Viðskipti innlent

Bjarni segir hugsanlegt að lífeyrissjóðir eignist hlut í Landsvirkjun

Samúel Karl Ólason skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/GVA
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ávarpaði ársfund Landsvirkjunar í dag. Í ávarpi sínu sagðist Bjarni opinn fyrir því að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða til lengri tíma í dreifðu eignasafni.

Hann benti á góðan árangur stjórnenda Landsvirkjunar og markmið þeirra um að bæta skuldastöðu fyrirtækisins að bæta skuldastöðu.

„Landsvirkjun býr að því að eiga ríkissjóð sem traustan bakhjarl. Það er samt sem áður svo að það er mikilvægt að Landsvirkjun standi til boða alþjóðlega samkeppnishæf kjör án ríkisábyrgðar - og að lokum hljótum við að stefna að því að afnema ríkisábyrgðina,“ sagði Bjarni.

Bjarni sagði hugsanlegan lið í því vera að fá meðeigendur að félaginu.

„Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×