

Spænski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt áhugaverður. Liðsfélagar glímdu og bílarnir rásuðu mikið um brautina. Mercedes mennirnir skiluðu fullu húsi stiga. Lewis Hamilton vann og Nico Rosberg varð annar.
Eftir spennandi keppni hafði Lewis Hamilton betur gegn liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg sem reyndi hvað hann gat en allt kom fyrir ekki. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.
Fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton eigi bara eftir að bæta við forskotið í heimsmeistarakeppni ökuþóra.
Nico Rosberg, ökumaður Formúlu 1 liðs Mercedes segir að það þurfi að endurhugsa tilraunir til að auka hávaða. Mercedes reyndi í dag að setja púströr á bílinn sem lítur út eins lúður.
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn fór fram á Barcelona brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.