Níu ára bið Arsenal á enda | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2014 00:01 Arsenal fagnaði sínum fyrsta stóra titli í níu ár eftir 3-2 sigur á Hull City í framlengdum bikarúrslitaleik á Wembley. Þetta var 11. bikarmeistaratitill Arsenal.Myndband með öllu því helsta sem gerðist í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Hull, sem hafði aldrei unnið enska bikarinn, fékk sannkallaða draumabyrjun, en eftir átta mínútna leik var staðan 2-0, Tígrunum í vil.James Chester kom Hull yfir á 3. mínútu þegar hann stýrði misheppnuðu skoti Toms Huddlestone í netið framhjá Lukasz Fabianski í marki Arsenal. Fimm mínútum síðar tvöfaldaði fyrirliðinn Curtis Davies forystu Tígranna þegar setti boltann í markið eftir að Fabianski hafði varið skalla Alex Bruce í stöngina.Santi Cazorla minnkaði muninn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 17. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum var 2-1, Hull í vil. Arsenal jafnaði leikinn á 71. mínútu þegar Laurent Koscielny skoraði eftir mikinn atgang í vítateig Hull. Mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Arsenal-menn voru betri í framlengingunni. Oliver Giroud skallaði í slána á 95. mínútu og Aaron Ramsey átti svo skot í hliðarnetið úr þröngri stöðu. Sá síðarnefndi tryggði Arsenal svo sigurinn á 109. mínútu með góðu skoti eftir snotra sendingu frá Giroud.Sone Aluko var svo grátlega nærri því að jafna leikinn undir lokin þegar skot hans fór rétt framhjá marki Arsenal. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og Arsenal-menn fögnuðu langþráðum titli, þeim fyrsta í níu ár. Þungu fargi er því væntanlega létt af Arsene Wenger, þjálfara liðsins, til átján ára.Kieran Gibbs grípur í Aaron Ramsey sem skoraði sigurmark Arsenal.Vísir/GettyLeikmenn Arsenal fagna sigurmarki Ramseys.Vísir/GettyLukas Podolski gerir sig líklegan til að sulla kampavíni yfir Arsene Wenger.Vísir/GettyWenger fær flugferð.Vísir/GettyBikarmeistarar Arsenal ásamt lukkudýri.Vísir/Getty Enski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Sjá meira
Arsenal fagnaði sínum fyrsta stóra titli í níu ár eftir 3-2 sigur á Hull City í framlengdum bikarúrslitaleik á Wembley. Þetta var 11. bikarmeistaratitill Arsenal.Myndband með öllu því helsta sem gerðist í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Hull, sem hafði aldrei unnið enska bikarinn, fékk sannkallaða draumabyrjun, en eftir átta mínútna leik var staðan 2-0, Tígrunum í vil.James Chester kom Hull yfir á 3. mínútu þegar hann stýrði misheppnuðu skoti Toms Huddlestone í netið framhjá Lukasz Fabianski í marki Arsenal. Fimm mínútum síðar tvöfaldaði fyrirliðinn Curtis Davies forystu Tígranna þegar setti boltann í markið eftir að Fabianski hafði varið skalla Alex Bruce í stöngina.Santi Cazorla minnkaði muninn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 17. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum var 2-1, Hull í vil. Arsenal jafnaði leikinn á 71. mínútu þegar Laurent Koscielny skoraði eftir mikinn atgang í vítateig Hull. Mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Arsenal-menn voru betri í framlengingunni. Oliver Giroud skallaði í slána á 95. mínútu og Aaron Ramsey átti svo skot í hliðarnetið úr þröngri stöðu. Sá síðarnefndi tryggði Arsenal svo sigurinn á 109. mínútu með góðu skoti eftir snotra sendingu frá Giroud.Sone Aluko var svo grátlega nærri því að jafna leikinn undir lokin þegar skot hans fór rétt framhjá marki Arsenal. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og Arsenal-menn fögnuðu langþráðum titli, þeim fyrsta í níu ár. Þungu fargi er því væntanlega létt af Arsene Wenger, þjálfara liðsins, til átján ára.Kieran Gibbs grípur í Aaron Ramsey sem skoraði sigurmark Arsenal.Vísir/GettyLeikmenn Arsenal fagna sigurmarki Ramseys.Vísir/GettyLukas Podolski gerir sig líklegan til að sulla kampavíni yfir Arsene Wenger.Vísir/GettyWenger fær flugferð.Vísir/GettyBikarmeistarar Arsenal ásamt lukkudýri.Vísir/Getty
Enski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Sjá meira