Velferðarkerfi Kirkjunnar fyrir einstæðar mæður? Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:31 Í Reykjavík og reyndar víðar um land er aukin fátækt. Bæði Rauði Kross Íslands og Barnaheill hafa gefið út skýrslur og yfirlýsingar sem lýsa áhyggjum af þessari þróun. Velferð barna er í húfi. Æ ofan í æ heyrast súrrealísk dæmi frá ungu fólki. Þrælmenntað fólk er annað hvort atvinnulaust eða að vinna venjuleg sómasamleg störf en þrá vinnu við hæfi. Langflestir þessara einstaklinga eiga erfitt með að borga niður námslánin sín og sjá ekki fram á að klára það fyrr en á gamals aldri. Margir þeirra sem eru að mennta sig eiga ekki eða varla rétt á fjárhagsaðstoð að námi loknu. Eitt dæmi er einstæð tveggja barna móðir sem er nemi á milli anna í Háskóla Íslands. Hún mun fá rétt rúmar 44.000 krónur frá sveitafélaginu í fjárhagsaðstoð í næsta mánuði. Konan sem um ræðir hefur ekki haft tíma til þess að finna vinnu enda verið í prófum. Hún hefur ekki meiri rétt en þetta vegna þess hve námslánin hennar voru „há‟. Eins og fram er komið sér hún fyrir tveimur börnum. Það er eins gott að konan hafi gott bakland, fái vinnu eins og skot og geti borgað fyrir barnapíu í sumar. Ef eitthvað eitt af þessu bregst er voðin vís. Á það sama yfir alla að ganga? Í dag var umræddri konu bent á að tala við Hjálparstofnun Kirkjunnar. Skrifstofan væri opin þar í dag. Er þetta velferðarkerfið okkar? Með fullri virðingu og þökk fyrir störf allra hjálparsamtaka á Íslandi. Dögun í Reykjavík er mannréttindarframboð sem vill að Reykjavíkurborg uppfylli þær lagalegu skyldur sínar að framfleyta þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Dögun talar fyrir tekjutengingu gjaldskráa sem viðkoma börnum og að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Fólk skammast sín fyrir fátæktina og fyrir að geta ekki staðið betur á eigin fótum. Margir eru líka reiðir og finnst brotið á sér. Enn er spurt: Á það sama yfir alla að ganga? Það er ekkert gaman að setja út á neinn. Helst af öllu ekki fólk sem hefur fylkt sér saman til að vinna að betra samfélagi en það verður ekki orða bundist. Síðustu stjórnendur Reykjavíkurborgar, Björt Framtíð og Samfylkingin, tóku við erfiðu búi eftir hrun en að hverju eru flokkarnir að barma sér? Sameiningu leikskólanna? Á því að OR seldi hlut í HS veitum til Ursus til þess að greiða upp óreiðuskuldir? Að það kosti orðið jafn mikið fyrir börn og fullorðna í strætó? Eða er það 6600 króna mánaðargjaldið fyrir skólamáltíð barns? Að fjárhagsaðstoðin sé „hæfilega‟ há? Björt framtíð fyrir hverja? Er Samfylkingarfólk jafnaðarfólk? Mörgum finnst kannski fullmikið sagt en hafa þeir það þá ekki bara ansi gott? Er ekki komin tími til að standa vörð um lágmarks réttindi fólks? Hvert verður svar þitt við þessum spurningum á kjördag? X-T. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík og reyndar víðar um land er aukin fátækt. Bæði Rauði Kross Íslands og Barnaheill hafa gefið út skýrslur og yfirlýsingar sem lýsa áhyggjum af þessari þróun. Velferð barna er í húfi. Æ ofan í æ heyrast súrrealísk dæmi frá ungu fólki. Þrælmenntað fólk er annað hvort atvinnulaust eða að vinna venjuleg sómasamleg störf en þrá vinnu við hæfi. Langflestir þessara einstaklinga eiga erfitt með að borga niður námslánin sín og sjá ekki fram á að klára það fyrr en á gamals aldri. Margir þeirra sem eru að mennta sig eiga ekki eða varla rétt á fjárhagsaðstoð að námi loknu. Eitt dæmi er einstæð tveggja barna móðir sem er nemi á milli anna í Háskóla Íslands. Hún mun fá rétt rúmar 44.000 krónur frá sveitafélaginu í fjárhagsaðstoð í næsta mánuði. Konan sem um ræðir hefur ekki haft tíma til þess að finna vinnu enda verið í prófum. Hún hefur ekki meiri rétt en þetta vegna þess hve námslánin hennar voru „há‟. Eins og fram er komið sér hún fyrir tveimur börnum. Það er eins gott að konan hafi gott bakland, fái vinnu eins og skot og geti borgað fyrir barnapíu í sumar. Ef eitthvað eitt af þessu bregst er voðin vís. Á það sama yfir alla að ganga? Í dag var umræddri konu bent á að tala við Hjálparstofnun Kirkjunnar. Skrifstofan væri opin þar í dag. Er þetta velferðarkerfið okkar? Með fullri virðingu og þökk fyrir störf allra hjálparsamtaka á Íslandi. Dögun í Reykjavík er mannréttindarframboð sem vill að Reykjavíkurborg uppfylli þær lagalegu skyldur sínar að framfleyta þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Dögun talar fyrir tekjutengingu gjaldskráa sem viðkoma börnum og að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Fólk skammast sín fyrir fátæktina og fyrir að geta ekki staðið betur á eigin fótum. Margir eru líka reiðir og finnst brotið á sér. Enn er spurt: Á það sama yfir alla að ganga? Það er ekkert gaman að setja út á neinn. Helst af öllu ekki fólk sem hefur fylkt sér saman til að vinna að betra samfélagi en það verður ekki orða bundist. Síðustu stjórnendur Reykjavíkurborgar, Björt Framtíð og Samfylkingin, tóku við erfiðu búi eftir hrun en að hverju eru flokkarnir að barma sér? Sameiningu leikskólanna? Á því að OR seldi hlut í HS veitum til Ursus til þess að greiða upp óreiðuskuldir? Að það kosti orðið jafn mikið fyrir börn og fullorðna í strætó? Eða er það 6600 króna mánaðargjaldið fyrir skólamáltíð barns? Að fjárhagsaðstoðin sé „hæfilega‟ há? Björt framtíð fyrir hverja? Er Samfylkingarfólk jafnaðarfólk? Mörgum finnst kannski fullmikið sagt en hafa þeir það þá ekki bara ansi gott? Er ekki komin tími til að standa vörð um lágmarks réttindi fólks? Hvert verður svar þitt við þessum spurningum á kjördag? X-T.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun