Rory McIlroy í sérflokki á fyrsta hring á Memorial 29. maí 2014 22:13 Það virðist fátt stöðva Rory McIlroy þessa dagana. AP/Getty Rory McIlroy fór á kostum á fyrsta hring á Memorial mótinu sem hófst í dag en Norður-Írinn ungi lék á 63 höggum eða níu höggum undir pari. Hann leiðir mótið með þremur höggum og virðist McIlroy vera í banastuði þessa dagana en hann sigraði á BMW PGA meistaramótinu sem kláraðist í síðustu viku. Þrír kylfingar koma á eftir McIlroy jafnir í öðru sæti á sex höggum undir pari en það eru þeir Chris Kirk, Paul Casey og Masters meistarinn Bubba Watson. Memorial mótið er það mót á PGA-mótaröðinni Jack Nicklaus heldur ár hvert en hann hannaði einnig hinn glæsilega Muirfield völl sem leikið er á um helgina.Phil Mickelson átti ansi áhugaverðan hring í dag en eftir 15 holur var hann á fimm höggum undir pari eftir að hafa fengið tíu pör og fimm fugla. Hann endaði hringinn þó með því að fá skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á síðustu tvær holurnar sem þýddi að hann datt niður á parið. Ungstirnið Jordan Spieth var með Mickelson í holli en hann hóf mótið ágætlega og lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Besti kylfingur heims, Adam Scott, hóf einnig mótið með hring upp á 69 högg sem hefði getað verið mun betri ef pútterinn hefði verið heitari hjá honum. Allt stefnir því í spennandi keppni um helgina en annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:30 á morgun. Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy fór á kostum á fyrsta hring á Memorial mótinu sem hófst í dag en Norður-Írinn ungi lék á 63 höggum eða níu höggum undir pari. Hann leiðir mótið með þremur höggum og virðist McIlroy vera í banastuði þessa dagana en hann sigraði á BMW PGA meistaramótinu sem kláraðist í síðustu viku. Þrír kylfingar koma á eftir McIlroy jafnir í öðru sæti á sex höggum undir pari en það eru þeir Chris Kirk, Paul Casey og Masters meistarinn Bubba Watson. Memorial mótið er það mót á PGA-mótaröðinni Jack Nicklaus heldur ár hvert en hann hannaði einnig hinn glæsilega Muirfield völl sem leikið er á um helgina.Phil Mickelson átti ansi áhugaverðan hring í dag en eftir 15 holur var hann á fimm höggum undir pari eftir að hafa fengið tíu pör og fimm fugla. Hann endaði hringinn þó með því að fá skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á síðustu tvær holurnar sem þýddi að hann datt niður á parið. Ungstirnið Jordan Spieth var með Mickelson í holli en hann hóf mótið ágætlega og lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Besti kylfingur heims, Adam Scott, hóf einnig mótið með hring upp á 69 högg sem hefði getað verið mun betri ef pútterinn hefði verið heitari hjá honum. Allt stefnir því í spennandi keppni um helgina en annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:30 á morgun.
Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira