Enski boltinn

Fram spilar í Úlfarsárdal

Gervigrasið í Úlfarsárdal.
Gervigrasið í Úlfarsárdal. vísir/pjetur
Bikarmeistarar Fram munu hefja titilvörn sína í Úlfarsárdal sem er framtíðarsvæði félagsins. KA kemur þá í heimsókn.

Það er mbl.is sem greinir frá þessu í dag en þar kemur fram að félagið geti leyft sér að spila á þessum velli þar sem ekki séu eins strangar kröfur um vell í bikarkeppninni og Íslandsmótinu.

Fram hefur leikið heimaleiki sína í Pepsi-deildinni á gervigrasinu í Laugardal þar sem Laugardalsvöllur er ekki tilbúinn og á enn nokkuð í land.

Snorri Már Skúlason, formaður meistaraflokksráðs Fram, segir við mbl.is að liðið hafi eingöngu æft á vellinum síðustu vikur og að gervigrasið á vellinum sé eitt það besta á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×