Bílskúrinn: Hvað er að frétta frá Spáni? Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. maí 2014 23:15 Hamilton fagnar efitr keppnina Vísir/Getty Spænski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt áhugaverður. Liðsfélagar glímdu og bílarnir rásuðu mikið um brautina. Mercedes mennirnir skiluðu fullu húsi stiga. Lewis Hamilton vann og Nico Rosberg varð annar. Hvaða lið er næst á eftir Mercedes? Hvernig var stemmingin hjá Ferrari? Hvaða lið náði mestum framförum þegar komið var til Evrópu og af hverju skiptir máli í hvaða heimsálfu er keppt? Allt þetta og fleira er skoðað í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Þrátt fyrir gríðarlegan fjölda Ferrari stuðningsmanna á Spáni gat liðið ekki skákað Red BullVísir/GettyHvaða lið er næst best?Mercedes liðið er með svo afgerandi forskot þessi misserin að það er enginn spurning hvaða bíll er bestur. Öllu áhugaverðara er að velta fyrir sér hvaða lið kemur á eftir Mercedes. Ef horft er á stig í keppni bílasmiða er ljóst að Red Bull liðið er næst best með 84 stig. Ferrari er svo í þriðja sæti með 66 stig. Gefa stigin raunhæfa mynd? Fyrir keppni helgarinnar var það ekki raunin en nú virðist sem Red Bull sé óðum að ná fyrri styrk og verðskuldi annað sæti í keppni bílasmiða. Afbragðs akstur Sebastian Vettel á Spáni undirstrikaði það en hann ræsti í 15. sæti og endaði í því 4.Daniel Ricciardo hélt velli, hóf keppni í 3. sæti og endaði í 3. sæti. Ferrari var í öðru sæti áður en Formúlan kom aftur til Evrópu.Raikkonen er hér á undan Alonso en það átti eftir að breytast.Vísir/GettyStemmingin hjá FerrariLið sem hefur sögulega ná bestum árangri í Formúlu 1. Lið sem allir vita að keppir í Formúlu 1. Lið sem nú hefur ekki unnið keppni í heilt ár eða síðan Fernando Alonso vann á Spáni í fyrra.Kimi Raikkonen og Fernando Alonso voru uppteknir af því mest alla keppnina að berjast sín á milli. Það er almennt venjan hjá Formúluliðum að sá sem er framar á brautinni fær að koma fyrr inn á þjónustusvæðið. Ferrari fór gegn þessari reglu tvisvar á Spáni. Raikkonen vildi meina að það hefði kostað sig 6. sætið sem Alonso náði af honum þegar 3 hringir voru eftir af keppninni. Alonso hafði miklu meira grip þökk sé betur útfærðri keppnisáætlun. Raikkonen var ekki kátur með þessa tilhögun eftir keppnina og neitaði að svara spurningum blaðamanna.Giuseppe Farina, vann fyrstu Formúlu 1 keppnina með Alfa Romeo árið 1950.Vísir/GettyHvers vegna er mest rætt um framfarir núna?Mikil umræða hefur verið að undanförnu um hvaða framfarir lið sjái fyrir sér að ná. Alltaf virðast liðin miða við Spán í því samhengi. Hver vegna? Formúla 1 er upprunin í Evrópu og hefur síðan 1950 þegar fyrsta keppnin fór fram, dreift sér um allan heim. Liðin eru þó ennþá öll með sínar höfuðstöðvar í Evrópu. Þess vegna er auðveldara fyrir liðin að koma viðbótum og uppfærslum á keppnisstað þegar keppnirnar færast nær heimahögunum.Madonado átti ekki góða helgi á SpániVísir/GettyHvaða lið stóð upp úr á Spáni?Fyrir utan Mercedes auðvitað. Líklega verður að eigna Lotus þann heiður. Þrátt fyrir erfiðleika Pastor Maldonado, átti Romain Grosjean mjög góða helgi og náði í fyrstu stig Lotus á tímabilinu. Hann endaði keppnina í 8. sæti. Maldonado hins vegar hélt áfram að hneyksla, hann ók á Marcus Ericsson á Caterham í keppninni. Þá hafði hann þegar gerst sekur um ökumannsmistök á tímatöku sem skiluðu honum á beint á varnarvegg. Maldonado er kominn með 4 refsipunkta á leyfið sitt en þegar ökumaður fær tólfta punktinn fer hann í keppnisbann eina keppni.Rosberg tók ekki mikinn þátt í fögnuði Hamilton efitr keppninaVísir/GettyÁ Nico Rosberg möguleika á að stöðva Hamilton?Eftir keppnina sagði Hamilton „Nico var fljótari í dag, ég átti erfitt með að finna jafnvægið. Nico var yfir allt fljótari þessa helgi en sem betur fer náði ég að halda honum fyrir aftan mig.“ „Ég þurfti einn hring í viðbót til að ná honum, þá hefði ég virkilega látið á það reyna,“ sagði Rosberg eftir keppnina. Rosberg er farinn að endurtaka í sífellu „ég þoli alls ekki að verða annar á eftir Lewis,“ þegar hann er spurður um hvað honum finnist um að lenda í öðru sæti. Ljóst er að það stefnir í harðan slag þeirra á milli. Formúla Tengdar fréttir Hamilton nánast fullkominn Lewis Hamilton ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 það sem af er tímabili en hann er búinn að vinna þrjár síðustu keppnir eftir að klára ekki þá fyrstu. 6. maí 2014 17:45 Maldonado: Lotus í topp 5 á Spáni Pastor Maldonado, ökumaður Lotus telur að liðið geti náð einu af fimm efstu sætunum í spænska kappakstrinum. Hann segir að bíllinn geti það ef hann bilar ekki eða lendir í óhappi. 4. maí 2014 18:00 Red Bull gæti ógnað Mercedes fljótlega Spænski kappaksturinn og Mónakó kappaksturinn snúast meira um að hafa mikið niðurtog en hraða. Öfugt við fyrstu fjórar keppnir tímabilsins, þar sem Mercedes liðið hefur haft algjöra yfirburði. 28. apríl 2014 22:30 Hamilton kom fyrstur í mark á Spáni Eftir spennandi keppni hafði Lewis Hamilton betur gegn liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg sem reyndi hvað hann gat en allt kom fyrir ekki. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 11. maí 2014 13:47 Hamilton vill forðast fleiri einvígi við Rosberg Lewis Hamilton segir að hann geri allt í sínu valdi til að tryggja að einvígi á milli hans og Nico Rosberg, liðsfélaga hans endurtaki sig ekki. Mikil spenna myndaðist á milli þeirra í Bahrain en þar hafði Hamilton betur eftir talsverðar hrókeringar. 4. maí 2014 22:30 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Spánarkappaksturinn í formúlu eitt. 9. maí 2014 20:30 Lewis Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn fór fram á Barcelona brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 10. maí 2014 12:33 Hakkinen: Alonso með algjöra yfirburði á Raikkonen Mika Hakkinen telur að Kimi Raikkonen verði að ná liðsfélaga sínum, Fernando Alonso. Vilji hann halda sæti sínu hjá Ferrari. 29. apríl 2014 23:30 Ferrari hefur enn trú á Raikkonen James Allison, tæknistjóri Ferrari-liðsins í formúlu eitt, trúir að Kimi Raikkonen nái að yfirstíga vandræðin sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu. Tilraunir finnska ökumannsins til að berjast við liðsfélaga sinn, Fernando Alonso hafa hingað til mistekist. 6. maí 2014 23:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Spænski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt áhugaverður. Liðsfélagar glímdu og bílarnir rásuðu mikið um brautina. Mercedes mennirnir skiluðu fullu húsi stiga. Lewis Hamilton vann og Nico Rosberg varð annar. Hvaða lið er næst á eftir Mercedes? Hvernig var stemmingin hjá Ferrari? Hvaða lið náði mestum framförum þegar komið var til Evrópu og af hverju skiptir máli í hvaða heimsálfu er keppt? Allt þetta og fleira er skoðað í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Þrátt fyrir gríðarlegan fjölda Ferrari stuðningsmanna á Spáni gat liðið ekki skákað Red BullVísir/GettyHvaða lið er næst best?Mercedes liðið er með svo afgerandi forskot þessi misserin að það er enginn spurning hvaða bíll er bestur. Öllu áhugaverðara er að velta fyrir sér hvaða lið kemur á eftir Mercedes. Ef horft er á stig í keppni bílasmiða er ljóst að Red Bull liðið er næst best með 84 stig. Ferrari er svo í þriðja sæti með 66 stig. Gefa stigin raunhæfa mynd? Fyrir keppni helgarinnar var það ekki raunin en nú virðist sem Red Bull sé óðum að ná fyrri styrk og verðskuldi annað sæti í keppni bílasmiða. Afbragðs akstur Sebastian Vettel á Spáni undirstrikaði það en hann ræsti í 15. sæti og endaði í því 4.Daniel Ricciardo hélt velli, hóf keppni í 3. sæti og endaði í 3. sæti. Ferrari var í öðru sæti áður en Formúlan kom aftur til Evrópu.Raikkonen er hér á undan Alonso en það átti eftir að breytast.Vísir/GettyStemmingin hjá FerrariLið sem hefur sögulega ná bestum árangri í Formúlu 1. Lið sem allir vita að keppir í Formúlu 1. Lið sem nú hefur ekki unnið keppni í heilt ár eða síðan Fernando Alonso vann á Spáni í fyrra.Kimi Raikkonen og Fernando Alonso voru uppteknir af því mest alla keppnina að berjast sín á milli. Það er almennt venjan hjá Formúluliðum að sá sem er framar á brautinni fær að koma fyrr inn á þjónustusvæðið. Ferrari fór gegn þessari reglu tvisvar á Spáni. Raikkonen vildi meina að það hefði kostað sig 6. sætið sem Alonso náði af honum þegar 3 hringir voru eftir af keppninni. Alonso hafði miklu meira grip þökk sé betur útfærðri keppnisáætlun. Raikkonen var ekki kátur með þessa tilhögun eftir keppnina og neitaði að svara spurningum blaðamanna.Giuseppe Farina, vann fyrstu Formúlu 1 keppnina með Alfa Romeo árið 1950.Vísir/GettyHvers vegna er mest rætt um framfarir núna?Mikil umræða hefur verið að undanförnu um hvaða framfarir lið sjái fyrir sér að ná. Alltaf virðast liðin miða við Spán í því samhengi. Hver vegna? Formúla 1 er upprunin í Evrópu og hefur síðan 1950 þegar fyrsta keppnin fór fram, dreift sér um allan heim. Liðin eru þó ennþá öll með sínar höfuðstöðvar í Evrópu. Þess vegna er auðveldara fyrir liðin að koma viðbótum og uppfærslum á keppnisstað þegar keppnirnar færast nær heimahögunum.Madonado átti ekki góða helgi á SpániVísir/GettyHvaða lið stóð upp úr á Spáni?Fyrir utan Mercedes auðvitað. Líklega verður að eigna Lotus þann heiður. Þrátt fyrir erfiðleika Pastor Maldonado, átti Romain Grosjean mjög góða helgi og náði í fyrstu stig Lotus á tímabilinu. Hann endaði keppnina í 8. sæti. Maldonado hins vegar hélt áfram að hneyksla, hann ók á Marcus Ericsson á Caterham í keppninni. Þá hafði hann þegar gerst sekur um ökumannsmistök á tímatöku sem skiluðu honum á beint á varnarvegg. Maldonado er kominn með 4 refsipunkta á leyfið sitt en þegar ökumaður fær tólfta punktinn fer hann í keppnisbann eina keppni.Rosberg tók ekki mikinn þátt í fögnuði Hamilton efitr keppninaVísir/GettyÁ Nico Rosberg möguleika á að stöðva Hamilton?Eftir keppnina sagði Hamilton „Nico var fljótari í dag, ég átti erfitt með að finna jafnvægið. Nico var yfir allt fljótari þessa helgi en sem betur fer náði ég að halda honum fyrir aftan mig.“ „Ég þurfti einn hring í viðbót til að ná honum, þá hefði ég virkilega látið á það reyna,“ sagði Rosberg eftir keppnina. Rosberg er farinn að endurtaka í sífellu „ég þoli alls ekki að verða annar á eftir Lewis,“ þegar hann er spurður um hvað honum finnist um að lenda í öðru sæti. Ljóst er að það stefnir í harðan slag þeirra á milli.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton nánast fullkominn Lewis Hamilton ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 það sem af er tímabili en hann er búinn að vinna þrjár síðustu keppnir eftir að klára ekki þá fyrstu. 6. maí 2014 17:45 Maldonado: Lotus í topp 5 á Spáni Pastor Maldonado, ökumaður Lotus telur að liðið geti náð einu af fimm efstu sætunum í spænska kappakstrinum. Hann segir að bíllinn geti það ef hann bilar ekki eða lendir í óhappi. 4. maí 2014 18:00 Red Bull gæti ógnað Mercedes fljótlega Spænski kappaksturinn og Mónakó kappaksturinn snúast meira um að hafa mikið niðurtog en hraða. Öfugt við fyrstu fjórar keppnir tímabilsins, þar sem Mercedes liðið hefur haft algjöra yfirburði. 28. apríl 2014 22:30 Hamilton kom fyrstur í mark á Spáni Eftir spennandi keppni hafði Lewis Hamilton betur gegn liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg sem reyndi hvað hann gat en allt kom fyrir ekki. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 11. maí 2014 13:47 Hamilton vill forðast fleiri einvígi við Rosberg Lewis Hamilton segir að hann geri allt í sínu valdi til að tryggja að einvígi á milli hans og Nico Rosberg, liðsfélaga hans endurtaki sig ekki. Mikil spenna myndaðist á milli þeirra í Bahrain en þar hafði Hamilton betur eftir talsverðar hrókeringar. 4. maí 2014 22:30 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Spánarkappaksturinn í formúlu eitt. 9. maí 2014 20:30 Lewis Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn fór fram á Barcelona brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 10. maí 2014 12:33 Hakkinen: Alonso með algjöra yfirburði á Raikkonen Mika Hakkinen telur að Kimi Raikkonen verði að ná liðsfélaga sínum, Fernando Alonso. Vilji hann halda sæti sínu hjá Ferrari. 29. apríl 2014 23:30 Ferrari hefur enn trú á Raikkonen James Allison, tæknistjóri Ferrari-liðsins í formúlu eitt, trúir að Kimi Raikkonen nái að yfirstíga vandræðin sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu. Tilraunir finnska ökumannsins til að berjast við liðsfélaga sinn, Fernando Alonso hafa hingað til mistekist. 6. maí 2014 23:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton nánast fullkominn Lewis Hamilton ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 það sem af er tímabili en hann er búinn að vinna þrjár síðustu keppnir eftir að klára ekki þá fyrstu. 6. maí 2014 17:45
Maldonado: Lotus í topp 5 á Spáni Pastor Maldonado, ökumaður Lotus telur að liðið geti náð einu af fimm efstu sætunum í spænska kappakstrinum. Hann segir að bíllinn geti það ef hann bilar ekki eða lendir í óhappi. 4. maí 2014 18:00
Red Bull gæti ógnað Mercedes fljótlega Spænski kappaksturinn og Mónakó kappaksturinn snúast meira um að hafa mikið niðurtog en hraða. Öfugt við fyrstu fjórar keppnir tímabilsins, þar sem Mercedes liðið hefur haft algjöra yfirburði. 28. apríl 2014 22:30
Hamilton kom fyrstur í mark á Spáni Eftir spennandi keppni hafði Lewis Hamilton betur gegn liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg sem reyndi hvað hann gat en allt kom fyrir ekki. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 11. maí 2014 13:47
Hamilton vill forðast fleiri einvígi við Rosberg Lewis Hamilton segir að hann geri allt í sínu valdi til að tryggja að einvígi á milli hans og Nico Rosberg, liðsfélaga hans endurtaki sig ekki. Mikil spenna myndaðist á milli þeirra í Bahrain en þar hafði Hamilton betur eftir talsverðar hrókeringar. 4. maí 2014 22:30
Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Spánarkappaksturinn í formúlu eitt. 9. maí 2014 20:30
Lewis Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn fór fram á Barcelona brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 10. maí 2014 12:33
Hakkinen: Alonso með algjöra yfirburði á Raikkonen Mika Hakkinen telur að Kimi Raikkonen verði að ná liðsfélaga sínum, Fernando Alonso. Vilji hann halda sæti sínu hjá Ferrari. 29. apríl 2014 23:30
Ferrari hefur enn trú á Raikkonen James Allison, tæknistjóri Ferrari-liðsins í formúlu eitt, trúir að Kimi Raikkonen nái að yfirstíga vandræðin sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu. Tilraunir finnska ökumannsins til að berjast við liðsfélaga sinn, Fernando Alonso hafa hingað til mistekist. 6. maí 2014 23:00