Ólafs. Auðveldlega má þarna leggja tvo og tvo saman og sjá að KKÍ var undir pressu frá almenningi að gera eitthvað í málinu. En þessi yfirlýsingin er hreint ótrúleg. Þarna gerir sérsamband í íþrótt tilraun til þess að meta hvaða ummæli eru viðeigandi og hvaða ummæli eru það ekki. Þessi reglugerð sem stjórnarmenn KKÍ visa í hefur verið í gildi í þrjú ár. Hún var samþykkt á þingi KKÍ fyrir þremur árum og svo staðfest aftur í fyrra. Við hana voru gerðar athugasemdir, en þær voru eiginlega slegnar af borðinu án þess að hlustað væri á þær. Reglan er svona:„Stjórn og framkvæmdastjóra KKÍ skal vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þegar talað er um opinberlega er átt við alla tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Stjórn og framkvæmdastjóri KKÍ skal skila greinargerð til nefndarinnar ásamt gögnum máli sínu til stuðnings og skal fara með slík mál eins og um kærumál sé að ræða, eins og við getur átt.“Lokaorðin brandari Lokaorð yfirlýsingarinnar eru svo eiginlega hálfgerður brandari. Stjórnin segir að Ólafur sé maður að meiri fyrir að hafa beðist afsökunar og leggur þar með einhverskonar mat á hans hegðun utan vallar, sem mér finnst ákaflega sérstakt. Síðan er eiginlega komið að kjarna málsins: Ólafur baðst afsökunar á ummælunum sínum. Hann harmaði að hafa látið orðin falla. Með öðrum orðum, hann gerði sig sekan um mistök. Og mistök höfum við öll gert. En það sem ég set stærsta spurningamerkið við í þessari tilkynningu er þessi setning:„Einstaklingar þurfa að passa sig hvað þeir segja í viðtali við fjölmiðla sem og á samfélagsmiðlum og þá sérstaklega þeir aðilar sem eru fyrirmyndir barna og unglinga.” Nú ætla ég ekki að gera lítið úr því að íþróttafólk sé fyrirmyndir barna og unglinga. En þetta er einfaldlega ódýr afsökun til þess að réttlæta ritskoðun á orðum Ólafs. Þessi setning vekur einnig upp aðra spurningu: Ef KKÍ telur íþróttamenn eru fyrirmyndir barna og unglinga, hverjir eru þá ekki fyrirmyndir þeirra? Hvernig getur sérsamband ályktað um hverjir séu æskilegar fyrirmyndir og hverjir ekki? Allt fullorðið fólk hlýtur að vera einhverskonar fyrirmynd.Fyrirmynd eða fyrirmyndir? Við áttum okkur öll fyrirmyndir þegar við vorum yngri. Ég hef orðið í fleirtölu, því í tilviki mínu og í tilvikum allra minna vina, voru fyrirmyndirnar fleiri en ein. Fleiri en tvær. Ég á enn fyrirmyndir og ég lít upp til mismunandi fólks af mismunandi ástæðum. Ég sæki ekki innblástur minn til greinaskrifa með því að horfa á uppáhalds körfuboltamennina mina spila. Ég les ekki viðtöl við Wayne Rooney til að fræðast um gang himintunglana. Og ég les ekki bækur eftir Guðrúnu Helgadóttur til að pumpa mig upp áður en ég fer í ræktina. Við sækjum fróðleik og innblástur í lífinu til margra. Hlutverk okkar sem foreldrar er að kenna börnunum okkar að líta einmitt upp til margra, að virða skoðanir og taka það sem við teljum að sé mikilvægt frá sem flestum áttum. Við eigum líka að kenna þeim að setja spurningamerki við ummæli sem okkur þykja heimskuleg. Við eigum að útskýra fyrir þeim að engin af þeirra fyrirmyndum er fullkomin. Allir eru mannlegir. Áður fyrr, fyrir tíma netsins, var eins og sumt fólk væri tekið í guðatölu. Ég man þegar maður las bækur um Che Guevara sem unglingur og manni fannst hann varla hafa stigið feilspor. En hvernig hefðu málin verið ef Che hefði verið með Twitter-síðu? Verið að skjóta á hinn og þennan og kannski birt myndir af sér dauðadrukknum í kynsvalli? Ég man þegar það spurðist út að Michael Jordan væri haldinn spilafíkn. Það var eins og veröld sumra hefði hrunið. Jordan var ekki fullkominn. Þetta er einmitt vandamálið þegar við gerum þessa ósanngjörnu kröfu að íþróttafólk og annað frægt fólk sé yfir okkur hin hafin. Ólafur Ólafsson er bara venjulegur maður sem er góður í körfubolta. Ekkert meira og ekkert minna. Ég vil líka taka fram að allar þessar pælingar tengjast persónu Ólafs ekki neitt. Þetta er flottur drengur, en það kemur málinu ekki við.Verðum að gefa ungu fólki kredit Þessi ummæli Ólafs voru alls ekki gáfuleg. Ég hef sjálfur verið í svona viðtölum og ég veit hvaða pressu hann var undir og ég get skilið hvernig þankagangurinn hjá manni virkar þegar maður er í svona viðtölum. En aldrei hefði ég látið þessi orð falla og ætla ekki að verja þau. En ég ætla verja rétt Ólafs til að segja þau. Og ég ætla að mótmæla því þegar sérsamband í íþrótt gerir tilraun til að beita mann refsingu (og beitir hann refsingu, ef við teljum áminningu vera það) fyrir að segja heimskulegan hlut. Það er einfaldlega fáránlegt. Ég dreg það stórlega í efa að börn og unglingar horfi upp til Ólafs, eða nokkurs annars íþróttamanns, vegna skoðana á hlutum sem eru íþróttum óviðkomandi. Ég efa það stórlega að einhver safni viðtölum við Ólaf og ætli sér að svara eins og hann í framtíðinni. Aftur á móti eru örugglega margir sem vilja vera jafn góðir og Ólafur í körfubolta. En ég get aftur á móti fullyrt að margir ungir krakkar lærðu af ummælunum og umræðunni. Ég er til dæmis að þjálfa stráka sem eru í kringum fermingaraldur. Ég spurði þá út í þessi ummæli. Þeir vissu allir að þetta væri eitthvað sem maður ætti ekki að segja. Þeim fannst þau ekkert sniðug. Við verðum að gefa ungu fólki smá kredit. Við verðum að leyfa því að draga ályktanir sjálft á hvaða skoðanir séu æskilegar og hvaða skoðanir séu það ekki. Við þurfum ekki að hugsa fyrir unglingana okkar. Og við eigum ekki að nota þá sem afsökun til þess að geta refsað mönnum eins og Ólafi fyrir heimskuleg ummæli.Hvar ætlum við að stoppa í ritskoðuninni? Spurningin verður líka, hvar eigum við að stoppa? Hvaða ummæli eru æskileg og hvaða ummæli eru það ekki? Hvaða skoðanir mega íþróttamenn hafa, samkvæmt stjórn KKÍ? Er þetta háð huglægu mati? Eða er þetta á einhvernhátt staðlað? Er þetta háð fjölda símtala sem berast skrifstofu sambandsins vegna ummæla? Hvar liggja mörkin? Umræðan á netinu er líka yfirleitt frekar upplýst. Fólk skiptist á skoðunum og vísar jafnvel í heimildir. Það gerðist til dæmis í einu rifrildinu á Facebook sem ég tók þátt í vegna málsins. Þar var deilt um skilgreininguna á feminisma og hún var á frekar háu plani. Sjónarmið þeirra sem voru sjokkeraðir á ummælum Ólafs fengu algjörlega að njóta sín. Svo mikið að Ólafur baðst afsökunar nánast strax. Því var algjörlega óþarfi fyrir stjórn KKÍ að fella einhvern dóm á ummælum Ólafs. Formaður KKÍ hefði sjálfur getað fordæmt ummælin, ef hann hefði kosið svo. En ritskoðun af hálfu sambandsins var algjörlega óþörf.Dæmið úr NBA Í NBA-deildinni var eigandi LA Clippers rekinn frá deildinni og gert að selja liðið sitt vegna niðrandi ummæla um minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Flott mál, maður getur vel skilið það. NBA er bisness og ummælin sköðuðu ímynd deildarinnar sem vöru. Skoðanir mannsins, sem heitir Donald Sterling, eru líka afskaplega heimskulegar. Hann er stórfurðulegur kall. Hann var spurður hvernig draumaliðið hans væri. Svarið hans var að hann vildi hafa fimm þeldökka leikmenn og svo þjálfara frá Suðurríkjunum, svo liðið væri sem líkast þrælahaldinu. En eins mikið og mér þótti gaman að sjá Sterling missa sætið sitt sem eigandi í NBA gat ég ekki hætt að hugsa um hvað yrði næst. Nú er til dæmis einn eigandi, sem á Orlando Magic, sem er gegn hjónabandi samkynhneigðra. Í NBA er einn leikmaður sem hefur komið út úr skápnum. Eigandi eins liðsins er sem sagt á móti því að þessi samkynhneigði íþróttamaður fái að gifta sig. Á NBA-deildin að refsa manninum fyrir sínar skoðanir á hjónabandi samkynhneigðra og þeim ummælum sem hann hefur látið falla? Málið er nefnilega flókið. Með því að byrja að ritskoða ummæli og skoðanir kemur alltaf spurningin: Hvað næst?Hverjir verða næst teknir fyrir hjá KKÍ? Frá þvi að reglan sem KKÍ vísar til í máli Ólafs var samþykkt hafa mörg skrýtin ummæli fallið. Dómarar hafa verið gagnrýndir opinberlega, nafngreindir og persóna þeirra jafnvel nídd, í viðtölum eftir leiki. Fullt af leikmönnum – sem eiga að vera fyrirmyndir – hafa sett myndir af sjálfum sér með áfengi í hönd á samfélagsmiðla. Jafnvel leikmenn sem eru ekki komnir á aldur til þess að drekka. Það hlýtur að vera skýrt brot á reglunni sem KKÍ vísar í. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að tjáningarfrelsi er ekki eitthvað sem við getum valið hvenær við virðum og hvenær ekki. Þeir sem eru ósammála ummælum Ólafs voru í fullum rétti að tjá sig um það. Og margir gerðu það. En að yfirvald ætli að stíga inn í og refsa manni fyrir ummæli opnar á alltof margar spurningar. Þetta er hættulegt fordæmi. Ég spyr því: Hvar ætlar KKÍ að setja mörkin í ritskoðun sinni? Íslenski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira
„Ég er ósammála því sem þú segir, en ég mun verja með lífi mínu rétt þinn til að segja það.” Einhvernveginn svona hafa orð sem eignuð eru franska heimsekingnum Voltaire verið þýdd yfir á íslensku. Að mínu mati eiga þessi orð vel við um þessar mundir. Í síðustu viku var körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Ólafsson áminntur opinberlega fyrir að segja að liðið hans hafi spilað eins og „fermingarstelpur á túr” í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik Grindvíkinga og KR-inga í úrslitarimmu Domino’s deildarinnar. Nú er svolítill tími liðinn síðan Ólafur lét þessi ummæli falla. Nú er, að mínu mati, hægt að skoða málið nokkuð gaumgæfilega og draga af því einhverjar ályktanir og vonandi einhvern lærdóm.Allir eiga að mega tjá sig Ummælin vöktu upp mikla reiði (kannski réttilega) og fólk fann sig knúið til þess að fordæma þessi ummæli. Fólkið sem það gerði var í fullum rétti til að tjá sig, alveg eins og Ólafur, því þannig virkar málfrelsið. Skotin flugu í báðar áttir í þessu máli. Einhverjir sem komu Ólafi til varnar bentu á að þeir sem höfðu lýst yfir vanþóknun sinni á ummælum Ólafs hefðu sjálfir notað dónaleg orð. „Að sjálfsögðu” voru feministar dregnir í svaðið – sem virðist alltaf vera fyrsta sem gerist í umræðu á netinu. Ég skil ekki hvernig sumt fólk á netinu komst að þeirri niðurstöðu að femínistar hefðu gagnrýnt Ólaf. Ég held að það hafi bara verið allskonar fólk sem það gerði. En hvað um það. Eins og áður sagði höfðu allir rétt á því að tjá sig um málið, alveg eins og Ólafur mátti líkja liði sínu við fermingastúlkur á túr. Ég segi þetta sem faðir stelpu sem æfir körfubolta. Hún er reyndar bara fjögurra ára, en ég fann mig alls ekki knúinn til að hneykslast fyrir hennar hönd. Ummælin lét Ólafur falla á eigin ábyrgð og tók svo afleiðingunum af þeim. Þetta eru einfaldlega skoðanaskipti. Svona fara þau fram.Körfuknattleikssambandið í dómarastólinn En þegar Körfuknattleikssambandið ætlar að setjast í dómarastólinn og leggur til að refsa eigi Ólafi, þá finnst mér kominn tími til að staldra aðeins við. Stjórn KKÍ sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og vekja nokkrar setningar í henni óneitanlega athygli, til dæmis:„Er það mat stjórnar að ummæli sem þessi skaði ímynd körfuknattleikshreyfingarinnar og að Ólafur þurfi að bera ábyrgð á þeim.”„Öll ummæli sem þessi eru með öllu óviðeigandi og eiga ekki heima í körfuknattleikssamfélagi okkar.”„Stjórn KKÍ telur að Ólafur sé maður að meiri fyrir að hafa beðist afsökunar fljótlega eftir að leik lauk í gærkvöldi. Sendi hann afsökunarbeiðni á fjölmiðla sem og birti á samfélagsmiðli. Harmaði hann orð sín og baðst afsökunar.” Skömmu áður en yfirlýsingin var gefin út birtist viðtal við Hannes Jónsson, formann KKÍ. Hann sagði símann varla hafa stoppað hjá sambandinu í kjölfar ummæla Ólafs. Auðveldlega má þarna leggja tvo og tvo saman og sjá að KKÍ var undir pressu frá almenningi að gera eitthvað í málinu. En þessi yfirlýsingin er hreint ótrúleg. Þarna gerir sérsamband í íþrótt tilraun til þess að meta hvaða ummæli eru viðeigandi og hvaða ummæli eru það ekki. Þessi reglugerð sem stjórnarmenn KKÍ visa í hefur verið í gildi í þrjú ár. Hún var samþykkt á þingi KKÍ fyrir þremur árum og svo staðfest aftur í fyrra. Við hana voru gerðar athugasemdir, en þær voru eiginlega slegnar af borðinu án þess að hlustað væri á þær. Reglan er svona:„Stjórn og framkvæmdastjóra KKÍ skal vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þegar talað er um opinberlega er átt við alla tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Stjórn og framkvæmdastjóri KKÍ skal skila greinargerð til nefndarinnar ásamt gögnum máli sínu til stuðnings og skal fara með slík mál eins og um kærumál sé að ræða, eins og við getur átt.“Lokaorðin brandari Lokaorð yfirlýsingarinnar eru svo eiginlega hálfgerður brandari. Stjórnin segir að Ólafur sé maður að meiri fyrir að hafa beðist afsökunar og leggur þar með einhverskonar mat á hans hegðun utan vallar, sem mér finnst ákaflega sérstakt. Síðan er eiginlega komið að kjarna málsins: Ólafur baðst afsökunar á ummælunum sínum. Hann harmaði að hafa látið orðin falla. Með öðrum orðum, hann gerði sig sekan um mistök. Og mistök höfum við öll gert. En það sem ég set stærsta spurningamerkið við í þessari tilkynningu er þessi setning:„Einstaklingar þurfa að passa sig hvað þeir segja í viðtali við fjölmiðla sem og á samfélagsmiðlum og þá sérstaklega þeir aðilar sem eru fyrirmyndir barna og unglinga.” Nú ætla ég ekki að gera lítið úr því að íþróttafólk sé fyrirmyndir barna og unglinga. En þetta er einfaldlega ódýr afsökun til þess að réttlæta ritskoðun á orðum Ólafs. Þessi setning vekur einnig upp aðra spurningu: Ef KKÍ telur íþróttamenn eru fyrirmyndir barna og unglinga, hverjir eru þá ekki fyrirmyndir þeirra? Hvernig getur sérsamband ályktað um hverjir séu æskilegar fyrirmyndir og hverjir ekki? Allt fullorðið fólk hlýtur að vera einhverskonar fyrirmynd.Fyrirmynd eða fyrirmyndir? Við áttum okkur öll fyrirmyndir þegar við vorum yngri. Ég hef orðið í fleirtölu, því í tilviki mínu og í tilvikum allra minna vina, voru fyrirmyndirnar fleiri en ein. Fleiri en tvær. Ég á enn fyrirmyndir og ég lít upp til mismunandi fólks af mismunandi ástæðum. Ég sæki ekki innblástur minn til greinaskrifa með því að horfa á uppáhalds körfuboltamennina mina spila. Ég les ekki viðtöl við Wayne Rooney til að fræðast um gang himintunglana. Og ég les ekki bækur eftir Guðrúnu Helgadóttur til að pumpa mig upp áður en ég fer í ræktina. Við sækjum fróðleik og innblástur í lífinu til margra. Hlutverk okkar sem foreldrar er að kenna börnunum okkar að líta einmitt upp til margra, að virða skoðanir og taka það sem við teljum að sé mikilvægt frá sem flestum áttum. Við eigum líka að kenna þeim að setja spurningamerki við ummæli sem okkur þykja heimskuleg. Við eigum að útskýra fyrir þeim að engin af þeirra fyrirmyndum er fullkomin. Allir eru mannlegir. Áður fyrr, fyrir tíma netsins, var eins og sumt fólk væri tekið í guðatölu. Ég man þegar maður las bækur um Che Guevara sem unglingur og manni fannst hann varla hafa stigið feilspor. En hvernig hefðu málin verið ef Che hefði verið með Twitter-síðu? Verið að skjóta á hinn og þennan og kannski birt myndir af sér dauðadrukknum í kynsvalli? Ég man þegar það spurðist út að Michael Jordan væri haldinn spilafíkn. Það var eins og veröld sumra hefði hrunið. Jordan var ekki fullkominn. Þetta er einmitt vandamálið þegar við gerum þessa ósanngjörnu kröfu að íþróttafólk og annað frægt fólk sé yfir okkur hin hafin. Ólafur Ólafsson er bara venjulegur maður sem er góður í körfubolta. Ekkert meira og ekkert minna. Ég vil líka taka fram að allar þessar pælingar tengjast persónu Ólafs ekki neitt. Þetta er flottur drengur, en það kemur málinu ekki við.Verðum að gefa ungu fólki kredit Þessi ummæli Ólafs voru alls ekki gáfuleg. Ég hef sjálfur verið í svona viðtölum og ég veit hvaða pressu hann var undir og ég get skilið hvernig þankagangurinn hjá manni virkar þegar maður er í svona viðtölum. En aldrei hefði ég látið þessi orð falla og ætla ekki að verja þau. En ég ætla verja rétt Ólafs til að segja þau. Og ég ætla að mótmæla því þegar sérsamband í íþrótt gerir tilraun til að beita mann refsingu (og beitir hann refsingu, ef við teljum áminningu vera það) fyrir að segja heimskulegan hlut. Það er einfaldlega fáránlegt. Ég dreg það stórlega í efa að börn og unglingar horfi upp til Ólafs, eða nokkurs annars íþróttamanns, vegna skoðana á hlutum sem eru íþróttum óviðkomandi. Ég efa það stórlega að einhver safni viðtölum við Ólaf og ætli sér að svara eins og hann í framtíðinni. Aftur á móti eru örugglega margir sem vilja vera jafn góðir og Ólafur í körfubolta. En ég get aftur á móti fullyrt að margir ungir krakkar lærðu af ummælunum og umræðunni. Ég er til dæmis að þjálfa stráka sem eru í kringum fermingaraldur. Ég spurði þá út í þessi ummæli. Þeir vissu allir að þetta væri eitthvað sem maður ætti ekki að segja. Þeim fannst þau ekkert sniðug. Við verðum að gefa ungu fólki smá kredit. Við verðum að leyfa því að draga ályktanir sjálft á hvaða skoðanir séu