Innlent

Tvöfaldar vaktir alþekktur veruleiki

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ólafur G. Skúlason er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Ólafur G. Skúlason er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Í ákærunni á hendur hjúkrunarfræðingnum sem gefið er að sök að draga sjúkling til dauða vegna gáleysis í starfi er sérstaklega tekið fram að hún hafi verið að vinna tvöfalda vakt á Landspítalanum þegar mistökin áttu sér stað.

Afglöpin hjúkrunarfræðingsins gerðust á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt.

Þessar vaktir eru alla jafna samanlagt 16 klukkustunda langar, yfirleitt frá klukkan átta á morgnanna til miðnættis, og hafa verið leiddar líkur að því að gáleysi hjúkrunarfræðingsins megi rekja til álagsins sem slíkum vöktum kann að fylgja.

Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við Vísi að slíkar aukavaktir séu alþekktur veruleiki innan stéttarinnar. „Þær eru algengar, við skulum bara orða það þannig,“ segir Ólafur.

Félag íslenskra hjúkrunafræðinga sendi frá sér ályktun í kjölfar ákærunnar þar sem stjórnvöld eru hvött til að vinna bug á þessu hvimleiða starfsumhverfi sem stéttin hrærist í svo hún megi veita sjúklingum örugga hjúkrun.

„Slíkt starfsumhverfi felur í sér nægjanlegt fjármagn, góða mönnun hjúkrunarfræðinga, nægjanlegan hvíldartíma og minna vinnuálag en til staðar er í dag.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×