Enski boltinn

Lampard látinn fara frá Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Frank Lampard hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea.
Frank Lampard hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea. Vísir/getty
Frank Lampard, leikmaður Chelsea og markahæsti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, hefur verið látinn fara frá félaginu en það ákvað að endurnýja ekki samning hans.

Enska úrvalsdeildin birti í dag lista yfir alla þá leikmenn sem liðin ætla að halda og láta fara á frjálsri sölu. Lampard er á listanum hjá Chelsea líkt og AshleyCole, Samuel Eto'o og MarkSchwarzer.

Þetta kemur nokkuð á óvart þó Lampard sé orðinn 35 ára gamall. Hann á að baki 648 leiki í öllum keppnum fyrir Chelsea og hefur skorað í þeim 211 mörk.

Hann er staddur þessa dagana á Portúgal með enska landsliðinu sem undirbýr sig nú að kappi fyrir heimsmeistarakeppnina í Brasilíu sem hefst í næsta mánuði.

Á meðal annarra leikmanna sem geta farið á frjálsri sölu í sumar eru Gareth Barry, leikmaður Manchester City, og NicklasBentdner, Daninn í liði Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×