„Ráðherrann hefur ávítað okkur sem höfum spurst fyrir um þetta mál“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2014 10:30 "Nú hefur rannsókn staðið yfir hátt í fjóra mánuði. Er óeðlilegt að velta fyrir sér hvenær þessari rannsókn muni ljúka?“ vísir/gva Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum um framferði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lekamálinu svokallaða í pistli sem hún birti á vefsíðunni Herðubreið. Valgerður segir svör innanríkisráðherra skrítin og síðbúin og undrar sig á því hvers vegna Hanna Birna neitar að tjá sig um málið. Þá sakar hún hana um að draga málið á langinn svo hún þurfi ekki að sitja fyrir svörum fyrr en þingið hefst aftur í haust. „Ráðherrann hefur ávítað okkur sem höfum spurst fyrir um þetta mál um að sækja að embættismönnum. Það höfum við ekki gert, enda ber ráðherrann ábyrgð á starfsemi ráðuneytisins. Nú bendir ráðherrann hins vegar á embættismenn, það er sannarlega eftirtektarvert ef það er rétt orð yfir gjörninginn,“ segir Valgerður. Valgerður og Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sendu Hönnu Birnu sameiginlega fyrirspurn tengdri lekamálinu og barst þeim svar frá henni síðastliðinn föstudag. „Ég fékk tilkynningu kl 20:50 um að svarinu hefði verið útbýtt og svo var þinginu slitið kl 22:24. – Það gefst því tækifæri til að spyrja ráðherrann nánar um svarið þegar þingið kemur saman í september,“ segir Valgerður sem segir svör Hönnu Birnu skrítin og seinbúin. „Í svarinu kemur fram að ekki er til formlegt minnisblað í ráðuneytinu en það er til samantekt. Ég hélt nú reyndar að minnisblöð væru ekki formleg, heldur einmitt minnisblöð sem í eðli sínu eru varla formleg í stjórnsýslunni.“ Valgerður gagnrýnir Hönnu Birnu fyrir að upplýsa ekki almenning um það hver hafi stjórnað rannsókn ráðuneytisins eða hvað hafi verið til skoðunar. „Að lokum segir í svarinu að ráðherrann eða aðrir geti ekki tjáð sig um málið á meðan rannsókn stendur yfir. Reyndar er ekkert sem bannar einum né neinum að segja eitthvað efnislega um málið, og reyndar er forvitnilegt hvers vegna ráðherrann kýs að gera það ekki.“ „Þetta er vissulega alvarlegt mál, en ekki mjög viðamikið – eða hvað? Nú hefur rannsókn staðið yfir hátt í fjóra mánuði. Er óeðlilegt að velta fyrir sér hvenær þessari rannsókn muni ljúka?“ segir Valgerður, en sagt var á vef innanríkisráðuneytis í byrjun febrúar að öll gögn er varða málið hafi verið afhent ríkissaksóknara. Lekamálið Tengdar fréttir Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti. 5. maí 2014 15:43 Einkamál útlendinga birt án skýrra heimilda Innanríkisráðuneytið hefur hafið birtingu á úrskurðum sínum um málefni útlendinga. Ekki er skýr lagaheimild fyrir birtingunni og viðkvæmar persónuupplýsingar birtast þrátt fyrir að nafnleyndar sé gætt. Persónuvernd vill að vandað sé til verka. 31. mars 2014 13:06 Máli Tony Omos enn frestað Eftir stutta fyrirtöku var máli hans frestað til 7.apríl næstkomandi. Taldi lögmaður hans að nauðsynlegt væri að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókn lögreglu til frekari gagnaöflunar. 4. mars 2014 15:01 Hafa breytt vinnureglum til að tryggja öryggi gagna Innanríkisráðuneytið hefur sent frá yfirlýsingu varðandi lekamálið en grunur er um hvort ráðuneytið hafi lekið persónuupplýsingum um hælisleitanda til fjölmiðla. 5. maí 2014 12:00 Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér. 6. maí 2014 14:21 Minnisblaðið vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna í nóvember 2013. 2. maí 2014 18:26 Mörður afhenti lögreglu minnisblaðið Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, var boðaður til skýrslutöku vegna lekamálsins í morgun. 