Vaknið garðbæingar! Björt og heiðarleg framtíð Auður Hallgrímsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:56 Reynsla og þekking ásamt framtíðarsýn, skapandi hugsun, jákvæðri nálgun, heiðarleika, virðingu og kærleika gagnvart manneskjum og mannlífi er nauðsynlegt veganesti í góð stjórnmál. Ég slæst í för með Bjartri framtíð og legg með mér mikla reynslu af stjórnmálum í Garðabæ. Ég hef búið í hreppnum og bæjarfélaginu í hálfa öld, en foreldrar mínir voru frumbyggjar í bænum. Þannig hef ég þroskast með bænum mínum, séð hann fæðast, verða að unglingi og loks reyna að ná fullorðinsárum. Það hefur oft reynst erfitt við einhæfar og oft á tíðum staðnaðar aðstæður í höndum sama fólks. Á þessari þroskaför með bænum mínum hef ég lært að opin stjórnsýsla, samvinna og lýðræðisleg vinnubrögð eru lykill að mannsæmandi velferðarsamfélagi sem vill kenna sig við mennsku og menningu.UmhyggjaVið byggjum skoðanir okkar á eigin lífsreynslu- aðstæðum sem við ýmist kjósum eða örlögin úthluta okkur. Þannig hef ég eins og aðrir upplifað hvernig aldraðir garðbæingar hafa þurft að hrekjast úr bæjarfélaginu og finna skjól annarsstaðar þegar þörfin fyrir dagvistun, hjúkrun og þjónustu verður brýn. Móðir mín lést árið 2011 eftir erfiða glímu við Alzheimersjúkdóminn. Þegar hún veiktist þráði hún að eiga skjól á hjúkrunarheimili með dagvist sem bæjarfélagið hugðist reisa. Það varð aldrei og þessi aldraði garðbæingur endaði sitt æviskeið í nágrannasveitarfélagi. Margir eldri garðbæingar hafa sömu sögu að segja, enda hafa yfirvöld í bæjarfélaginu ekki sett í forgang aðbúnað við aldraða. Hið sama gildir um fatlaða íbúa Garðabæjar. Fatlaðir fá greiddan flutningsstyrk fyrir að flytja burt koma sér úr bænum, frekar en að þiggja aðstoð til að búa áfram í Garðabæ. TIl samanburðar má nefna að Garðabær á 20 íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga, Reykjavík á 2200 sambærilegar íbúðir og Hafnarfjörður 400 íbúðir. Umhyggja verður að vera leiðarljós í uppbyggingu samfélags. Ég er hjúkrunarfræðingur og starfaði um árabil sem slíkur. Þannig hef ég bæði skilning og þekkingu á þeim vanda sem fyrir liggur og þeim lausnum sem eru í sjónmáli.ReksturEftir farsælan feril í hjúkrun steig ég inn í vaxandi fyrirtæki maka míns í járnsmíði. Þar hef ég séð um rekstur og bókhald. Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1987 hefur það stækkað og dafnað í skuldlausum rekstri, án afskrifta. Þannig hef ég orðið áratuga reynslu af farsælum fyrirtækjarekstri og hefur sú reynsla nýst afar vel við afskipti mín af stjórnmálum og rekstri Garðabæjar. Sá sem rekur fyrirtæki veit að það er þrotlaus vinna við verðmætasköpun. Það þarf að greiða góðu starfsfólki góð laun og það þarf að byggja upp innviði fyrirtækisins og endurnýja vélar. Þetta er sama vinna og sami tilgangur og ríkir í rekstri á bæjarfélagi. Það liggur vinna að baki verðmætasköpun, það þekki ég af mínum fyrirtækjarekstri. Þannig þarf að umgangast útsvar bæjarbúa af mikilli virðingu og ábyrgð svo virðisaukning þeirra fjármuna sé sem mest og best.MannræktÁhugamálin skilgreina manneskjurnar og margir flytja í Garðabæ gagngert vegna þess hve stutt er í útivistarsvæðin. Ég þekki bæjarlandið og hef nýtt það til útivistar um áratuga skeið. Daglega förum við hjónin um bæjarlandið með hundinn á göngu eða saman á hjólum. Þannig veit ég vel hve hjólastígum er ábótavant í bæjarfélaginu. Þar þarf að verða bragarbót á. Margir njóta þess að hjóla og fleiri og fleiri leggja bílnum og nýta hjólið sem samgöngutæki. Það er mannrækt í sjálfu sér. Garðabær á að vera fjölbreytt byggð fólks með mismunandi þarfir og lífsstíl. Framtíðin boðar breyttan lífstíl og samgöngur. Við verðum að bregðast við og taka þátt í þeirri þróun því það er björt framtíð.BreytingarÉg er garðbæingur í húð og hár, stofnaði hér heimili ásamt eiginmanni mínum til hartnær 40 ára. Hér höfum við alið upp börnin okkar þrjú. Þau hafa gengið menntaveginn og skilað sér heim í bæjarfélag með börnin sín. Ég hef sinnt stjórnarsetu í samtökum og sjóðum ásamt störfum í nefndum og ráðum á vegum Garðabæjar um árabil. Reynslan kennir og af henni hef ég lært að velja mér heiðarlegt fólk að vinna með, fólk með stóra og bjarta sýn fyrir fjöldann en ekki þrönga sýn fyrir fáa útvalda. Þannig hef ég líka lært að óttast ekki breytingar. Það er hollt og gott að vakna til nýs dags og nýrra ævintýra. Kæri bæjarbúi, ég býð mig fram í þriðja sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Garðabæ. Sem garðbæingur í hálfa öld, stjórnandi fyrirtækis, hjúkrunarfræðingur, móðir og amma hef ég visku og vilja til verksins. Ég bið um ykkar traust því saman óttumst við ekki breytingar en byggjum bjarta framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Reynsla og þekking ásamt framtíðarsýn, skapandi hugsun, jákvæðri nálgun, heiðarleika, virðingu og kærleika gagnvart manneskjum og mannlífi er nauðsynlegt veganesti í góð stjórnmál. Ég slæst í för með Bjartri framtíð og legg með mér mikla reynslu af stjórnmálum í Garðabæ. Ég hef búið í hreppnum og bæjarfélaginu í hálfa öld, en foreldrar mínir voru frumbyggjar í bænum. Þannig hef ég þroskast með bænum mínum, séð hann fæðast, verða að unglingi og loks reyna að ná fullorðinsárum. Það hefur oft reynst erfitt við einhæfar og oft á tíðum staðnaðar aðstæður í höndum sama fólks. Á þessari þroskaför með bænum mínum hef ég lært að opin stjórnsýsla, samvinna og lýðræðisleg vinnubrögð eru lykill að mannsæmandi velferðarsamfélagi sem vill kenna sig við mennsku og menningu.UmhyggjaVið byggjum skoðanir okkar á eigin lífsreynslu- aðstæðum sem við ýmist kjósum eða örlögin úthluta okkur. Þannig hef ég eins og aðrir upplifað hvernig aldraðir garðbæingar hafa þurft að hrekjast úr bæjarfélaginu og finna skjól annarsstaðar þegar þörfin fyrir dagvistun, hjúkrun og þjónustu verður brýn. Móðir mín lést árið 2011 eftir erfiða glímu við Alzheimersjúkdóminn. Þegar hún veiktist þráði hún að eiga skjól á hjúkrunarheimili með dagvist sem bæjarfélagið hugðist reisa. Það varð aldrei og þessi aldraði garðbæingur endaði sitt æviskeið í nágrannasveitarfélagi. Margir eldri garðbæingar hafa sömu sögu að segja, enda hafa yfirvöld í bæjarfélaginu ekki sett í forgang aðbúnað við aldraða. Hið sama gildir um fatlaða íbúa Garðabæjar. Fatlaðir fá greiddan flutningsstyrk fyrir að flytja burt koma sér úr bænum, frekar en að þiggja aðstoð til að búa áfram í Garðabæ. TIl samanburðar má nefna að Garðabær á 20 íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga, Reykjavík á 2200 sambærilegar íbúðir og Hafnarfjörður 400 íbúðir. Umhyggja verður að vera leiðarljós í uppbyggingu samfélags. Ég er hjúkrunarfræðingur og starfaði um árabil sem slíkur. Þannig hef ég bæði skilning og þekkingu á þeim vanda sem fyrir liggur og þeim lausnum sem eru í sjónmáli.ReksturEftir farsælan feril í hjúkrun steig ég inn í vaxandi fyrirtæki maka míns í járnsmíði. Þar hef ég séð um rekstur og bókhald. Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1987 hefur það stækkað og dafnað í skuldlausum rekstri, án afskrifta. Þannig hef ég orðið áratuga reynslu af farsælum fyrirtækjarekstri og hefur sú reynsla nýst afar vel við afskipti mín af stjórnmálum og rekstri Garðabæjar. Sá sem rekur fyrirtæki veit að það er þrotlaus vinna við verðmætasköpun. Það þarf að greiða góðu starfsfólki góð laun og það þarf að byggja upp innviði fyrirtækisins og endurnýja vélar. Þetta er sama vinna og sami tilgangur og ríkir í rekstri á bæjarfélagi. Það liggur vinna að baki verðmætasköpun, það þekki ég af mínum fyrirtækjarekstri. Þannig þarf að umgangast útsvar bæjarbúa af mikilli virðingu og ábyrgð svo virðisaukning þeirra fjármuna sé sem mest og best.MannræktÁhugamálin skilgreina manneskjurnar og margir flytja í Garðabæ gagngert vegna þess hve stutt er í útivistarsvæðin. Ég þekki bæjarlandið og hef nýtt það til útivistar um áratuga skeið. Daglega förum við hjónin um bæjarlandið með hundinn á göngu eða saman á hjólum. Þannig veit ég vel hve hjólastígum er ábótavant í bæjarfélaginu. Þar þarf að verða bragarbót á. Margir njóta þess að hjóla og fleiri og fleiri leggja bílnum og nýta hjólið sem samgöngutæki. Það er mannrækt í sjálfu sér. Garðabær á að vera fjölbreytt byggð fólks með mismunandi þarfir og lífsstíl. Framtíðin boðar breyttan lífstíl og samgöngur. Við verðum að bregðast við og taka þátt í þeirri þróun því það er björt framtíð.BreytingarÉg er garðbæingur í húð og hár, stofnaði hér heimili ásamt eiginmanni mínum til hartnær 40 ára. Hér höfum við alið upp börnin okkar þrjú. Þau hafa gengið menntaveginn og skilað sér heim í bæjarfélag með börnin sín. Ég hef sinnt stjórnarsetu í samtökum og sjóðum ásamt störfum í nefndum og ráðum á vegum Garðabæjar um árabil. Reynslan kennir og af henni hef ég lært að velja mér heiðarlegt fólk að vinna með, fólk með stóra og bjarta sýn fyrir fjöldann en ekki þrönga sýn fyrir fáa útvalda. Þannig hef ég líka lært að óttast ekki breytingar. Það er hollt og gott að vakna til nýs dags og nýrra ævintýra. Kæri bæjarbúi, ég býð mig fram í þriðja sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Garðabæ. Sem garðbæingur í hálfa öld, stjórnandi fyrirtækis, hjúkrunarfræðingur, móðir og amma hef ég visku og vilja til verksins. Ég bið um ykkar traust því saman óttumst við ekki breytingar en byggjum bjarta framtíð.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar