Fótbolti

Halldór Orri lagði upp mark í sigri á Arnóri Ingva

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Halldór Orri lagði upp mark.
Halldór Orri lagði upp mark. Vísir/Vilhelm
Halldór Orri Björnsson og félagar í Falkensbergs gerðu góða ferð til Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og lögðu heimamenn, 3-0.

Gestirnir tóku forystuna, 1-0, með marki Stefan Rodevåg á níundu mínútu leiksins en markið skoruðu nýliðarnir úr vítaspyrnu. Þeir tvöfölduðu svo forskoti með marki DavidsSvensson á 37. mínútu.

Halldór Orri lagði svo upp þriðja markið fyrir GodswayDonyoh á 51. mínútu leiksins og þar við sat, 3-0.

Halldór Orri spilaði allan leikinn fyrir Falkensbergs en Arnór Ingvi Traustason kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir Norrköping á 55. mínútu. Hann hefur glímt við meiðsli undanfarið.

Kristinn Jónsson og félagar hans í Brommapojkarna töpuðu á heimavelli fyrir Mjällby, 1-0, en eina mark leiksins skoraði Marcus Ekenberg fyrir gestina á 67. mínútu með skoti í stöngina og inn.

Kristinn spilaði allan leikinn að vanda fyrir Brommapojkarna en GuðmannÞórisson var ekki í leikmannahópi gestanna frá Mjällby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×