Innlent

Grunaðir verðsamráðsmenn neituðu allir sök

Snærós Sindradóttir skrifar
Starfsmenn Húsasmiðjunnar eiga að hafa átt í verðsamráði við starfsmenn Byko til að minnka samkeppni fyrirtækjanna.
Starfsmenn Húsasmiðjunnar eiga að hafa átt í verðsamráði við starfsmenn Byko til að minnka samkeppni fyrirtækjanna. VÍSIR
Allir þrettán sakborningarnir, í stóra byggingavörusamráðsmálinu, neituðu sök við þingfestingu málsins í dag.  

Þrettánmenningunum, sem eru ýmist fyrrum eða núverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins, er gefið að sök að hafa átt í verðsamráði sín á milli til þess að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni. Brotin eiga að hafa átt sér stað árið 2010 og 2011. 

Gögn Sérstaks saksóknara í málinu hlaupa á 5000 blaðsíðum. Í dag var ákveðið að milliþinghald færi fram þann 26. júní næstkomandi og var Sérstökum saksóknara gert að finna leiðir til að skera gagnamagnið niður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×