20. febrúar 2014 11:19 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum um framferði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lekamálinu svokallaða í pistli sem hún birti á vefsíðunni Herðubreið. Valgerður segir svör innanríkisráðherra skrítin og síðbúin og undrar sig á því hvers vegna Hanna Birna neitar að tjá sig um málið. Þá sakar hún hana um að draga málið á langinn svo hún þurfi ekki að sitja fyrir svörum fyrr en þingið hefst aftur í haust. „Ráðherrann hefur ávítað okkur sem höfum spurst fyrir um þetta mál um að sækja að embættismönnum. Það höfum við ekki gert, enda ber ráðherrann ábyrgð á starfsemi ráðuneytisins. Nú bendir ráðherrann hins vegar á embættismenn, það er sannarlega eftirtektarvert ef það er rétt orð yfir gjörninginn,“ segir Valgerður. Valgerður og Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sendu Hönnu Birnu sameiginlega fyrirspurn tengdri lekamálinu og barst þeim svar frá henni síðastliðinn föstudag. „Ég fékk tilkynningu kl 20:50 um að svarinu hefði verið útbýtt og svo var þinginu slitið kl 22:24. – Það gefst því tækifæri til að spyrja ráðherrann nánar um svarið þegar þingið kemur saman í september,“ segir Valgerður sem segir svör Hönnu Birnu skrítin og seinbúin. „Í svarinu kemur fram að ekki er til formlegt minnisblað í ráðuneytinu en það er til samantekt. Ég hélt nú reyndar að minnisblöð væru ekki formleg, heldur einmitt minnisblöð sem í eðli sínu eru varla formleg í stjórnsýslunni.“ Valgerður gagnrýnir Hönnu Birnu fyrir að upplýsa ekki almenning um það hver hafi stjórnað rannsókn ráðuneytisins eða hvað hafi verið til skoðunar. „Að lokum segir í svarinu að ráðherrann eða aðrir geti ekki tjáð sig um málið á meðan rannsókn stendur yfir. Reyndar er ekkert sem bannar einum né neinum að segja eitthvað efnislega um málið, og reyndar er forvitnilegt hvers vegna ráðherrann kýs að gera það ekki.“ „Þetta er vissulega alvarlegt mál, en ekki mjög viðamikið – eða hvað? Nú hefur rannsókn staðið yfir hátt í fjóra mánuði. Er óeðlilegt að velta fyrir sér hvenær þessari rannsókn muni ljúka?“ segir Valgerður, en sagt var á vef innanríkisráðuneytis í byrjun febrúar að öll gögn er varða málið hafi verið afhent ríkissaksóknara.
Lekamálið Tengdar fréttir Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti. 5. maí 2014 15:43 Einkamál útlendinga birt án skýrra heimilda Innanríkisráðuneytið hefur hafið birtingu á úrskurðum sínum um málefni útlendinga. Ekki er skýr lagaheimild fyrir birtingunni og viðkvæmar persónuupplýsingar birtast þrátt fyrir að nafnleyndar sé gætt. Persónuvernd vill að vandað sé til verka. 31. mars 2014 13:06 Máli Tony Omos enn frestað Eftir stutta fyrirtöku var máli hans frestað til 7.apríl næstkomandi. Taldi lögmaður hans að nauðsynlegt væri að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókn lögreglu til frekari gagnaöflunar. 4. mars 2014 15:01 Hafa breytt vinnureglum til að tryggja öryggi gagna Innanríkisráðuneytið hefur sent frá yfirlýsingu varðandi lekamálið en grunur er um hvort ráðuneytið hafi lekið persónuupplýsingum um hælisleitanda til fjölmiðla. 5. maí 2014 12:00 Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér. 6. maí 2014 14:21 Minnisblaðið vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna í nóvember 2013. 2. maí 2014 18:26 Mörður afhenti lögreglu minnisblaðið Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, var boðaður til skýrslutöku vegna lekamálsins í morgun. 20. febrúar 2014 11:19 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti. 5. maí 2014 15:43
Einkamál útlendinga birt án skýrra heimilda Innanríkisráðuneytið hefur hafið birtingu á úrskurðum sínum um málefni útlendinga. Ekki er skýr lagaheimild fyrir birtingunni og viðkvæmar persónuupplýsingar birtast þrátt fyrir að nafnleyndar sé gætt. Persónuvernd vill að vandað sé til verka. 31. mars 2014 13:06
Máli Tony Omos enn frestað Eftir stutta fyrirtöku var máli hans frestað til 7.apríl næstkomandi. Taldi lögmaður hans að nauðsynlegt væri að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókn lögreglu til frekari gagnaöflunar. 4. mars 2014 15:01
Hafa breytt vinnureglum til að tryggja öryggi gagna Innanríkisráðuneytið hefur sent frá yfirlýsingu varðandi lekamálið en grunur er um hvort ráðuneytið hafi lekið persónuupplýsingum um hælisleitanda til fjölmiðla. 5. maí 2014 12:00
Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér. 6. maí 2014 14:21
Minnisblaðið vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna í nóvember 2013. 2. maí 2014 18:26
Mörður afhenti lögreglu minnisblaðið Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, var boðaður til skýrslutöku vegna lekamálsins í morgun. 20. febrúar 2014 11:19