Thomas Björn jafnaði vallarmetið á Wentworth 22. maí 2014 12:28 Thomas Björn fór á kostum í morgun Getty Daninn Thomas Björn hefur tekið afgerandi forystu á BMW PGA meistaramótinu sem hófst í morgun en Björn lék Wentworth völlinn í Englandi á 62 höggum eða tíu höggum undir pari. Það er jafnframt jöfnun á vallarmetinu en hann fékk átta fugla, einn örn og níu pör á hringnum. Enginn bjóst við jafn góðri frammistöðu frá Thomas Björn en hann var töluvert frá því að ná niðurskurðinum á Opna spænska meistaramótinu sem fram fór í síðustu viku. „Ég bjóst ekki við þessu, hef ekki verið að spila mjög vel undanfarið en þetta var einn af þessum dögum þar sem allt gekk eftir,“ sagði Björn við fréttamenn eftir hringinn. „Það gekk ekki einu sinni vel á æfingahringnum í gær en stundum er golf bara svona, maður finnur sig allt í einu.“ Í öðru sæti eins og er Suður-Afríkumaðurinn Justin Walters á fimm undir pari eftir hring upp á 67 högg. BMW PGA meistaramótið er stærsta mót Evrópumótaraðarinnar ár hvert og taka allir bestu kylfingar mótaraðarinnar þátt. Mikil rigning hefur verið á Wentworth vellinum í dag sem hefur mýkt hann töluvert og því hafa mörg góð skor sést. Veðrið hefur þó líka sett strik í reikninginn en fresta þurfti leik í 45 mínútur nú í hádeginu vegna eldingahættu. Leikur hefur þó hafist að nýju og meðal þeirra sem eiga eftir að hefja leik á fyrsta hring eru Justin Rose, Lee Westwood og Rory McIlroy. Sýnt verður beint frá síðustu tveimur hringjum á BMW PGA meistaramótinu á Golfstöðinni um helgina en í kvöld klukkan 19:00 hefst beint útsending frá fyrsta hring á Crowne Plaza Invitational sem hluti er af PGA-mótaröðinni. Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Daninn Thomas Björn hefur tekið afgerandi forystu á BMW PGA meistaramótinu sem hófst í morgun en Björn lék Wentworth völlinn í Englandi á 62 höggum eða tíu höggum undir pari. Það er jafnframt jöfnun á vallarmetinu en hann fékk átta fugla, einn örn og níu pör á hringnum. Enginn bjóst við jafn góðri frammistöðu frá Thomas Björn en hann var töluvert frá því að ná niðurskurðinum á Opna spænska meistaramótinu sem fram fór í síðustu viku. „Ég bjóst ekki við þessu, hef ekki verið að spila mjög vel undanfarið en þetta var einn af þessum dögum þar sem allt gekk eftir,“ sagði Björn við fréttamenn eftir hringinn. „Það gekk ekki einu sinni vel á æfingahringnum í gær en stundum er golf bara svona, maður finnur sig allt í einu.“ Í öðru sæti eins og er Suður-Afríkumaðurinn Justin Walters á fimm undir pari eftir hring upp á 67 högg. BMW PGA meistaramótið er stærsta mót Evrópumótaraðarinnar ár hvert og taka allir bestu kylfingar mótaraðarinnar þátt. Mikil rigning hefur verið á Wentworth vellinum í dag sem hefur mýkt hann töluvert og því hafa mörg góð skor sést. Veðrið hefur þó líka sett strik í reikninginn en fresta þurfti leik í 45 mínútur nú í hádeginu vegna eldingahættu. Leikur hefur þó hafist að nýju og meðal þeirra sem eiga eftir að hefja leik á fyrsta hring eru Justin Rose, Lee Westwood og Rory McIlroy. Sýnt verður beint frá síðustu tveimur hringjum á BMW PGA meistaramótinu á Golfstöðinni um helgina en í kvöld klukkan 19:00 hefst beint útsending frá fyrsta hring á Crowne Plaza Invitational sem hluti er af PGA-mótaröðinni.
Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira