"Ég mun snúa aftur til Húsavíkur“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. maí 2014 19:10 VÍSIR/VILHELM „Ég mun snúa aftur til Húsavíkur“ segir einn af síðustu starfsmönnum Vísis í Norðurþingi. Um sjötíu starfsmenn munu á næstu vikum flytja til Grindarvíkur til að vinna í nýjum starfsstöðum útgerðarfélagsins. Vísir hf hefur ákveðið að loka vinnslustöðvum sínum á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík. Í raun er lítið eftir af starfsemi Vísis á Húsavík. Fáir voru á ferli á skrifstofum Vísis á Húsavík þegar fréttastofu bar þar að garði. Hin pólska Irene tók loks á móti okkur. Irene er ein af fjölmörgum starfsmönnum Vísis á Húsavík sem ákveðið hafa að flytjast með fyrirtæki sínu til Grindavíkur. Irene baðst undan viðtali en sagði okkur þó að sú ákvörðun Vísis að hætta starfsemi í Norðurþingi hefði verið mikið áfall. Og þetta er einnig áfall fyrir atvinnulífið og í raun allt samfélag Norður-Þingeyinga. Um hundrað og fimmtíu manns hefur verið sagt upp, þar af sjötíu á Húsavík þar sem flestir hafa ákveðið að flytja til Grindavíkur. Norðurþing hefur formlega óskað eftir því að fá endurkeyptar eignir Vísis á Húsavik. Jafnframt er óskað eftir viðræðum um kaup á allt að sjö hundruð þorskígildistonnum af aflaheimildum Vísis hf. Irene, sem búið hefur á Húasvík árum saman, er þó bjartsýn, enda býr fjölskylda hennar fyrir sunnan. Eftir dágóða leit fundum við félagana Ragnar og Sævar. Þeir stóðu í ströngu við löndun fyrir fiskmarkaðinn. Vinirnir, sem búa saman á Húsavík ásamt unnustum sínum, verða með síðustu starfsmönnum Vísis til flytja til að Grindavíkur.Sp.blm. Hvernig tilfinning er það að vera pakka saman vinnustað sínum til að flytja með honum þvert yfir landið? „Það er skrýtið,“ segir Ragnar Björnsson, starfsmaður Vísis á Húsavik. „En maður er nokkuð sáttur og reynir að horfa bjartsýnis augum á þetta allt. Það eru bjartir tímar framundan.“ Samstarfsfélagi og vinu hans, Sævar Ólafsson, tekur í sama streng. „Þetta er allt mjög tvísýnt. Margir nýlega búnir að kaupa íbúðir. Aðrir eru með börn. En mér finnst flestir vera mjög bjartsýnir.“ Þó svo að þessir spræku synir Húsavíkur haldi nú á brott eru þeir sannfærðir um þeir muni snúa aftur einn daginn. „Ég er náttúrulega alltaf tengdur Húsavík. Ég á eftir að koma hingað aftur,“ segir Sævar. „Það er fisktækniskóli í Grindavík. Maður getur stefnt á hann. Reyna að fitja sig upp í þessari veröld,“ segir Ragnar. Húsavík missir á næstu vikum tugi starfsmenn Vísis til Grindavíkur. Þetta er ungt fólk, barnafólk og raunveruleg blóðtaka fyrir sveitarfélagið. Húsvíkingar horfa nú til Bakka þar sem kísilmálmverksmiðja mun rísa á næstu árum. Sveitarstjórnarmenn eru vongóðir um að fjármagn verði tryggt seinna í sumar. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Ég mun snúa aftur til Húsavíkur“ segir einn af síðustu starfsmönnum Vísis í Norðurþingi. Um sjötíu starfsmenn munu á næstu vikum flytja til Grindarvíkur til að vinna í nýjum starfsstöðum útgerðarfélagsins. Vísir hf hefur ákveðið að loka vinnslustöðvum sínum á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík. Í raun er lítið eftir af starfsemi Vísis á Húsavík. Fáir voru á ferli á skrifstofum Vísis á Húsavík þegar fréttastofu bar þar að garði. Hin pólska Irene tók loks á móti okkur. Irene er ein af fjölmörgum starfsmönnum Vísis á Húsavík sem ákveðið hafa að flytjast með fyrirtæki sínu til Grindavíkur. Irene baðst undan viðtali en sagði okkur þó að sú ákvörðun Vísis að hætta starfsemi í Norðurþingi hefði verið mikið áfall. Og þetta er einnig áfall fyrir atvinnulífið og í raun allt samfélag Norður-Þingeyinga. Um hundrað og fimmtíu manns hefur verið sagt upp, þar af sjötíu á Húsavík þar sem flestir hafa ákveðið að flytja til Grindavíkur. Norðurþing hefur formlega óskað eftir því að fá endurkeyptar eignir Vísis á Húsavik. Jafnframt er óskað eftir viðræðum um kaup á allt að sjö hundruð þorskígildistonnum af aflaheimildum Vísis hf. Irene, sem búið hefur á Húasvík árum saman, er þó bjartsýn, enda býr fjölskylda hennar fyrir sunnan. Eftir dágóða leit fundum við félagana Ragnar og Sævar. Þeir stóðu í ströngu við löndun fyrir fiskmarkaðinn. Vinirnir, sem búa saman á Húsavík ásamt unnustum sínum, verða með síðustu starfsmönnum Vísis til flytja til að Grindavíkur.Sp.blm. Hvernig tilfinning er það að vera pakka saman vinnustað sínum til að flytja með honum þvert yfir landið? „Það er skrýtið,“ segir Ragnar Björnsson, starfsmaður Vísis á Húsavik. „En maður er nokkuð sáttur og reynir að horfa bjartsýnis augum á þetta allt. Það eru bjartir tímar framundan.“ Samstarfsfélagi og vinu hans, Sævar Ólafsson, tekur í sama streng. „Þetta er allt mjög tvísýnt. Margir nýlega búnir að kaupa íbúðir. Aðrir eru með börn. En mér finnst flestir vera mjög bjartsýnir.“ Þó svo að þessir spræku synir Húsavíkur haldi nú á brott eru þeir sannfærðir um þeir muni snúa aftur einn daginn. „Ég er náttúrulega alltaf tengdur Húsavík. Ég á eftir að koma hingað aftur,“ segir Sævar. „Það er fisktækniskóli í Grindavík. Maður getur stefnt á hann. Reyna að fitja sig upp í þessari veröld,“ segir Ragnar. Húsavík missir á næstu vikum tugi starfsmenn Vísis til Grindavíkur. Þetta er ungt fólk, barnafólk og raunveruleg blóðtaka fyrir sveitarfélagið. Húsvíkingar horfa nú til Bakka þar sem kísilmálmverksmiðja mun rísa á næstu árum. Sveitarstjórnarmenn eru vongóðir um að fjármagn verði tryggt seinna í sumar.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira