Lágt hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða mikið áhyggjuefni Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2014 18:30 Minna en fjórðungur eigna lífeyrissjóða eru í erlendum gjaldeyri og er þetta mikið áhyggjuefni, segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Þjóðarhagur krefjist þess að eignum sé safnað í útlöndum fyrir lífeyristöku þeirra kynslóða sem nú eru á vinnumarkaði. Ef að íslenskir lífeyrissjóðir fara ekki að fjárfesta í auknum mæli erlendis og fá heimildir til þess og undanþágur frá gjaldeyrishöftum þá gæti skapast mjög vond staða þegar þær kynslóðir sem nú eru á vinnumarkaði fara á eftirlaun. Aðeins 22,4 prósent eigna lífeyrissjóða eru erlendis. Þetta er mjög lágt í alþjóðlegum samanburði eins og hér sést (sjá myndskeið). Í Eistlandi er þetta hlutfall 75,4 prósent og í hlutfall erlendra eigna norska olíusjóðsins er 93 prósent. Það segir sig sjálft að lífeyrissparnaður þjóðarinnar þarf að vera í gjaldeyri til að eiga fyrir lífeyri og neyslu lífeyrisþega framtíðarinar. Þessi mynd er því ekki jákvæð. Neysla þjóðarinnar er að mestu í gjaldeyri, þ.e. innflutningi.Verðum að eiga fyrir neyslu „Þegar þú ferð á eftirlaun muntu þurfa að flytja inn vörur og þær kosta gjaldeyri. Þess vegna er mjög mikilvægt að hluta af þínum lífeyrissparnaði í dag sé fjárfest í erlendum eignum svo gjaldeyririnn sé til þegar þú ferð á eftirlaun. Ef það er ekki gert þá mun það hafa verulega slæm áhrif á bæði gjaldeyrismarkaðinn og hagkerfið í heild sinni þegar lífeyrissjóðirnir byrja að soga peninga úr hagkerfinu aftur til þess að borga út lífeyri og það er ekki til gjaldeyrir til að standa straum af þeirri neyslu sem þarf,“ segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Ásgeir vann sérstaka úttekt um málið fyrir Landssamtök lífeyrissjóða sem má nálgast hér neðst í fréttinni. Lífeyrissjóðirnir eru þjóðin og vegna hafta geta lífeyrissjóðirnir ekki gætt hagsmuna eiganda síns, þjóðarinnar, með réttum hætti ef þeir fá ekki að fjárfesta í erlendum eignum.Hættuleg umræða um lífeyrissjóði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, segir þetta alvarlegt áhyggjuefni. „Ég held að þessi umræða sem maður stundum heyrir að lífeyrissjóðirnir verði síðastir í röðinni þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt sé mjög hættuleg og það verði að snúa henni við,“ segir Haukur. Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Minna en fjórðungur eigna lífeyrissjóða eru í erlendum gjaldeyri og er þetta mikið áhyggjuefni, segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Þjóðarhagur krefjist þess að eignum sé safnað í útlöndum fyrir lífeyristöku þeirra kynslóða sem nú eru á vinnumarkaði. Ef að íslenskir lífeyrissjóðir fara ekki að fjárfesta í auknum mæli erlendis og fá heimildir til þess og undanþágur frá gjaldeyrishöftum þá gæti skapast mjög vond staða þegar þær kynslóðir sem nú eru á vinnumarkaði fara á eftirlaun. Aðeins 22,4 prósent eigna lífeyrissjóða eru erlendis. Þetta er mjög lágt í alþjóðlegum samanburði eins og hér sést (sjá myndskeið). Í Eistlandi er þetta hlutfall 75,4 prósent og í hlutfall erlendra eigna norska olíusjóðsins er 93 prósent. Það segir sig sjálft að lífeyrissparnaður þjóðarinnar þarf að vera í gjaldeyri til að eiga fyrir lífeyri og neyslu lífeyrisþega framtíðarinar. Þessi mynd er því ekki jákvæð. Neysla þjóðarinnar er að mestu í gjaldeyri, þ.e. innflutningi.Verðum að eiga fyrir neyslu „Þegar þú ferð á eftirlaun muntu þurfa að flytja inn vörur og þær kosta gjaldeyri. Þess vegna er mjög mikilvægt að hluta af þínum lífeyrissparnaði í dag sé fjárfest í erlendum eignum svo gjaldeyririnn sé til þegar þú ferð á eftirlaun. Ef það er ekki gert þá mun það hafa verulega slæm áhrif á bæði gjaldeyrismarkaðinn og hagkerfið í heild sinni þegar lífeyrissjóðirnir byrja að soga peninga úr hagkerfinu aftur til þess að borga út lífeyri og það er ekki til gjaldeyrir til að standa straum af þeirri neyslu sem þarf,“ segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Ásgeir vann sérstaka úttekt um málið fyrir Landssamtök lífeyrissjóða sem má nálgast hér neðst í fréttinni. Lífeyrissjóðirnir eru þjóðin og vegna hafta geta lífeyrissjóðirnir ekki gætt hagsmuna eiganda síns, þjóðarinnar, með réttum hætti ef þeir fá ekki að fjárfesta í erlendum eignum.Hættuleg umræða um lífeyrissjóði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, segir þetta alvarlegt áhyggjuefni. „Ég held að þessi umræða sem maður stundum heyrir að lífeyrissjóðirnir verði síðastir í röðinni þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt sé mjög hættuleg og það verði að snúa henni við,“ segir Haukur.
Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira