Stóns með tvenna tónleika á Íslandi 19. maí 2014 23:45 Stóns kunna svo sannarlega að bregða sér í líki Rolling Stones. Mynd/einkasafn „Við vildum gera eitthvað stórt og mikið og nú er allt að gerast,“ segir Björn Stefánsson Jagger, söngvari hljómsveitarinnar Stóns sem leikur lög til heiðurs Rolling Stones. Fyrirhugaðir eru tvennir stórir tónleikar, annars vegar þann 4. október í Háskólabíói og þann 10. október í Hofi á Akureyri. „Þetta hefur alltaf verið að stækka hjá okkur með hverju árinu. Fyrsta giggið okkar var á Players árið 2009 en nú er það Háskólabíó og Hof,“ bætir Bjössi við. Hljómsveitina Stóns skipa ásamt Bjössa þeir, Bjarni Magnús Sigurðarsson gítarleikari, Birgir Ísleifur Gunnarsson píanóleikari, Karl Daði Lúðvíksson bassaleikari og Frosti Runólfsson trommuleikari, en þeir eru allir vel kunnir tónlistarbransanum. Bjössi er líklega best þekktastur fyrir að vera trommuleikari hljómsveitarinnar Mínus. Hvort er skemmtilegra að sitja á bak við settið eða vera fremst á sviðinu? „Þetta er ólíkt en bæði ótrúlega skemmtilegt. Ég hafði ekki mikið sungið áður en Stóns var stofnuð, nema bara í sturtu og svona. Andrea Jónsdóttir plötusnúður kenndi mér svo að halda rétt á míkrafóni fyrir fyrsta giggið okkar,“ útskýrir Bjössi. Stóns varð upphaflega til sem einhvers konar grín í partýi. „Ég og Bjarni vorum oftast fíflast í partýjum á árum áður, ég var sagður vera svo líkur Mick Jagger og ákváðum við bara að kýla á alvöru hljómsveit.“ Stóns ætla sér að leika öll helstu lög Rolling Stones og lofa frábærum tónleikum. „Ég lofa geggjuðum tónleikum.“ Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is. Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við vildum gera eitthvað stórt og mikið og nú er allt að gerast,“ segir Björn Stefánsson Jagger, söngvari hljómsveitarinnar Stóns sem leikur lög til heiðurs Rolling Stones. Fyrirhugaðir eru tvennir stórir tónleikar, annars vegar þann 4. október í Háskólabíói og þann 10. október í Hofi á Akureyri. „Þetta hefur alltaf verið að stækka hjá okkur með hverju árinu. Fyrsta giggið okkar var á Players árið 2009 en nú er það Háskólabíó og Hof,“ bætir Bjössi við. Hljómsveitina Stóns skipa ásamt Bjössa þeir, Bjarni Magnús Sigurðarsson gítarleikari, Birgir Ísleifur Gunnarsson píanóleikari, Karl Daði Lúðvíksson bassaleikari og Frosti Runólfsson trommuleikari, en þeir eru allir vel kunnir tónlistarbransanum. Bjössi er líklega best þekktastur fyrir að vera trommuleikari hljómsveitarinnar Mínus. Hvort er skemmtilegra að sitja á bak við settið eða vera fremst á sviðinu? „Þetta er ólíkt en bæði ótrúlega skemmtilegt. Ég hafði ekki mikið sungið áður en Stóns var stofnuð, nema bara í sturtu og svona. Andrea Jónsdóttir plötusnúður kenndi mér svo að halda rétt á míkrafóni fyrir fyrsta giggið okkar,“ útskýrir Bjössi. Stóns varð upphaflega til sem einhvers konar grín í partýi. „Ég og Bjarni vorum oftast fíflast í partýjum á árum áður, ég var sagður vera svo líkur Mick Jagger og ákváðum við bara að kýla á alvöru hljómsveit.“ Stóns ætla sér að leika öll helstu lög Rolling Stones og lofa frábærum tónleikum. „Ég lofa geggjuðum tónleikum.“ Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is.
Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira