„Ekki spurning um hvort heldur hvenær“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2014 09:15 „Staðan er ekki góð, ég var á fundi í morgun og myndir af heila hennar og heilalínurit sýndu versnandi stöðu. Þetta lítur ekki vel út og það er ekki spurning hvort heldur hvenær. Hún sjálf er farin núna,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar í samtali við Vísi í gærkvöldi. „Dóttir mín hefur ekki verið til staðar síðan 17. mars.“ Ragna segir næsta skref vera að ákveða hvort grípa eigi til endurlífgunartilrauna ef hjarta Ellu Dísar stoppar. Þann 18. mars síðastliðinn lenti Ella Dís í slysi í skólanum og lenti í hjartastoppi vegna súrefnisskorts. Túba sem staðsett var í koki hennar og aðstoðaði hana við öndun losnaði. Ragna segir að ekki hafi verið brugðist nógu hratt við því og Ella Dís hefur ekki náð meðvitund síðan. Ragna er byrjuð á því ferli að höfða mál gegn Reykjavíkurborg og heimaþjónustunni sem sinnt hefur Ellu Dís undanfarin tvö ár. Ella Dís fékk rétta sjúkdómsgreiningu árið 2012 eftir fimm ára leit. Fyrir slysið hafði hún sýnt bata og sem dæmi hafði sjón hennar batnað svo að hún þurfti ekki lengur gleraugu. „Þetta er mikill sorgartími fyrir fjölskyldu Ellu Dísar og okkur öll. Ég á mikið almenningi að þakka og Ella hefur snert líf margra og margir hafa látið líf hennar sig varða. Þess vegna hefur mér þótt sjálfsagt að gera fólki kleyft að fylgjast með henni. Hún er okkar allra.“ Ragna vonast til þess að draga megi lærdóm af sögu Ellu Dísar og vinnur nú að bók um sögu hennar. „Ég vona að þetta verði til þess að eitthvað verði gert í eftirliti í stjórnsýslu og verði til endurbóta í kerfinu. Að þetta muni aldrei koma fyrir annað barn og aðra fjölskyldu.“ Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
„Staðan er ekki góð, ég var á fundi í morgun og myndir af heila hennar og heilalínurit sýndu versnandi stöðu. Þetta lítur ekki vel út og það er ekki spurning hvort heldur hvenær. Hún sjálf er farin núna,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar í samtali við Vísi í gærkvöldi. „Dóttir mín hefur ekki verið til staðar síðan 17. mars.“ Ragna segir næsta skref vera að ákveða hvort grípa eigi til endurlífgunartilrauna ef hjarta Ellu Dísar stoppar. Þann 18. mars síðastliðinn lenti Ella Dís í slysi í skólanum og lenti í hjartastoppi vegna súrefnisskorts. Túba sem staðsett var í koki hennar og aðstoðaði hana við öndun losnaði. Ragna segir að ekki hafi verið brugðist nógu hratt við því og Ella Dís hefur ekki náð meðvitund síðan. Ragna er byrjuð á því ferli að höfða mál gegn Reykjavíkurborg og heimaþjónustunni sem sinnt hefur Ellu Dís undanfarin tvö ár. Ella Dís fékk rétta sjúkdómsgreiningu árið 2012 eftir fimm ára leit. Fyrir slysið hafði hún sýnt bata og sem dæmi hafði sjón hennar batnað svo að hún þurfti ekki lengur gleraugu. „Þetta er mikill sorgartími fyrir fjölskyldu Ellu Dísar og okkur öll. Ég á mikið almenningi að þakka og Ella hefur snert líf margra og margir hafa látið líf hennar sig varða. Þess vegna hefur mér þótt sjálfsagt að gera fólki kleyft að fylgjast með henni. Hún er okkar allra.“ Ragna vonast til þess að draga megi lærdóm af sögu Ellu Dísar og vinnur nú að bók um sögu hennar. „Ég vona að þetta verði til þess að eitthvað verði gert í eftirliti í stjórnsýslu og verði til endurbóta í kerfinu. Að þetta muni aldrei koma fyrir annað barn og aðra fjölskyldu.“
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira