„Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2014 09:52 Tölvugerðar myndir í dreifingu á netinu gera ráð fyrir blokkabyggð á þessu svæði. Mynd/Reykjavíkurborg Myndir og myndbönd eru í dreifingu á netinu sem gefa falsmynd af mögulegri byggð norðan Suðurlandsbrautar samkvæmt aðalskipulagi. Þetta segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Myndirnar eru tölvugerðar og sýna blokkabyggð meðfram austurhluta Suðurlandsbrautinnar, í grennd við íþróttasvæði í Laugardalnum. Í tilkynningunni segir að hugmyndir um þessa blokkabyggð séu „alls ekki komnar frá borgaryfirvöldum“ og að nýtt aðalskipulag þrengi heimildir til byggðar á svæðinu frá fyrra aðalskipulagi. Úr tilkynningunni:Í aðalskipulaginu segir eftirfarandi um mögulega uppbyggingu norðan Suðurlandsbrautar (bls. 208).: „Lágreist byggð (2-4 hæðir) sem fellur að götumynd Suðurlandsbrautar og með opnum sjónásum til dalsins. Mögulegt byggingarsvæði er háð því að Suðurlandsbraut verði endurhönnuð og skal miða við að ekki verði gengið á græn útivistar- og íþróttasvæði í Laugardalnum.“ Einnig segir:Að lokum skal því haldið til haga að heimildir um mögulega uppbyggingu á svæðinu norðan Suðurlandsbrautar hafa verið til staðar í aðalskipulagi Reykjavíkur síðan á 7. áratug síðustu aldar. Í nýju aðalskipulagi er mögulegt uppbyggingarsvæði hins vegar þrengt verulega til að tryggja að ekki verði gengið á útivistarsvæði Laugardalsins.Vinna við deiliskipulag á þessu svæði hefur ekki verið tímasett og er ekki hafin. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Myndir og myndbönd eru í dreifingu á netinu sem gefa falsmynd af mögulegri byggð norðan Suðurlandsbrautar samkvæmt aðalskipulagi. Þetta segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Myndirnar eru tölvugerðar og sýna blokkabyggð meðfram austurhluta Suðurlandsbrautinnar, í grennd við íþróttasvæði í Laugardalnum. Í tilkynningunni segir að hugmyndir um þessa blokkabyggð séu „alls ekki komnar frá borgaryfirvöldum“ og að nýtt aðalskipulag þrengi heimildir til byggðar á svæðinu frá fyrra aðalskipulagi. Úr tilkynningunni:Í aðalskipulaginu segir eftirfarandi um mögulega uppbyggingu norðan Suðurlandsbrautar (bls. 208).: „Lágreist byggð (2-4 hæðir) sem fellur að götumynd Suðurlandsbrautar og með opnum sjónásum til dalsins. Mögulegt byggingarsvæði er háð því að Suðurlandsbraut verði endurhönnuð og skal miða við að ekki verði gengið á græn útivistar- og íþróttasvæði í Laugardalnum.“ Einnig segir:Að lokum skal því haldið til haga að heimildir um mögulega uppbyggingu á svæðinu norðan Suðurlandsbrautar hafa verið til staðar í aðalskipulagi Reykjavíkur síðan á 7. áratug síðustu aldar. Í nýju aðalskipulagi er mögulegt uppbyggingarsvæði hins vegar þrengt verulega til að tryggja að ekki verði gengið á útivistarsvæði Laugardalsins.Vinna við deiliskipulag á þessu svæði hefur ekki verið tímasett og er ekki hafin.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira