Brendon Todd sigraði Byron Nelson meistaramótið 18. maí 2014 22:04 Todd fagnar góðum fugli á lokahringnum í kvöld. AP/Getty Bandaríski kylfingurinn Brendon Todd sigraði á Byron Nelson meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en sigurinn er hans fyrsti á PGA-mótaröðinni. Todd deildi forystunni fyrir lokahringinn á Las Colinas vellinum með Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen og voru þeir á tíu höggum undir pari. Todd gaf þó heldur betur í á lokahringnum og lék á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari en hann sigraði mótið að lokum með tveggja högga mun. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 140 milljónir í verðlaunafé ásamt því að hann hefur tryggt sér tveggja ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni. Oosthuizen fann sig ekki á lokahringnum og lék á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari, hann endaði jafn í 11. sæti á sex undir pari. Kanadamaðurinn Mike Weir hirti annað sætið í mótinu eftir að hafa endað á samtals 12 höggum undir pari en þessi fyrrum sigurvegari á Masters hefur átt mjög slæmu gengi að fagna á undanförum árum. Hefur hann meðal annars glímt við meiðsli á olnboga og þurft að fara í tvær aðgerðir vegna þeirra. Hann hafði fyrir mótið um helgina aðeins komist í gegn um niðurskurðinn á þremur mótum af fjórtán á PGA-mótaröðinni á þessu ári en það væri mikið fagnaðarefni ef þessi skemmtilegi kylfingur, sem unnið hefur 15 atvinnumannamót á ferlinum væri að finna sitt gamla form á ný. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Brendon Todd sigraði á Byron Nelson meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en sigurinn er hans fyrsti á PGA-mótaröðinni. Todd deildi forystunni fyrir lokahringinn á Las Colinas vellinum með Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen og voru þeir á tíu höggum undir pari. Todd gaf þó heldur betur í á lokahringnum og lék á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari en hann sigraði mótið að lokum með tveggja högga mun. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 140 milljónir í verðlaunafé ásamt því að hann hefur tryggt sér tveggja ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni. Oosthuizen fann sig ekki á lokahringnum og lék á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari, hann endaði jafn í 11. sæti á sex undir pari. Kanadamaðurinn Mike Weir hirti annað sætið í mótinu eftir að hafa endað á samtals 12 höggum undir pari en þessi fyrrum sigurvegari á Masters hefur átt mjög slæmu gengi að fagna á undanförum árum. Hefur hann meðal annars glímt við meiðsli á olnboga og þurft að fara í tvær aðgerðir vegna þeirra. Hann hafði fyrir mótið um helgina aðeins komist í gegn um niðurskurðinn á þremur mótum af fjórtán á PGA-mótaröðinni á þessu ári en það væri mikið fagnaðarefni ef þessi skemmtilegi kylfingur, sem unnið hefur 15 atvinnumannamót á ferlinum væri að finna sitt gamla form á ný.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira