Innlent

„Guð einn veit að færri konur fengju þig en vildu“

"Sorglegra en allt annað sem ég hef upplifað.“
"Sorglegra en allt annað sem ég hef upplifað.“

„Elsku maðurinn minn, að rekast á þá viðurstyggð í fjölmiðlum sem þú og börnin þín megið þola er sorglegra en allt annað sem ég hef upplifað. Sennilega er samfélagið orðið þannig að þeir sem skara fram úr á einhverju sviði verða lagðir í einelti.“

Þetta skrifar Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars Þorsteinssonar, sem oftast er kenndur við Krossinn. Gunnar höfðar nú meiðyrðamál gegn Vefpressunni og hafa fjölmargar fréttir af málinu birst á flest öllum fréttamiðlum landsins.



„Við þekkjum söguna alla, hún verður ekki sögð núna en Guð einn veit að færri konur fengju þig en vildu. Þannig er það bara með myndarlegt fólk og áhrifaríkt að maurarnir vilja naga,“ skrifar Jónína.



„Að sitja undir þessu öllu í þrjú og hálft ár hefur verið þér oft á tíðum óbærilegt en trúin hefur hjálpað þér. Ég valdi aðra leið það er að reyna að tala við fólkið sjálft, komast að því það vill í raun, þú varst að vísu búinn að vara mig við að það hefði ekkert uppá sig. Rétt reyndist það. Þöggun heitir það á Drekamálinu,“ skrifar Jónína jafnframt. Átta konur settust í vitnastúku í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi og sögðu sína sögu af meintu kynferðisofbeldi Gunnars.



Jónína sakar konurnar um lygar og rógburð og segist ekki ætla að láta þetta yfir sig ganga, því hafi hún flúið land. Hjónabandið sé þó öflugra en aldrei fyrr. „Svo öflugt að eldfjöllin gusu samdægurs en Eyjafjallajökull gaus þann dag sem við giftum okkur.“



„Ráðleggingar margra til þín var að láta þetta yfir sig ganga, þú valdir að gera það ekki. Ég virði það og er hér á hliðarlínunni tilbúin að fá þig í fangið þegar þú vilt koma.“



Aðalmeðferð í máli Gunnars hófst síðastliðinn þriðjudag. Málið höfðar hann gegn Vefpressunni og tveimur konum sem sökuðu hann um kynferðisofbeldi, en Pressan fjallaði um málið á sínum tíma.



Málið á sér langan aðdraganda og tengist ásökunum á hendur Gunnari, þess efnis að hann hafi áreitt sjö konur í Krossinum. Gunnar hefur alltaf haldið því fram að þessar ásakanir tengist pólitík og valdabaráttu í söfnuðinum og haldið fram sakleysi sínu.


Tengdar fréttir

Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum: Segir Jónínu Ben hafa hótað sér

„Ég fékk símtal frá Jónínu Ben þar sem hún fór fram á að ég myndi lýsa því yfir opinberlega að ég tryði ekki þessum konum og að ég teldi þetta rangt. Hún fór jafnframt fram að ég myndi loka dyrum Drekaslóðar,“ sagði Thelma Ásdísardóttir, ráðgjafi hjá Drekaslóð.

Gunnar: Hjónabandið hvati til árása

Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi.

Svipugöng Gunnars í Krossinum

„Það er þjáning samfara því að kalla saman þá sem hafa búið til um mig sögur og sagnir og í framhaldi af því tekið að sér hlutverk ákæranda, kviðdóms, dómara og böðuls.“

Símhringingar og hótanir á talhólf

Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×