Viðskipti innlent

Tilnefningar Íslands til Nordic Startup Awards tilkynntar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aðstandendur Blendin hlutu verðlaun í tveimur flokkum
Aðstandendur Blendin hlutu verðlaun í tveimur flokkum Visir/Daniel
Í gær voru tilkynntir sigurvegar í íslensku forkosningunum til Nordic Startup Awards í ár.

Undanfarna daga hafa staðið yfir kosningar á netinu þar sem kosið er milli framúrskarandi aðila í nýsköpun á Norðurlöndunum og munu þeir sem hluskarpastir verða í hverju landi fyrir sig keppa til úrslita um Norrænu nýsköpunarverðlaunin.

Úrslitakvöld Nordic Startup Awards fer fram á fimmtudaginn næstkomandi í Osló.

Alls var kosið í sex flokkum: verðlaunin fyrir besta íslenska nýliðann féllu í skaut aðstandenda Blendin smáforritsins, besti þjónustuaðilinn var Klak Innovit og Bala Kamallakharan hlaut verðlaun sem sá blaðamaður sem best hefur fjallað um íslenska nýsköpun.

Kristján Ingi Mikaleson hjá Blendin fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi forritun, stofnandi ársins var Þorsteinn Friðriksson hjá Plain Vanilla og fjárfestar ársins voru þau hjá NSA Ventures.

Hér að neðan má sjá sigurvegarana í hverjum flokki og aðra sem tilnefndir voru.

Best newcomer

Blendin

Ævi

Solid Clouds

Radiant Games

Gracipe

Best service provider

Íslenski Sjávarklasinn

Klak Innovit 

Startup Reykjavik

Startup Energy Reykjavík

Best Startup Journalist

Magnús Halldórson

Haukur Guðjónsson

Bala Kamallakharan

Þorsteinn Kristófer Ásgrímsson

Developer Hero

Kristján Ingi Mikaelson

Founder of the Year

Rakel Sölvadóttir

Thor Fridriksson

Gunnar Hólmsteinn

Georg Lúðvíksson

Investor of the Year

Startup Reykjavík

Arion Banki

Eyrir Invest

Startup Energy Reykjavik

NSA Ventures

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Nordic Startup Awards






Fleiri fréttir

Sjá meira


×