Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2014 21:30 Hreiðar Eiríksson styður ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina. „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson, fyrrverandi forstöðumaður útlendingastofnunnar, sem situr í fimmta sæti framboðs Framsóknar og flugvallarvina. Hann segir á Facebooksíðu sinni ástæðuna vera ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, í frétt sem birtist á Vísi í dag. „Þegar öllu er á botninn hvolft hafa Framsókn og flugvallarvinir lagt áherslu á að koma að minnsta kosti einum fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég hef stutt það. Eftir atburði dagsins get ég hins vegar ekki gert það lengur. Það stríðir gegn samvisku minni að styðja skoðanir af því tagi sem kynntar hafa verið í dag. Ég hef rætt málin innan flokksins, og við oddvita framboðsins, og kynnt þeim sjónarmið mín.“ Hann segir afturköllun úthlutunar Reykjavíkurborgar á lóð undir byggingu bænahúss tiltekins trúfélags aldrei hafa verið rædda innan framboðsins. Þá bendir hann á að í kvöldfréttum RÚV hafi oddvitinn sagt að fyrir henni væri þetta spurning um lýðræði. Að láta íbúa kjósa um hvort og hvar trúfélagið fengi leyfi til að byggja sitt guðshús. „Ég hef lagt mig fram um að styðja framboð Framsóknar og flugvallarvina með að leggja til málanna það sem ég tel rétt og í samræmi við stefnu flokksins. Hins vegar verð ég að rísa upp þegar ég verð þess var að oddvitinn boðar stefnu sem framboðið hefur ekki,“ segir Hreiðar. Post by Hreiðar Eiríksson. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson, fyrrverandi forstöðumaður útlendingastofnunnar, sem situr í fimmta sæti framboðs Framsóknar og flugvallarvina. Hann segir á Facebooksíðu sinni ástæðuna vera ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, í frétt sem birtist á Vísi í dag. „Þegar öllu er á botninn hvolft hafa Framsókn og flugvallarvinir lagt áherslu á að koma að minnsta kosti einum fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég hef stutt það. Eftir atburði dagsins get ég hins vegar ekki gert það lengur. Það stríðir gegn samvisku minni að styðja skoðanir af því tagi sem kynntar hafa verið í dag. Ég hef rætt málin innan flokksins, og við oddvita framboðsins, og kynnt þeim sjónarmið mín.“ Hann segir afturköllun úthlutunar Reykjavíkurborgar á lóð undir byggingu bænahúss tiltekins trúfélags aldrei hafa verið rædda innan framboðsins. Þá bendir hann á að í kvöldfréttum RÚV hafi oddvitinn sagt að fyrir henni væri þetta spurning um lýðræði. Að láta íbúa kjósa um hvort og hvar trúfélagið fengi leyfi til að byggja sitt guðshús. „Ég hef lagt mig fram um að styðja framboð Framsóknar og flugvallarvina með að leggja til málanna það sem ég tel rétt og í samræmi við stefnu flokksins. Hins vegar verð ég að rísa upp þegar ég verð þess var að oddvitinn boðar stefnu sem framboðið hefur ekki,“ segir Hreiðar. Post by Hreiðar Eiríksson.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira