Sigmundur ósammála Bjarna um sölu Landsvirkjunar 28. maí 2014 11:03 Forsætisráðherra ósammála fjármálaráðherra um sölu á hlut Landsvirkjunar visir/valli/daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur það óráðlegt að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram á opnum stjórnmálafundi með forsætisráðherra í Ólafsfirði í gærkveldi. Framsóknarfélagið í Fjallabyggð hélt fundinn þar sem Sigmundur Davíð hélt tölu um fyrsta ár ríkisstjórnarinnar og svaraði spurningum að lokinni ræðu sinni.„Ég tel að ríkið eigi að halda óbreyttu eignarhaldi á Landsvirkjun,“ sagði Sigmundur Davíð þegar hann var spurður um afstöðu hans til hugmynda Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að það væri æskilegt að skoða hugmyndir um að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna.„Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni Benediktsson í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar þann 20. maí síðastliðinn.Í viðtali við Stöð 2 tjáði Bjarni að menn ættu að skoða þennan möguleika. „Ég tel að þetta eigi að koma til skoðunar í ljósi þeirrar stöðu sem félagið og ríkið er í og þar sem skortur er á fjárfestingarkostum í landinu í dag. Með því að lífeyrissjóðirnir fengju að koma að eignarhaldi á félaginu þá værum við áfram að halda félaginu í eigu allra landsmanna þar sem lífeyrissjóðirnir eru jú í eigu allra landsmanna.“ Bjarni Benediktsson hafði uppi þær hugmyndir að selja um 20 prósenta hlut af Landsvirkjun. Hann taldi eðlilegt að stíga varlega til jarðar og ná sátt um þessa hugmynd á næstu mánuðum. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, skrifaði á Facebook síðu sína daginn eftir ummæli Bjarna Benediktssonar þar sem hún sagði söluna ekki koma til greina af sinni hálfu.„Sala á Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti til lífeyrissjóðanna er einkavæðing. Einkavæðing orkufyrirtækja í ríkiseigu kemur einfaldlega ekki til greina. Það sagði ég 2007, 2010 og nú aftur 2014.“ Tengdar fréttir Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00 Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46 Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur það óráðlegt að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram á opnum stjórnmálafundi með forsætisráðherra í Ólafsfirði í gærkveldi. Framsóknarfélagið í Fjallabyggð hélt fundinn þar sem Sigmundur Davíð hélt tölu um fyrsta ár ríkisstjórnarinnar og svaraði spurningum að lokinni ræðu sinni.„Ég tel að ríkið eigi að halda óbreyttu eignarhaldi á Landsvirkjun,“ sagði Sigmundur Davíð þegar hann var spurður um afstöðu hans til hugmynda Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að það væri æskilegt að skoða hugmyndir um að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna.„Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni Benediktsson í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar þann 20. maí síðastliðinn.Í viðtali við Stöð 2 tjáði Bjarni að menn ættu að skoða þennan möguleika. „Ég tel að þetta eigi að koma til skoðunar í ljósi þeirrar stöðu sem félagið og ríkið er í og þar sem skortur er á fjárfestingarkostum í landinu í dag. Með því að lífeyrissjóðirnir fengju að koma að eignarhaldi á félaginu þá værum við áfram að halda félaginu í eigu allra landsmanna þar sem lífeyrissjóðirnir eru jú í eigu allra landsmanna.“ Bjarni Benediktsson hafði uppi þær hugmyndir að selja um 20 prósenta hlut af Landsvirkjun. Hann taldi eðlilegt að stíga varlega til jarðar og ná sátt um þessa hugmynd á næstu mánuðum. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, skrifaði á Facebook síðu sína daginn eftir ummæli Bjarna Benediktssonar þar sem hún sagði söluna ekki koma til greina af sinni hálfu.„Sala á Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti til lífeyrissjóðanna er einkavæðing. Einkavæðing orkufyrirtækja í ríkiseigu kemur einfaldlega ekki til greina. Það sagði ég 2007, 2010 og nú aftur 2014.“
Tengdar fréttir Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00 Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46 Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00
Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46
Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22