Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. maí 2014 20:00 Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg.Fjallað var um líknardauða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær í tilefni af málþingi sem fram fór um málaflokkinn á Grand hóteli í gær. Beinn líknardauði eða líknardráp, þar sem t.d. læknir gefur sjúklingi banvænan skammt af lyfjum, er löglegur í Evrópulöndunum Belgíu, Hollandi og Lúxemborg. Óbeinn líknardauði þar sem dregið er úr aðhlynningu dauðvona sjúklinga til að flýta fyrir dauða er löglegur víðar en aðstoð við sjálfsvíg er löglegt í fimm löndum; Sviss, Þýskalandi, Kólumbíu, Japan og Albaníu, og í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að feta þá leið að íslenskir læknir aðstoði einstaklinga við að taka eigið líf. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir marga vankanta á þeirri leið. „Bæði gagnast þetta ekki öllum, því sumir eru e.t.v. í því ástandi að þeir geta ekki sjálfir framkvæmt athöfnina, og eins það að þetta getur opnað fyrir ýmis önnur vandamál þegar fólk tekur banvæna skammta af lyfjum með sér heim. Kannski fyrir slysni tekur einhver annar þennan skammt o.s.frv. Þetta opnar á allskyns vandamál.“Læknar á móti lögleiðingu Salvör bendir á að kannanir sýni að íslenskum læknum hugnist ekki að taka líf sjúklinga sinna. „Til þess að það sé hægt að lögleiða svona hér á landi þá þarf að vera mjög mikil umræða, það þarf að vanda mjög til löggjafar og það verður að vera í mikilli sátt við læknastéttina,“ segir Salvör. „Það er ekki hægt að gera kröfu um að fólk framkvæmi svona nema að það sé tilbúið til þess og að það sé gert með viðeigandi hætti.“ Tengdar fréttir Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg.Fjallað var um líknardauða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær í tilefni af málþingi sem fram fór um málaflokkinn á Grand hóteli í gær. Beinn líknardauði eða líknardráp, þar sem t.d. læknir gefur sjúklingi banvænan skammt af lyfjum, er löglegur í Evrópulöndunum Belgíu, Hollandi og Lúxemborg. Óbeinn líknardauði þar sem dregið er úr aðhlynningu dauðvona sjúklinga til að flýta fyrir dauða er löglegur víðar en aðstoð við sjálfsvíg er löglegt í fimm löndum; Sviss, Þýskalandi, Kólumbíu, Japan og Albaníu, og í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að feta þá leið að íslenskir læknir aðstoði einstaklinga við að taka eigið líf. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir marga vankanta á þeirri leið. „Bæði gagnast þetta ekki öllum, því sumir eru e.t.v. í því ástandi að þeir geta ekki sjálfir framkvæmt athöfnina, og eins það að þetta getur opnað fyrir ýmis önnur vandamál þegar fólk tekur banvæna skammta af lyfjum með sér heim. Kannski fyrir slysni tekur einhver annar þennan skammt o.s.frv. Þetta opnar á allskyns vandamál.“Læknar á móti lögleiðingu Salvör bendir á að kannanir sýni að íslenskum læknum hugnist ekki að taka líf sjúklinga sinna. „Til þess að það sé hægt að lögleiða svona hér á landi þá þarf að vera mjög mikil umræða, það þarf að vanda mjög til löggjafar og það verður að vera í mikilli sátt við læknastéttina,“ segir Salvör. „Það er ekki hægt að gera kröfu um að fólk framkvæmi svona nema að það sé tilbúið til þess og að það sé gert með viðeigandi hætti.“
Tengdar fréttir Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00