æskilegar og hvaða skoðanir séu það ekki. Við þurfum ekki að hugsa fyrir unglingana okkar. Og við eigum ekki að nota þá sem afsökun til þess að geta refsað mönnum eins og Ólafi fyrir heimskuleg ummæli.Hvar ætlum við að stoppa í ritskoðuninni? Spurningin verður líka, hvar eigum við að stoppa? Hvaða ummæli eru æskileg og hvaða ummæli eru það ekki? Hvaða skoðanir mega íþróttamenn hafa, samkvæmt stjórn KKÍ? Er þetta háð huglægu mati? Eða er þetta á einhvernhátt staðlað? Er þetta háð fjölda símtala sem berast skrifstofu sambandsins vegna ummæla? Hvar liggja mörkin? Umræðan á netinu er líka yfirleitt frekar upplýst. Fólk skiptist á skoðunum og vísar jafnvel í heimildir. Það gerðist til dæmis í einu rifrildinu á Facebook sem ég tók þátt í vegna málsins. Þar var deilt um skilgreininguna á feminisma og hún var á frekar háu plani. Sjónarmið þeirra sem voru sjokkeraðir á ummælum Ólafs fengu algjörlega að njóta sín. Svo mikið að Ólafur baðst afsökunar nánast strax. Því var algjörlega óþarfi fyrir stjórn KKÍ að fella einhvern dóm á ummælum Ólafs. Formaður KKÍ hefði sjálfur getað fordæmt ummælin, ef hann hefði kosið svo. En ritskoðun af hálfu sambandsins var algjörlega óþörf.Dæmið úr NBA Í NBA-deildinni var eigandi LA Clippers rekinn frá deildinni og gert að selja liðið sitt vegna niðrandi ummæla um minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Flott mál, maður getur vel skilið það. NBA er bisness og ummælin sköðuðu ímynd deildarinnar sem vöru. Skoðanir mannsins, sem heitir Donald Sterling, eru líka afskaplega heimskulegar. Hann er stórfurðulegur kall. Hann var spurður hvernig draumaliðið hans væri. Svarið hans var að hann vildi hafa fimm þeldökka leikmenn og svo þjálfara frá Suðurríkjunum, svo liðið væri sem líkast þrælahaldinu. En eins mikið og mér þótti gaman að sjá Sterling missa sætið sitt sem eigandi í NBA gat ég ekki hætt að hugsa um hvað yrði næst. Nú er til dæmis einn eigandi, sem á Orlando Magic, sem er gegn hjónabandi samkynhneigðra. Í NBA er einn leikmaður sem hefur komið út úr skápnum. Eigandi eins liðsins er sem sagt á móti því að þessi samkynhneigði íþróttamaður fái að gifta sig. Á NBA-deildin að refsa manninum fyrir sínar skoðanir á hjónabandi samkynhneigðra og þeim ummælum sem hann hefur látið falla? Málið er nefnilega flókið. Með því að byrja að ritskoða ummæli og skoðanir kemur alltaf spurningin: Hvað næst?Hverjir verða næst teknir fyrir hjá KKÍ? Frá þvi að reglan sem KKÍ vísar til í máli Ólafs var samþykkt hafa mörg skrýtin ummæli fallið. Dómarar hafa verið gagnrýndir opinberlega, nafngreindir og persóna þeirra jafnvel nídd, í viðtölum eftir leiki. Fullt af leikmönnum – sem eiga að vera fyrirmyndir – hafa sett myndir af sjálfum sér með áfengi í hönd á samfélagsmiðla. Jafnvel leikmenn sem eru ekki komnir á aldur til þess að drekka. Það hlýtur að vera skýrt brot á reglunni sem KKÍ vísar í. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að tjáningarfrelsi er ekki eitthvað sem við getum valið hvenær við virðum og hvenær ekki. Þeir sem eru ósammála ummælum Ólafs voru í fullum rétti að tjá sig um það. Og margir gerðu það. En að yfirvald ætli að stíga inn í og refsa manni fyrir ummæli opnar á alltof margar spurningar. Þetta er hættulegt fordæmi. Ég spyr því: Hvar ætlar KKÍ að setja mörkin í ritskoðun sinni?
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira