Hækkun sjávarborðs minna vegna Grænlandsjökuls Svavar Hávarðsson skrifar 19. maí 2014 07:15 Landris við Höfn í Hornafirði er gríðarlegt vegna bráðnunar Vatnajökuls. Fréttablaðið/Vilhelm Rannsóknir benda til að hækkun sjávarborðs við Ísland vegna hlýnunar jarðar verði með allt öðrum hætti en víða annars staðar. Ástæðan er bráðnun jökla hér á landi og ekki síður bráðnun Grænlandsjökuls. Súrnun sjávar fyrir norðan Ísland er miklum mun meiri en víðast hvar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í sjöttu landsskýrslu Íslands um loftslagsmál sem komin er út samkvæmt kröfu í Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er ítarleg umfjöllun meðal annars um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, rannsóknir, aðgerðir og áætlanir landsins í loftslagsmálum. „Þetta er alltaf að verða skýrara hvað okkur varðar í samhengi við loftslagsbreytingar,“ segir Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands, sem var á meðal þeirra sem lögðu fram efni við gerð skýrslunnar. Landris vegna bráðnunar minna fargs bráðnandi jökulþekju er hvað markverðast að hans mati, og mun setja mark sitt á hækkun sjávarborðs hér við land á næstu áratugum. Nefnir hann að Höfn í Hornafirði stendur til dæmis 15 sentimetrum hærra en bærinn gerði árið 1997. „Þar er landrisið sentimetri á ári, sem er ótrúleg tala. Tölur í sjávaryfirborðshækkun sem eru nefndar eru tíu til tuttugu millimetrar á ári, sem þykir gríðarmikið. Tölurnar frá Höfn yrði farið með sem skekkju í mælingum ef gögn væru ekki eins góð og raun ber vitni,“ segir Halldór. Fleira kemur til. „Við höfum séð það betur og betur undanfarin ár að nálægð okkar við Grænland mun að einhverju leyti hlífa okkur við hækkun sjávarborðs. Ef meðalhækkun verður 70 sentimetrar til einn metri, þá má gera ráð fyrir að hér verði það aðeins helmingur af því.“ Þessu veldur að við bráðnun Grænlandsjökuls breytir hann þyngdarsviðinu í kringum sig á þann hátt að sjávarborð fellur. „Fjöll toga til sín massa og Grænland er eiginlega fjall úr ís. Þegar ísfjallið hverfur þá hættir það að toga til sín massa sem þýðir að vatnið frá Grænlandi safnast saman fjær upptökum og sjávarborð næst Grænlandi mun falla. Þetta mun hafa áhrif hér,“ segir Halldór. Annað sem stingur í augun er súrnun sjávar, en fram kemur í skýrslunni að norðan við landið, við 68 breiddargráðu, mælist súrnun sjávar miklu meiri en á suðlægari breiddargráðum. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rannsóknir benda til að hækkun sjávarborðs við Ísland vegna hlýnunar jarðar verði með allt öðrum hætti en víða annars staðar. Ástæðan er bráðnun jökla hér á landi og ekki síður bráðnun Grænlandsjökuls. Súrnun sjávar fyrir norðan Ísland er miklum mun meiri en víðast hvar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í sjöttu landsskýrslu Íslands um loftslagsmál sem komin er út samkvæmt kröfu í Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er ítarleg umfjöllun meðal annars um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, rannsóknir, aðgerðir og áætlanir landsins í loftslagsmálum. „Þetta er alltaf að verða skýrara hvað okkur varðar í samhengi við loftslagsbreytingar,“ segir Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna á Veðurstofu Íslands, sem var á meðal þeirra sem lögðu fram efni við gerð skýrslunnar. Landris vegna bráðnunar minna fargs bráðnandi jökulþekju er hvað markverðast að hans mati, og mun setja mark sitt á hækkun sjávarborðs hér við land á næstu áratugum. Nefnir hann að Höfn í Hornafirði stendur til dæmis 15 sentimetrum hærra en bærinn gerði árið 1997. „Þar er landrisið sentimetri á ári, sem er ótrúleg tala. Tölur í sjávaryfirborðshækkun sem eru nefndar eru tíu til tuttugu millimetrar á ári, sem þykir gríðarmikið. Tölurnar frá Höfn yrði farið með sem skekkju í mælingum ef gögn væru ekki eins góð og raun ber vitni,“ segir Halldór. Fleira kemur til. „Við höfum séð það betur og betur undanfarin ár að nálægð okkar við Grænland mun að einhverju leyti hlífa okkur við hækkun sjávarborðs. Ef meðalhækkun verður 70 sentimetrar til einn metri, þá má gera ráð fyrir að hér verði það aðeins helmingur af því.“ Þessu veldur að við bráðnun Grænlandsjökuls breytir hann þyngdarsviðinu í kringum sig á þann hátt að sjávarborð fellur. „Fjöll toga til sín massa og Grænland er eiginlega fjall úr ís. Þegar ísfjallið hverfur þá hættir það að toga til sín massa sem þýðir að vatnið frá Grænlandi safnast saman fjær upptökum og sjávarborð næst Grænlandi mun falla. Þetta mun hafa áhrif hér,“ segir Halldór. Annað sem stingur í augun er súrnun sjávar, en fram kemur í skýrslunni að norðan við landið, við 68 breiddargráðu, mælist súrnun sjávar miklu meiri en á suðlægari breiddargráðum.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira