Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Kristinn Jónsson var á sínum stað í liði Brommapojkarna sem bar sigurorð af Norrköping með þremur mörkum gegn engu. Jesper Karlström, Nicklas Bäckroth og Dardan Rexhepi skoruðu mörk Brommapojkarna.
Nafni Kristins og jafnaldri, Steindórsson, skoraði mark Halmstads þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Mjällby á útivelli. GuðjónBaldvinsson var í byrjunarliði Halmstads, en fór af velli á 83. mínútu.
Þá spilaði GuðmannÞórisson allan tímann fyrir Mjällby, en hann er á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Kristian Haynes og Marcus Ekenberg skoruðu mörk Mjällby sem vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu.
Fjórir leikir fara fram í Allsvenskan á morgun.
Kristinn Steindórs á skotskónum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn




FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn

