Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Jón Júlíus Karlsson skrifar 29. maí 2014 20:02 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar ekki að blanda sér í umræðuna. Það voru eflaust ekki margir sem áttu von á því að helsta umræðuefnið tveimur dögum fyrir borgarstjórnarkosningar væri úthlutun lóðar fyrir mosku múslima í Reykjavík. Frá því að oddviti Framsóknar og flugvallavina lýsti því yfir að hún vildi afturkalla lóðina hefur fylgi flokksins rokkið upp á við - málflutningur sem hefur hlotið mikla gagnrýni. Stjórn ungra framsóknarmanna lýsti yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu í gærkvöldi. Tilkynning SUF var fjarlægð skömmu síðar en í henni stóð að framganga oddvitans gangi í berhögg við grunnstefnu Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér tilkynningu á Fésbókarsíðu sinni í dag þar sem hann sagðist ekki vilja blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki.Sjálfstæðismenn vilja ekki gefa lóðir til trúfélaga Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er að hluta til sammála oddvita Framsóknarflokksins. „Við erum ekki á móti því að moska rísi í Reykjavík. Okkar fulltrúar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni á sínum tíma vegna þess að þeim fannst staðsetningin ekki heppileg. Okkur finnst ekki rétt að gefa lóðir undir trúfélög,“ segir Halldór.Í samhengi við bylgju í Evrópu Oddvitar annarra framboða í Reykjavík eru ekki hrifnir af málflutningi Framsóknar í aðdraganda kosninga. „Ég setti þetta í samhengi við ákveðna bylgju í Evrópu þar sem hægriöfgaöfl og öfl sem að ala á ótta, hatri og öðru slíku voru að ná miklu fylgi í kosningum til Evrópuþingsins. Ég er alveg viss um að Reykvíkingar eru ekki að fara að láta bjóða sér þetta,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta sorglegt. Pólitík sem byggir á misrétti, sem gengur gegn minnihlutahópum og elur á fordómum á ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur.“ „Mér finnst þetta bera svolítið bera mið af örvæntingu þegar Framsókn var ekki að fá mikið fylgi. Ég er hugsi yfir þessu útspili Framsóknarflokksins,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Tengdar fréttir Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00 Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22 Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar ekki að blanda sér í umræðuna. Það voru eflaust ekki margir sem áttu von á því að helsta umræðuefnið tveimur dögum fyrir borgarstjórnarkosningar væri úthlutun lóðar fyrir mosku múslima í Reykjavík. Frá því að oddviti Framsóknar og flugvallavina lýsti því yfir að hún vildi afturkalla lóðina hefur fylgi flokksins rokkið upp á við - málflutningur sem hefur hlotið mikla gagnrýni. Stjórn ungra framsóknarmanna lýsti yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu í gærkvöldi. Tilkynning SUF var fjarlægð skömmu síðar en í henni stóð að framganga oddvitans gangi í berhögg við grunnstefnu Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér tilkynningu á Fésbókarsíðu sinni í dag þar sem hann sagðist ekki vilja blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki.Sjálfstæðismenn vilja ekki gefa lóðir til trúfélaga Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er að hluta til sammála oddvita Framsóknarflokksins. „Við erum ekki á móti því að moska rísi í Reykjavík. Okkar fulltrúar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni á sínum tíma vegna þess að þeim fannst staðsetningin ekki heppileg. Okkur finnst ekki rétt að gefa lóðir undir trúfélög,“ segir Halldór.Í samhengi við bylgju í Evrópu Oddvitar annarra framboða í Reykjavík eru ekki hrifnir af málflutningi Framsóknar í aðdraganda kosninga. „Ég setti þetta í samhengi við ákveðna bylgju í Evrópu þar sem hægriöfgaöfl og öfl sem að ala á ótta, hatri og öðru slíku voru að ná miklu fylgi í kosningum til Evrópuþingsins. Ég er alveg viss um að Reykvíkingar eru ekki að fara að láta bjóða sér þetta,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta sorglegt. Pólitík sem byggir á misrétti, sem gengur gegn minnihlutahópum og elur á fordómum á ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur.“ „Mér finnst þetta bera svolítið bera mið af örvæntingu þegar Framsókn var ekki að fá mikið fylgi. Ég er hugsi yfir þessu útspili Framsóknarflokksins,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar.
Tengdar fréttir Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00 Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22 Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00
Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22
Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43