Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grindavík 4-1 | Víkingar áfram eftir framlengingu Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardal skrifar 28. maí 2014 16:21 Búlgarinn Todor Hristov skoraði glæsilegt mark með þrumuskoti. Vísir/Daníel Víkingur komst áfram í fjórðu umferð Borgunarbikarsins eftir 4-1 sigur á Grindavík í framlengdum leik á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. Lokastaðan gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum, en Grindvíkingar voru síst verri aðilinn lengst af leiks og voru nær því að skora sigurmarkið í venjulegum leiktíma. Heimamenn áttu hins vegar meira eftir á tankinum í framlengingunni og tryggðu sér sigurinn þar með þremur mörkum. Grindvíkingar tóku forystuna strax á 4. mínútu þegar Tomislav Misura fékk langa sendingu inn fyrir vörn Víkinga, hristi Tómas Guðmundsson af sér og setti boltann framhjá Ingvari Þór Kale. Víkingar virtust slegnir næstu mínútur, en náðu fljótlega áttum og fóru að herja að marki gestanna. Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, varði vel frá Ívari Erni Jónssyni í dauðafæri á 16. mínútu og Tómas skallaði svo í slána úr hornspyrnunni sem á eftir fylgdi. Það var því í takt við gang leiksins þegar Víkingar jöfnuðu metin á 19. mínútu. Arnþór IngiKristinsson, sem var mjög líflegur í fyrri hálfleik, átti þá frábæra sendingu inn fyrir Grindavíkurvörnina, á Agnar Darra Sveinsson sem skoraði framhjá Óskari. Það gerðist ekki margt það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Liðin skiptust á að halda boltanum, en hvorugt þeirra gerði sig líklegt til að skora. Víkingar voru þó heldur sterkari, en Grindvíkingar voru vel inni í leiknum. Það sama var uppi á teningnum í byrjun seinni hálfleiks. Hvorugt liðið náði miklum takti í sitt spil og fyrir vikið var leikurinn nokkuð tættur, ef svo má að orði komast. Ingvar þurfti reyndar að taka á honum stóra sínum snemma í hálfleik þegar hann varði tvisvar í sömu sókninni frá Juraj Grizelj og Misura. Sá fyrrnefndi var grátlega nærri því að koma gestunum yfir á 72. mínútu þegar skot hans beint úr aukaspyrnu small í þverslá Víkingsmarksins. Víkingar hertu tökin eftir því sem á leið seinni hálfleikinn. Varamaðurinn Aron Elís Þrándarson hleypti lífi í sóknarleik sinna manna en Víkingar áttu þó í vandræðum með að skapa sér nógu góð færi. Grindvíkingar voru svo grátlega nærri því að tryggja sér sigurinn á síðustu þremur mínútum leiksins; fyrst þegar fyrirliðinn Jósef Kristinn Jósefsson átti skot í stöngina og svo þegar Alan Löwing, varnarmaður Víkinga, sparkaði boltanum yfir Ingvar, sinn eigin markvörð, en rétt framhjá stönginni. Staðan var því enn 1-1 þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiksloka. Víkingar komu sterkari til leiks í framlengingunni. Það var meiri hraði í spili þeirra og Grindvíkingar virkuðu þreyttir. Aron Elís fann meira pláss og Grindvíkingum tókst ekki að koma böndum á hann. Það þurfti hins vegar mark í hæsta gæðaflokki til að brjóta gestina frá Grindavík á bak aftur. Það skoraði Búlgarinn Todor Hristov með skoti beint úr aukaspyrnu þegar fimm mínútur voru liðnar af framlengingunni. Eftir það var mótspyrna gestanna á enda. Víkingar voru með heljartak á leiknum og bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Aron Elís skoraði þriðja markið á 108. mínútu eftir sendingu frá Pape Mamadou Faye og sá síðarnefndi skoraði svo úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar og gulltryggði Víkingum farseðilinn í 16-liða úrslitin.Aron Elís:Vildum ekki fara í framlengingu "Við vildum ekki fara með þetta í framlengingu, það er klárt mál," sagði Aron Elís Þrándarson eftir sigur Víkings á Grindavík í 3. umferð Borgunarbikarsins. "Við töluðum um það fyrir leikinn að klára þetta á 90. mínútum, en það tókst ekki. Við náðum hins vegar að klára þetta í framlengingu," sagði Aron, en hvað var það sem skildi á milli í framlengingunni þar sem Víkingar skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér sigurinn? "Ég veit það ekki alveg. Við náðum að setja markið snemma og þá þurftu þeir að færa sig framar og þá er það oft þannig að þér er refsað. Það er alltaf einhver munur á efstu deild og 1. deild, en Grindvíkingarnir voru flottir í dag og veittu okkur harða keppni. "Við áttum í erfiðleikum með þá í 1. deildinni í fyrra og rétt náðum að komast upp. Þeir sátu eftir með sárt ennið, svo það var vitað mál að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks í dag." Aron byrjaði leikinn á bekknum, en kom inn á snemma í seinni hálfleik. Honum fannst auðvelt að komast í takt við leikinn. "Það getur verið erfitt að koma af bekknum, en það var ekki þannig í dag. Mér fannst ósköp þægilegt að koma inn á í kvöld og ég náði að leggja mitt af mörkum," sagði Aron að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Enski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Mbappé magnaður og meistararnir áfram Fótbolti Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Víkingur komst áfram í fjórðu umferð Borgunarbikarsins eftir 4-1 sigur á Grindavík í framlengdum leik á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. Lokastaðan gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum, en Grindvíkingar voru síst verri aðilinn lengst af leiks og voru nær því að skora sigurmarkið í venjulegum leiktíma. Heimamenn áttu hins vegar meira eftir á tankinum í framlengingunni og tryggðu sér sigurinn þar með þremur mörkum. Grindvíkingar tóku forystuna strax á 4. mínútu þegar Tomislav Misura fékk langa sendingu inn fyrir vörn Víkinga, hristi Tómas Guðmundsson af sér og setti boltann framhjá Ingvari Þór Kale. Víkingar virtust slegnir næstu mínútur, en náðu fljótlega áttum og fóru að herja að marki gestanna. Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, varði vel frá Ívari Erni Jónssyni í dauðafæri á 16. mínútu og Tómas skallaði svo í slána úr hornspyrnunni sem á eftir fylgdi. Það var því í takt við gang leiksins þegar Víkingar jöfnuðu metin á 19. mínútu. Arnþór IngiKristinsson, sem var mjög líflegur í fyrri hálfleik, átti þá frábæra sendingu inn fyrir Grindavíkurvörnina, á Agnar Darra Sveinsson sem skoraði framhjá Óskari. Það gerðist ekki margt það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Liðin skiptust á að halda boltanum, en hvorugt þeirra gerði sig líklegt til að skora. Víkingar voru þó heldur sterkari, en Grindvíkingar voru vel inni í leiknum. Það sama var uppi á teningnum í byrjun seinni hálfleiks. Hvorugt liðið náði miklum takti í sitt spil og fyrir vikið var leikurinn nokkuð tættur, ef svo má að orði komast. Ingvar þurfti reyndar að taka á honum stóra sínum snemma í hálfleik þegar hann varði tvisvar í sömu sókninni frá Juraj Grizelj og Misura. Sá fyrrnefndi var grátlega nærri því að koma gestunum yfir á 72. mínútu þegar skot hans beint úr aukaspyrnu small í þverslá Víkingsmarksins. Víkingar hertu tökin eftir því sem á leið seinni hálfleikinn. Varamaðurinn Aron Elís Þrándarson hleypti lífi í sóknarleik sinna manna en Víkingar áttu þó í vandræðum með að skapa sér nógu góð færi. Grindvíkingar voru svo grátlega nærri því að tryggja sér sigurinn á síðustu þremur mínútum leiksins; fyrst þegar fyrirliðinn Jósef Kristinn Jósefsson átti skot í stöngina og svo þegar Alan Löwing, varnarmaður Víkinga, sparkaði boltanum yfir Ingvar, sinn eigin markvörð, en rétt framhjá stönginni. Staðan var því enn 1-1 þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiksloka. Víkingar komu sterkari til leiks í framlengingunni. Það var meiri hraði í spili þeirra og Grindvíkingar virkuðu þreyttir. Aron Elís fann meira pláss og Grindvíkingum tókst ekki að koma böndum á hann. Það þurfti hins vegar mark í hæsta gæðaflokki til að brjóta gestina frá Grindavík á bak aftur. Það skoraði Búlgarinn Todor Hristov með skoti beint úr aukaspyrnu þegar fimm mínútur voru liðnar af framlengingunni. Eftir það var mótspyrna gestanna á enda. Víkingar voru með heljartak á leiknum og bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Aron Elís skoraði þriðja markið á 108. mínútu eftir sendingu frá Pape Mamadou Faye og sá síðarnefndi skoraði svo úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar og gulltryggði Víkingum farseðilinn í 16-liða úrslitin.Aron Elís:Vildum ekki fara í framlengingu "Við vildum ekki fara með þetta í framlengingu, það er klárt mál," sagði Aron Elís Þrándarson eftir sigur Víkings á Grindavík í 3. umferð Borgunarbikarsins. "Við töluðum um það fyrir leikinn að klára þetta á 90. mínútum, en það tókst ekki. Við náðum hins vegar að klára þetta í framlengingu," sagði Aron, en hvað var það sem skildi á milli í framlengingunni þar sem Víkingar skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér sigurinn? "Ég veit það ekki alveg. Við náðum að setja markið snemma og þá þurftu þeir að færa sig framar og þá er það oft þannig að þér er refsað. Það er alltaf einhver munur á efstu deild og 1. deild, en Grindvíkingarnir voru flottir í dag og veittu okkur harða keppni. "Við áttum í erfiðleikum með þá í 1. deildinni í fyrra og rétt náðum að komast upp. Þeir sátu eftir með sárt ennið, svo það var vitað mál að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks í dag." Aron byrjaði leikinn á bekknum, en kom inn á snemma í seinni hálfleik. Honum fannst auðvelt að komast í takt við leikinn. "Það getur verið erfitt að koma af bekknum, en það var ekki þannig í dag. Mér fannst ósköp þægilegt að koma inn á í kvöld og ég náði að leggja mitt af mörkum," sagði Aron að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Enski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Mbappé magnaður og meistararnir áfram Fótbolti Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira