Lowry og Björn efstir á Wentworth eftir tvo hringi 23. maí 2014 22:27 McIlroy er meðal efstu manna eftir fyrstu tvo dagana á Wentworth. AP/Getty Thomas Björn leiðir enn á BMW PGA meistaramótinu sem fram fer á Wentworth vellinum á Englandi þegar að mótið er hálfnað en hann er á tíu höggum undir pari. Björn jafnaði vallarmetið í gær með hring upp á 62 högg eða tíu undir pari. Hann var ekki alveg jafn heitur í dag og lék á 72 höggum eða pari vallar enda aðstæður kaldari og erfiðari en í gær. Daninn leiðir þó ekki einn heldur deilir hann efsta sætinu með geðþekka Íranum Shane Lowry sem lék á 70 höggum í dag eða tveimur undir pari. Eiga þeir fjögur högg á næstu menn sem koma á sex undir. Margir þekktir kylfingar eru ofarlega í mótinu og gætu hæglega gert atlögu að Björn og Lowry um helgina. Þar má nefna Rory McIlroy, Jonas Blixt og Henrik Stenson sem eru á fimm höggum undir pari og Luke Donald, sem tvisvar hefur unnið þetta sögufræga mót sem er á sex höggum undir. Þá vekur athygli að Suður-Afríkumaðurinn Justin Walters, sem var meðal efstu manna eftir að hafa leikið á 67 höggum eða fimm undir pari eftir fyrsta hring, lék annan hring á 81 höggi, níu yfir pari og missti af niðurskurðinum með þremur höggum. Meðal þeirra sem náðu heldur ekki niðurskurðinum voru kylfingar á borð við Ernie Els, Charles Schwartzel, Darren Clarke og sigurvegari síðasta árs, Matteo Manassero. Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Thomas Björn leiðir enn á BMW PGA meistaramótinu sem fram fer á Wentworth vellinum á Englandi þegar að mótið er hálfnað en hann er á tíu höggum undir pari. Björn jafnaði vallarmetið í gær með hring upp á 62 högg eða tíu undir pari. Hann var ekki alveg jafn heitur í dag og lék á 72 höggum eða pari vallar enda aðstæður kaldari og erfiðari en í gær. Daninn leiðir þó ekki einn heldur deilir hann efsta sætinu með geðþekka Íranum Shane Lowry sem lék á 70 höggum í dag eða tveimur undir pari. Eiga þeir fjögur högg á næstu menn sem koma á sex undir. Margir þekktir kylfingar eru ofarlega í mótinu og gætu hæglega gert atlögu að Björn og Lowry um helgina. Þar má nefna Rory McIlroy, Jonas Blixt og Henrik Stenson sem eru á fimm höggum undir pari og Luke Donald, sem tvisvar hefur unnið þetta sögufræga mót sem er á sex höggum undir. Þá vekur athygli að Suður-Afríkumaðurinn Justin Walters, sem var meðal efstu manna eftir að hafa leikið á 67 höggum eða fimm undir pari eftir fyrsta hring, lék annan hring á 81 höggi, níu yfir pari og missti af niðurskurðinum með þremur höggum. Meðal þeirra sem náðu heldur ekki niðurskurðinum voru kylfingar á borð við Ernie Els, Charles Schwartzel, Darren Clarke og sigurvegari síðasta árs, Matteo Manassero.
Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira