Eignir LBI erlendis og hafa engin áhrif á greiðslujöfnuð Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2014 19:00 Stærstur hluti allra gjaldeyriseigna slitabús Landsbankans er vistaður á bankareikningum erlendis og undanþága vegna útgreiðslu þeirra hefur ekki nein áhrif á greiðslujöfnuð landsins.Enginn krónuvandi hjá Landsbankanum Það sem er sérstakt við eignasafn slitabús gamla Landsbankans, LBI, er að krónuvandinn svokallaði er ekki fyrir hendi. Ekki þarf að skipta neinum krónum í erlendan gjaldeyri eins og hjá Kaupþingi og Glitni. Eignir LBI eru aðallega gjaldeyrir, vegna afborgana af lánasöfnum í erlendri mynt, og að verulegu leyti á bankareikningum erlendis. Um er að ræða eignir sem voru til fyrir hrun og áður en gjaldeyrishöftum var komið á. LBI þarf hins vegar undanþágu frá höftum til að greiða út kröfur þótt eignirnar séu erlendis því LBI er íslenskur lögaðili. Í síðustu viku var tilkynnt um samninga Landsbankans við LBI um lengingu á skuldabréfum að jafnvirði 226 milljarða króna. Þetta var gert með skilmálabreytingu og afborgunum var frestað um átta ár. Síðasta afborgun þessara skuldabréfa verður á árinu 2026 í stað ársins 2018. Til þess að samkomulagið taki gildi þarf LBI undanþágu frá gjaldeyrishöftum hjá stjórnvöldum, en ákvörðun um slíka undanþágu er tekin af Seðlabankanum og fjármálaráðherra. Í tengslum við lengingu á skuldabréfum Landsbankans við LBI var skilyrðið fyrir undanþágu frá höftunum þríþætt: a) Að fyrirliggjandi undanþágur LBI, sem þegar hafa verið lagðar inn í Seðlabankann, verði veittar vegna gjaldeyris í eigu búsins, en um er að ræða beiðni frá því í fyrra upp á jafnvirði 130 milljarða króna og svo aðra beiðni sömu fjárhæðar. b) Að gjaldeyrir sem komi frá Landsbankanum í afborganir af skuldabréfunum fari úr landi. c) Og að fyrirheit verði gefin um að frekari undanþágur verði veittar þegar þar að kemur.Ógreiddar forgangskröfur að jafnvirði 610 milljarða króna Áætlaðar endurheimtur slitabús Landsbankans, LBI, nema jafnvirði 1534 milljörðum króna. Þar af eru forgangskröfur 1326 milljarðar og almennar kröfur 208 milljarðar. Enn eru ógreiddar forgangskröfur upp á 610 milljarða. Þetta er allt vegna Icesave-innistæðna. Heiðar Guðjónsson hagfræðingur hefur hvatt stjórnvöld til að hafna undanþágu fyrir LBI. Verði þessari undanþágu hafnað þá fá hollenski seðlabankinn, tryggingarsjóður innistæðueigenda í Bretlandi og fjölmörg sveitarfélög sem hafa ekki enn fengið tjón sitt vegna Icesave að fullu bætt, ekki kröfur sínar greiddar. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra birti þessa grein þegar Landsbankasamningurinn var höfn. Þar segir hún m.a.: „Í mínum huga kemur ekkert annað til greina en að tryggja að þrotabú gömlu bankanna fái ekki heimildir til gjaldeyrisútflæðis fyrr en heildstæð áætlun um losun hafta liggur fyrir. Heildstæð áætlun sem ógnar ekki greiðslujöfnuði landsins og þar með efnahagslegum stöðugleika.“ Grein Eyglóar birtist í tiltefni af samkomulagi Landsbankans og LBI. Í grein hennar má lesa skýra andstöðu við undanþágu fyrir LBI fyrr en „heildstæð áætlun“ liggur fyrir. Gjaldeyriseignir LBI hafa hins vegar engin áhrif á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. Þær eru nær allar vistaðar á bankareikningum erlendis og útgreiðsla á þeim hefur því engin áhrif. Þetta er skilningur bæði hagfræðinga hjá Seðlabankanum og hagfræðinga í Háskóla Íslands sem fréttastofan hefur leitað til. Tengdar fréttir Stórt skref í afnámi fjármagnshafta Landsbankinn og slitastjórn gamla Landsbankans hafa komist að samkomulagi um breytingar á uppgjörsskuldabréfum, en eftirstöðvar þeirra eru um 226 milljarðar króna. 8. maí 2014 18:56 Fjármálaráðherra þarf að staðfesta samning Landsbankans Landsbankinn og slitastjórn gamla Landsbankans náðu í gær samkomulagi um breytingar á skuldabréfum að verðmæti 226 milljarða króna. Ekki tímabært að segja hvort samþykki verði gefið, segir fjármálaráðherra. 9. maí 2014 07:00 Lánalenging Landsbanka skref í rétta átt Forstöðumaður efnahagssviðs SA segir að samningur milli gamla og nýja Landsbankans færi okkur nær því að losa höftin. Undanþágur frá gjaldeyrislögum eru skilyrði en seðlabankastjóri segir of snemmt að álykta um hvort þær verði veittar. 10. maí 2014 12:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stærstur hluti allra gjaldeyriseigna slitabús Landsbankans er vistaður á bankareikningum erlendis og undanþága vegna útgreiðslu þeirra hefur ekki nein áhrif á greiðslujöfnuð landsins.Enginn krónuvandi hjá Landsbankanum Það sem er sérstakt við eignasafn slitabús gamla Landsbankans, LBI, er að krónuvandinn svokallaði er ekki fyrir hendi. Ekki þarf að skipta neinum krónum í erlendan gjaldeyri eins og hjá Kaupþingi og Glitni. Eignir LBI eru aðallega gjaldeyrir, vegna afborgana af lánasöfnum í erlendri mynt, og að verulegu leyti á bankareikningum erlendis. Um er að ræða eignir sem voru til fyrir hrun og áður en gjaldeyrishöftum var komið á. LBI þarf hins vegar undanþágu frá höftum til að greiða út kröfur þótt eignirnar séu erlendis því LBI er íslenskur lögaðili. Í síðustu viku var tilkynnt um samninga Landsbankans við LBI um lengingu á skuldabréfum að jafnvirði 226 milljarða króna. Þetta var gert með skilmálabreytingu og afborgunum var frestað um átta ár. Síðasta afborgun þessara skuldabréfa verður á árinu 2026 í stað ársins 2018. Til þess að samkomulagið taki gildi þarf LBI undanþágu frá gjaldeyrishöftum hjá stjórnvöldum, en ákvörðun um slíka undanþágu er tekin af Seðlabankanum og fjármálaráðherra. Í tengslum við lengingu á skuldabréfum Landsbankans við LBI var skilyrðið fyrir undanþágu frá höftunum þríþætt: a) Að fyrirliggjandi undanþágur LBI, sem þegar hafa verið lagðar inn í Seðlabankann, verði veittar vegna gjaldeyris í eigu búsins, en um er að ræða beiðni frá því í fyrra upp á jafnvirði 130 milljarða króna og svo aðra beiðni sömu fjárhæðar. b) Að gjaldeyrir sem komi frá Landsbankanum í afborganir af skuldabréfunum fari úr landi. c) Og að fyrirheit verði gefin um að frekari undanþágur verði veittar þegar þar að kemur.Ógreiddar forgangskröfur að jafnvirði 610 milljarða króna Áætlaðar endurheimtur slitabús Landsbankans, LBI, nema jafnvirði 1534 milljörðum króna. Þar af eru forgangskröfur 1326 milljarðar og almennar kröfur 208 milljarðar. Enn eru ógreiddar forgangskröfur upp á 610 milljarða. Þetta er allt vegna Icesave-innistæðna. Heiðar Guðjónsson hagfræðingur hefur hvatt stjórnvöld til að hafna undanþágu fyrir LBI. Verði þessari undanþágu hafnað þá fá hollenski seðlabankinn, tryggingarsjóður innistæðueigenda í Bretlandi og fjölmörg sveitarfélög sem hafa ekki enn fengið tjón sitt vegna Icesave að fullu bætt, ekki kröfur sínar greiddar. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra birti þessa grein þegar Landsbankasamningurinn var höfn. Þar segir hún m.a.: „Í mínum huga kemur ekkert annað til greina en að tryggja að þrotabú gömlu bankanna fái ekki heimildir til gjaldeyrisútflæðis fyrr en heildstæð áætlun um losun hafta liggur fyrir. Heildstæð áætlun sem ógnar ekki greiðslujöfnuði landsins og þar með efnahagslegum stöðugleika.“ Grein Eyglóar birtist í tiltefni af samkomulagi Landsbankans og LBI. Í grein hennar má lesa skýra andstöðu við undanþágu fyrir LBI fyrr en „heildstæð áætlun“ liggur fyrir. Gjaldeyriseignir LBI hafa hins vegar engin áhrif á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. Þær eru nær allar vistaðar á bankareikningum erlendis og útgreiðsla á þeim hefur því engin áhrif. Þetta er skilningur bæði hagfræðinga hjá Seðlabankanum og hagfræðinga í Háskóla Íslands sem fréttastofan hefur leitað til.
Tengdar fréttir Stórt skref í afnámi fjármagnshafta Landsbankinn og slitastjórn gamla Landsbankans hafa komist að samkomulagi um breytingar á uppgjörsskuldabréfum, en eftirstöðvar þeirra eru um 226 milljarðar króna. 8. maí 2014 18:56 Fjármálaráðherra þarf að staðfesta samning Landsbankans Landsbankinn og slitastjórn gamla Landsbankans náðu í gær samkomulagi um breytingar á skuldabréfum að verðmæti 226 milljarða króna. Ekki tímabært að segja hvort samþykki verði gefið, segir fjármálaráðherra. 9. maí 2014 07:00 Lánalenging Landsbanka skref í rétta átt Forstöðumaður efnahagssviðs SA segir að samningur milli gamla og nýja Landsbankans færi okkur nær því að losa höftin. Undanþágur frá gjaldeyrislögum eru skilyrði en seðlabankastjóri segir of snemmt að álykta um hvort þær verði veittar. 10. maí 2014 12:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stórt skref í afnámi fjármagnshafta Landsbankinn og slitastjórn gamla Landsbankans hafa komist að samkomulagi um breytingar á uppgjörsskuldabréfum, en eftirstöðvar þeirra eru um 226 milljarðar króna. 8. maí 2014 18:56
Fjármálaráðherra þarf að staðfesta samning Landsbankans Landsbankinn og slitastjórn gamla Landsbankans náðu í gær samkomulagi um breytingar á skuldabréfum að verðmæti 226 milljarða króna. Ekki tímabært að segja hvort samþykki verði gefið, segir fjármálaráðherra. 9. maí 2014 07:00
Lánalenging Landsbanka skref í rétta átt Forstöðumaður efnahagssviðs SA segir að samningur milli gamla og nýja Landsbankans færi okkur nær því að losa höftin. Undanþágur frá gjaldeyrislögum eru skilyrði en seðlabankastjóri segir of snemmt að álykta um hvort þær verði veittar. 10. maí 2014 12:00