Hækkun sjávarborðs minna vegna Grænlandsjökuls Svavar Hávarðsson skrifar 19. maí 2014 07:15 Landris við Höfn í Hornafirði er gríðarlegt vegna bráðnunar Vatnajökuls. Fréttablaðið/Vilhelm Rannsóknir benda til að hækkun sjávarborðs við Ísland vegna hlýnunar jarðar verði með allt öðrum hætti en víða annars staðar. Ástæðan er bráðnun jökla hér á landi og ekki síður bráðnun Grænlandsjökuls. Súrnun sjávar fyrir norðan Ísland er miklum mun meiri en víðast hvar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í sjöttu landsskýrslu Íslands um loftslagsmál sem komin er út samkvæmt kröfu í Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er ítarleg umfjöllun meðal annars um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, rannsóknir, aðgerðir og áætlanir landsins í loftslagsmálum. „Þetta er alltaf að verða skýrara hvað okkur varðar í samhengi við loftslagsbreytingar,“ segir Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands, sem var á meðal þeirra sem lögðu fram efni við gerð skýrslunnar. Landris vegna bráðnunar minna fargs bráðnandi jökulþekju er hvað markverðast að hans mati, og mun setja mark sitt á hækkun sjávarborðs hér við land á næstu áratugum. Nefnir hann að Höfn í Hornafirði stendur til dæmis 15 sentimetrum hærra en bærinn gerði árið 1997. „Þar er landrisið sentimetri á ári, sem er ótrúleg tala. Tölur í sjávaryfirborðshækkun sem eru nefndar eru tíu til tuttugu millimetrar á ári, sem þykir gríðarmikið. Tölurnar frá Höfn yrði farið með sem skekkju í mælingum ef gögn væru ekki eins góð og raun ber vitni,“ segir Halldór. Fleira kemur til. „Við höfum séð það betur og betur undanfarin ár að nálægð okkar við Grænland mun að einhverju leyti hlífa okkur við hækkun sjávarborðs. Ef meðalhækkun verður 70 sentimetrar til einn metri, þá má gera ráð fyrir að hér verði það aðeins helmingur af því.“ Þessu veldur að við bráðnun Grænlandsjökuls breytir hann þyngdarsviðinu í kringum sig á þann hátt að sjávarborð fellur. „Fjöll toga til sín massa og Grænland er eiginlega fjall úr ís. Þegar ísfjallið hverfur þá hættir það að toga til sín massa sem þýðir að vatnið frá Grænlandi safnast saman fjær upptökum og sjávarborð næst Grænlandi mun falla. Þetta mun hafa áhrif hér,“ segir Halldór. Annað sem stingur í augun er súrnun sjávar, en fram kemur í skýrslunni að norðan við landið, við 68 breiddargráðu, mælist súrnun sjávar miklu meiri en á suðlægari breiddargráðum. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Rannsóknir benda til að hækkun sjávarborðs við Ísland vegna hlýnunar jarðar verði með allt öðrum hætti en víða annars staðar. Ástæðan er bráðnun jökla hér á landi og ekki síður bráðnun Grænlandsjökuls. Súrnun sjávar fyrir norðan Ísland er miklum mun meiri en víðast hvar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í sjöttu landsskýrslu Íslands um loftslagsmál sem komin er út samkvæmt kröfu í Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er ítarleg umfjöllun meðal annars um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, rannsóknir, aðgerðir og áætlanir landsins í loftslagsmálum. „Þetta er alltaf að verða skýrara hvað okkur varðar í samhengi við loftslagsbreytingar,“ segir Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands, sem var á meðal þeirra sem lögðu fram efni við gerð skýrslunnar. Landris vegna bráðnunar minna fargs bráðnandi jökulþekju er hvað markverðast að hans mati, og mun setja mark sitt á hækkun sjávarborðs hér við land á næstu áratugum. Nefnir hann að Höfn í Hornafirði stendur til dæmis 15 sentimetrum hærra en bærinn gerði árið 1997. „Þar er landrisið sentimetri á ári, sem er ótrúleg tala. Tölur í sjávaryfirborðshækkun sem eru nefndar eru tíu til tuttugu millimetrar á ári, sem þykir gríðarmikið. Tölurnar frá Höfn yrði farið með sem skekkju í mælingum ef gögn væru ekki eins góð og raun ber vitni,“ segir Halldór. Fleira kemur til. „Við höfum séð það betur og betur undanfarin ár að nálægð okkar við Grænland mun að einhverju leyti hlífa okkur við hækkun sjávarborðs. Ef meðalhækkun verður 70 sentimetrar til einn metri, þá má gera ráð fyrir að hér verði það aðeins helmingur af því.“ Þessu veldur að við bráðnun Grænlandsjökuls breytir hann þyngdarsviðinu í kringum sig á þann hátt að sjávarborð fellur. „Fjöll toga til sín massa og Grænland er eiginlega fjall úr ís. Þegar ísfjallið hverfur þá hættir það að toga til sín massa sem þýðir að vatnið frá Grænlandi safnast saman fjær upptökum og sjávarborð næst Grænlandi mun falla. Þetta mun hafa áhrif hér,“ segir Halldór. Annað sem stingur í augun er súrnun sjávar, en fram kemur í skýrslunni að norðan við landið, við 68 breiddargráðu, mælist súrnun sjávar miklu meiri en á suðlægari breiddargráðum.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira