Innlent

Lokun á Djúpavogi frestað um eitt ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Lokun fiskvinnslu fyrirtækisins Vísis hf. Á Djúpavogi hefur verið frestað um eitt ár. Þetta kom fram í máli Péturs Hafsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins, í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í gærkvöldi.

Pétur Hafsteinn sagði ótrúlega dökka mynd dregna upp í myndbandi sem Djúpavogshreppur gerði nýlega og sagði hann framsetninguna ekki vera sanngjarna.

Hann fór einnig yfir ástæðu breytinga Vísis með lokun fiskvinnsla á Húsavík, Þingeyri og Djúpavogi. Sagði hann upphaf ákvörðunarinnar að flytja alla starfsemi fyrirtækisins í Grindavík vera afkomuhrun árið 2013.

Myndbandið frá Djúpavogshrepp má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Norðlenska kaupir eignir Vísis á Húsavík

„Það er alveg ljóst að við munum nýta þetta húsnæði og við erum að horfa á ákveðin tækifæri í kringum þetta,“ segir framkvæmdastjóri Norðlenska.

Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“

Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum.

"Ég mun snúa aftur til Húsavíkur“

Um sjötíu starfsmenn Vísis hf munu á næstu vikum flytja til Grindarvíkur til að vinna í nýjum starfsstöðum útgerðarfélagsins.

Neyðast til að flytja þvert yfir landið

Justyna Gronek og fjölskylda hennar hefur búið á Húsavík í fimm ár. Þau flytja nú til Grindavíkur þrátt fyrir að hafa nýlega fest kaupa á íbúð á Húsavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×