Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Víkingur 3-0 | Fjölnir vann nýliðaslaginn Tómas Þór Þórðarson í Grafarvogi skrifar 4. maí 2014 00:01 Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings. Fjölnir er á toppi Pepsi-deildar karla í fótbolta eftir 3-0 sigur á Víkingi í nýliðaslagnum í Grafarvoginum í kvöld. Virkilega sterkur sigur hjá Fjölnismönnum sem voru betri aðilinn í kvöld og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk. Fyrsta markið skoraði Ragnar Leósson á 15. mínútu. Ekkert hafði gerst í leiknum fram að markinu en miðvörðurinn hávaxni, HaukurLárusson, gaf boltann langt fram völlinn á Ragnar sem hafði betur í baráttunni við bakvörðinn ÓmarFriðriksson og renndi boltanum framhjá IngvariKale í markinu. Gestirnir svöruðu ágætlega og áttu nokkrar álitlegar sóknir en sóknarleikur gestanna var nokkuð fyrirsjáanlegur og einhæfur. Víkingar reyndu mikið af sendingum yfir varnarlínu Fjölnis sem kantmaðurinn Agnar Darri Sverrisson og DofriSnorrason áttu að elta en allt kom fyrir ekki. Fjölnismenn tvöfölduðu svo forskotið á fyrstu mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Eins og þegar fyrra markið var skorað var lítið sem ekkert að gerast í leiknum. Eftir fína sókn heimamanna gaf Árni Kristinn Gunnarsson fyrir markið og Gunnar Már Guðmundsson, herra Fjölnir, skoraði í endurkomuleiknum í Grafarvoginn með fallegum skalla. Ef það var ekki alveg nógu vont fyrir Víkinga að vera tveimur mörkum undir gegn sterku varnarliði Fjölnis þá fóru hlutirnir úr öskunni í eldinn þegar Alan Lowing straujaði ChristopherTsonis, framherja Fjölnis, aftan frá á fyrstu sekúndum seinni hálfleik. Beint rautt spjald og gestirnir manni færri. Gunnar Már brenndi af vítinu og öðru dauðafæri undir lok leiksins en herra Fjölnir var virkilega góður í kvöld og ljóst að hann mun styrkja liðið eins og allir vita. Hann átti samt að skora fleiri mörk í kvöld. Manni færri gerði ÓlafurÞórðarson sóknarskiptingu enda liðið tveimur mörkum undir. Víkingar voru eiginlega betri tíu inni á vellinum heldur en ellefu en það var helst miðjumaðurinn KristinnJóhannesMagnússon sem ógnaði marki Fjölnis með langskotum.Júlíus Orri Óskarsson kom inn á sem varamaður fyrir Fjölni og afgreiddi leikinn endanlega með fallegu marki eftir snyrtilega skyndisókn heimamanna. Skot í nærstöngina og inn eftir að leika á Igor Taskovic. Fallega gert hjá varamanninum og lokatölur, 3-0. Fjölnismenn ætla halda áfram að byggja á sterkum varnarleik sínum frá því í 1. deildinni í fyrra en það þarf eitthvað meira en langa bolta og tilviljanakenndan sóknarleik til að komast framhjá miðvörðunum Hauki Lárussyni og BergsveiniPálssyni. Þeir áttu báðir góðan leik í kvöld, þá sérstaklega Haukur sem át allt í loftinu. Í heildina var ekkert mikið að gerast í sóknarleik heimamanna en þeir eru með skemmtilega spilara eins og Ragnar Leósson og Guðmund Karl Guðmundsson sem geta búið til eitthvað úr engu. Framherjinn Christopher Tsonis heillaði líka marga í kvöld. Hann var sterkur í framlínunni, hélt boltanum vel og lét miðverði gestanna vinna fyrir kaupinu. Víkingar þurfa að hugsa sinn gang fyrir næsta leik. Þeim er boðið upp á flotta leikjaáætlun í byrjun móts til að hirða einhver stig og koma sér af stað í deildinni en þau verða ekki mörg með svona frammistöðu. Liðinu sárvantaði hugmyndaauðgi og gæði í framlínuna og munaði þar mikið um meiðsli Arons Elís Þrándarsonar sem var ekki með. Þá var varnarleikurinn ekki upp á marga fiska. Einstaklingssmistök fóru með liðið, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fjölnir heimsækir Þór í næstu umferð en Víkingar mæta Frömurum á gervigrasinu í Laugardal.Ólafur Þórðarson: Einstaklingsfeilar sem fella okkur "Mér fannst þessi leikur í fyrri hálfleik vera í ágætis jafnvægi en svo eru tveir einstaklingsfeilar sem kosta okkur tvö mörk," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, eftir tapið í Grafarvoginum í kvöld. "Það var það sem skildi að í hálfleik. Við ákváðum að gera breytingu á liðinu í hálfleik en eftir eina mínútu í seinni hálfleik var búið að slátra því sem við ætluðum okkur," sagði Ólafur um rauða spjaldið sem Alan Lowing fékk eftir nokkrar sekúndur í seinni hálfleik. Í heildina var lítið að gerast í fyrri hálfleik fyrir utan mörkin tvö sem heimamenn skoruðu. "Bæði liðin voru smeyk við að spila fótbolta eins og oft er í fyrstu umferðunum en við gerumst bara sekir um of alvarlega feila sem fella okkur í dag," sagði Ólafur en hafði það eitthvað að segja hvað fótboltann varðar að spila á grasi í dag? "Það eru viðbrigði í sjálfu sér að koma inn á grasið. Við tókum 30 mínútuna æfingu í gær á 30x30 grasvelli til að fá smá tilfinningu fyrir grasinu en það er ekki það sem fellir okkur hér í dag." "Seinni hálfleikurinn byrjaði ekkert hjá okkur fyrr en við vorum orðnir tíu. En mér fannst samt þegar við vorum orðnir tíu við vera spila betri bolta en í fyrri hálfleik. Þetta var svekkjandi en við þurfum bara að læra af þeim mistökum sem við gerðum hér í kvöld og halda áfram," sagði Ólafur Þórðarson.Gunnar Már: Ég átti að skora tvö mörk"Það var stórkostlegt að fá þessi þrjú stig í dag. Við hefðum leikandi getað unnið stærra en 3-0 er 3-0," sagði kampakátur Gunnar Már Guðmundsson, miðjumaður Fjölnis, sem skoraði eitt mark í öruggum sigri liðsins í dag. "Við komum inn í þetta til að fá ekki á okkur mörk. Fyrst og fremst vildum við vinna okkur hægt inn í leikinn því við vissum að við myndum fá færin." "Síðan byrjar seinni hálfleikurinn á þessu rauða spjaldi og þá opnast leikurinn talsvert. Mér fannst þetta öruggt allan tímann eftir rauða spjaldið. Ég átti samt að skora allavega tvö mörk. Það er skammarlegt að klára þetta ekki," sagði Gunnar Már sem var að spila endurkomuleik í kvöld en hann yfirgaf uppeldisfélagið þegar það féll haustið 2009. Mætingin var mjög góð í Grafarvoginum í kvöld en Fjölnismönnum hefur gengið erfiðlega að fá fólk á völlinn í 1. deildinni undanfarin sumur. Í kvöld voru tæplega 1.000 manns á vellinum og mikið stuð í stuðningsmönnum heimamanna. "Ég trekki svona að," sagði Gunnar Már og uppskar mikil hlátrasköll. "Nei, nei. Það verður stemning hérna í Grafarvoginum í sumar og vonandi að fleiri mæti þegar þeir sjá að við erum með ágætis lið. Við sýnum sjálfum okkur í dag að við getum fengið þrjú stig og við ætlum að gera heimavöllinn að vígi." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Fjölnir er á toppi Pepsi-deildar karla í fótbolta eftir 3-0 sigur á Víkingi í nýliðaslagnum í Grafarvoginum í kvöld. Virkilega sterkur sigur hjá Fjölnismönnum sem voru betri aðilinn í kvöld og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk. Fyrsta markið skoraði Ragnar Leósson á 15. mínútu. Ekkert hafði gerst í leiknum fram að markinu en miðvörðurinn hávaxni, HaukurLárusson, gaf boltann langt fram völlinn á Ragnar sem hafði betur í baráttunni við bakvörðinn ÓmarFriðriksson og renndi boltanum framhjá IngvariKale í markinu. Gestirnir svöruðu ágætlega og áttu nokkrar álitlegar sóknir en sóknarleikur gestanna var nokkuð fyrirsjáanlegur og einhæfur. Víkingar reyndu mikið af sendingum yfir varnarlínu Fjölnis sem kantmaðurinn Agnar Darri Sverrisson og DofriSnorrason áttu að elta en allt kom fyrir ekki. Fjölnismenn tvöfölduðu svo forskotið á fyrstu mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Eins og þegar fyrra markið var skorað var lítið sem ekkert að gerast í leiknum. Eftir fína sókn heimamanna gaf Árni Kristinn Gunnarsson fyrir markið og Gunnar Már Guðmundsson, herra Fjölnir, skoraði í endurkomuleiknum í Grafarvoginn með fallegum skalla. Ef það var ekki alveg nógu vont fyrir Víkinga að vera tveimur mörkum undir gegn sterku varnarliði Fjölnis þá fóru hlutirnir úr öskunni í eldinn þegar Alan Lowing straujaði ChristopherTsonis, framherja Fjölnis, aftan frá á fyrstu sekúndum seinni hálfleik. Beint rautt spjald og gestirnir manni færri. Gunnar Már brenndi af vítinu og öðru dauðafæri undir lok leiksins en herra Fjölnir var virkilega góður í kvöld og ljóst að hann mun styrkja liðið eins og allir vita. Hann átti samt að skora fleiri mörk í kvöld. Manni færri gerði ÓlafurÞórðarson sóknarskiptingu enda liðið tveimur mörkum undir. Víkingar voru eiginlega betri tíu inni á vellinum heldur en ellefu en það var helst miðjumaðurinn KristinnJóhannesMagnússon sem ógnaði marki Fjölnis með langskotum.Júlíus Orri Óskarsson kom inn á sem varamaður fyrir Fjölni og afgreiddi leikinn endanlega með fallegu marki eftir snyrtilega skyndisókn heimamanna. Skot í nærstöngina og inn eftir að leika á Igor Taskovic. Fallega gert hjá varamanninum og lokatölur, 3-0. Fjölnismenn ætla halda áfram að byggja á sterkum varnarleik sínum frá því í 1. deildinni í fyrra en það þarf eitthvað meira en langa bolta og tilviljanakenndan sóknarleik til að komast framhjá miðvörðunum Hauki Lárussyni og BergsveiniPálssyni. Þeir áttu báðir góðan leik í kvöld, þá sérstaklega Haukur sem át allt í loftinu. Í heildina var ekkert mikið að gerast í sóknarleik heimamanna en þeir eru með skemmtilega spilara eins og Ragnar Leósson og Guðmund Karl Guðmundsson sem geta búið til eitthvað úr engu. Framherjinn Christopher Tsonis heillaði líka marga í kvöld. Hann var sterkur í framlínunni, hélt boltanum vel og lét miðverði gestanna vinna fyrir kaupinu. Víkingar þurfa að hugsa sinn gang fyrir næsta leik. Þeim er boðið upp á flotta leikjaáætlun í byrjun móts til að hirða einhver stig og koma sér af stað í deildinni en þau verða ekki mörg með svona frammistöðu. Liðinu sárvantaði hugmyndaauðgi og gæði í framlínuna og munaði þar mikið um meiðsli Arons Elís Þrándarsonar sem var ekki með. Þá var varnarleikurinn ekki upp á marga fiska. Einstaklingssmistök fóru með liðið, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fjölnir heimsækir Þór í næstu umferð en Víkingar mæta Frömurum á gervigrasinu í Laugardal.Ólafur Þórðarson: Einstaklingsfeilar sem fella okkur "Mér fannst þessi leikur í fyrri hálfleik vera í ágætis jafnvægi en svo eru tveir einstaklingsfeilar sem kosta okkur tvö mörk," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, eftir tapið í Grafarvoginum í kvöld. "Það var það sem skildi að í hálfleik. Við ákváðum að gera breytingu á liðinu í hálfleik en eftir eina mínútu í seinni hálfleik var búið að slátra því sem við ætluðum okkur," sagði Ólafur um rauða spjaldið sem Alan Lowing fékk eftir nokkrar sekúndur í seinni hálfleik. Í heildina var lítið að gerast í fyrri hálfleik fyrir utan mörkin tvö sem heimamenn skoruðu. "Bæði liðin voru smeyk við að spila fótbolta eins og oft er í fyrstu umferðunum en við gerumst bara sekir um of alvarlega feila sem fella okkur í dag," sagði Ólafur en hafði það eitthvað að segja hvað fótboltann varðar að spila á grasi í dag? "Það eru viðbrigði í sjálfu sér að koma inn á grasið. Við tókum 30 mínútuna æfingu í gær á 30x30 grasvelli til að fá smá tilfinningu fyrir grasinu en það er ekki það sem fellir okkur hér í dag." "Seinni hálfleikurinn byrjaði ekkert hjá okkur fyrr en við vorum orðnir tíu. En mér fannst samt þegar við vorum orðnir tíu við vera spila betri bolta en í fyrri hálfleik. Þetta var svekkjandi en við þurfum bara að læra af þeim mistökum sem við gerðum hér í kvöld og halda áfram," sagði Ólafur Þórðarson.Gunnar Már: Ég átti að skora tvö mörk"Það var stórkostlegt að fá þessi þrjú stig í dag. Við hefðum leikandi getað unnið stærra en 3-0 er 3-0," sagði kampakátur Gunnar Már Guðmundsson, miðjumaður Fjölnis, sem skoraði eitt mark í öruggum sigri liðsins í dag. "Við komum inn í þetta til að fá ekki á okkur mörk. Fyrst og fremst vildum við vinna okkur hægt inn í leikinn því við vissum að við myndum fá færin." "Síðan byrjar seinni hálfleikurinn á þessu rauða spjaldi og þá opnast leikurinn talsvert. Mér fannst þetta öruggt allan tímann eftir rauða spjaldið. Ég átti samt að skora allavega tvö mörk. Það er skammarlegt að klára þetta ekki," sagði Gunnar Már sem var að spila endurkomuleik í kvöld en hann yfirgaf uppeldisfélagið þegar það féll haustið 2009. Mætingin var mjög góð í Grafarvoginum í kvöld en Fjölnismönnum hefur gengið erfiðlega að fá fólk á völlinn í 1. deildinni undanfarin sumur. Í kvöld voru tæplega 1.000 manns á vellinum og mikið stuð í stuðningsmönnum heimamanna. "Ég trekki svona að," sagði Gunnar Már og uppskar mikil hlátrasköll. "Nei, nei. Það verður stemning hérna í Grafarvoginum í sumar og vonandi að fleiri mæti þegar þeir sjá að við erum með ágætis lið. Við sýnum sjálfum okkur í dag að við getum fengið þrjú stig og við ætlum að gera heimavöllinn að vígi."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira