Golf

Nordegren skýtur á Tiger í útskriftarræðu | Myndband

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Lífið heldur áfram eftir Tiger
Lífið heldur áfram eftir Tiger vísir/getty
Elin Nordegren, fyrrum eiginkona kylfingsins Tiger Woods, útskrifaðist í gær úr Rollins háskólanum í Bandaríkjunum með góða einkunn og var beðin um að halda ræðu við útskriftina.

Nordegren útskrifast með sálfræðigráðu níu árum eftir að hún hóf námið. Hún tók sér frí frá náminu þegar hún ól tvö börn sín með Tiger Woods.

Þungamiðjan í ræðu Nordegren var að hvað þú gerir hefur meira vægi en hvað þú segir.

 „Þegar ég hóf nám 2005 var ég 25 ára gömul og hafði nýlega flutt til Bandaríkjanna. Ég var gift og barnlaus. Núna níu árum seinna, er ég stoltur Ameríkani og ég á tvö falleg börn en ég er ekki lengur gift,“ sagði Nordegren við dynjandi lófaklapp.

Seinna í ræðunni kom Nordegren inn á tímann þegar hún skildi við Tiger Woods árið 2010.

„Það var rétt eftir að ég tók kúrsinn 'fjarskipti og fjölmiðlar' og ég var skyndilega í hringamiðju fjölmiðlaumfjöllunnar. Ég hefði átt að taka betur eftir í tímum,“ sagði Nordegren í léttum dúr en alla ræðuna má sjá í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×