Níels Thibaud Girerd heldur áfram heimsóknum sínum í stærstu sveitarfélög landsins og í kvöld er komið að sjálfum Kópavogi. Þar hittir hann meðal annars franska konu í Smáralind, kynnir sér kvennaknattspyrnuna í Breiðablik og hittir leikkonuna Ágústu Evu.
Níels fer einnig yfir húsgögnin á skrifstofu Ármanns bæjarstjóra og fær skoðunarferð um Kópavoginn með Hjörvari Hafliðasyni. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Nilli verður síðan aftur á ferðinni á morgun þegar hann heimsækir Akureyri.
Nilli í Kópavogi: Ef ég væri ostur, hver væri þá uppáhalds osturinn þinn?
Tengdar fréttir
„Hvernig er að vera borgarstjóri í Keflavík?“
Nilli hitti Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, hinn skapheita Einar Orra, leikmann ÍBK og hitti sjálfa prinsessuna, Leoncie, í Hljómahöllinni.
Nilli í Hafnarfirði: Hvernig var hann Bogdan Siggi?
Hinn vandaði franski fjölmiðlamaður Níels Thibaud Girerd brá sér í Hafnarfjörð í þætti kvöldsins. Þar hitti hann marga hressa Hafnfirðinga og reyndi að finna ostru-barinn og ostabúðina.