„Hann sagði að ég væri svo falleg að mér yrði bara nauðgað“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2014 16:17 Konan segir atvikið hafa haft gríðarlegar afleiðingar á líf sitt. Vísir/GVA „Ég segi, við skulum bara fara með þetta í blöðin. Það er ekkert sem þau geta gert. Förum í blöðin. Gerum þetta. Jörðum hann. Ég var náttúrulega bara brjáluð,“ segir Valdís Rán Samúelsdóttir , ein þeirra sem ber vitni í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar sem hann höfðar gegn Pressunni. Kölluð hóra og niðurlægð vegna útlits síns Sjö konur stigu fram árið 2010 og sögðu frá meintu kynferðisofbeldi í þeirra garð af hendi Gunnars. Allar komu þær þó undir nafni, nema Valdís, sem kom ekki fram undir nafni fyrr en ári síðar. Brotið gegn Valdísi átti sér stað þegar hún var fimmtán ára gömul. Hún var að hengja upp þvott þegar hann kom aftan að henni og strauk yfir magann á henni. „Hann sagði, í hverju ertu undir þessu?“. Hún segir hann næst hafa strokið yfir brjóstin á sér og farið ofan í buxnastrenginn. Eiginkona hans hafi þá kallað á hann og hafi hann því hrökklast burt. Hún veit ekki hvort kona hans hafi séð til hans, en segir framkomu meðlima í Krossinum hafa breyst eftir atvikið. „Ég var kölluð hóra, var í of flegnum fötum, var niðurnídd og niðurlægð út af útliti mínu,“ segir Valdís. Yrði nauðgað af því hún var svo falleg Valdís segist hafa óskað eftir blessun til að fara í trúboð í Suður-Ameríku. „Hann sagði að ég væri svo falleg að mér yrði bara nauðgað. Þarna var ég tuttugu ára.“ Valdís segir hann hafa brotið kynferðislega gegn sér einu sinni, en andlega og trúarlega ítrekað. „Hann sagði að ef ég færi í uppreisn þá myndi ég enda í helvíti.“ Leiddist út í eiturlyfjaneyslu og súludans Valdís segir atvikið hafa haft gríðarlegar afleiðingar á líf sitt. Í kjölfarið af þessu afvegaleiddist Valdís, byrjaði að neyta eiturlyfja og áfengis í miklum mæli og gerðist erótískur dansari á Þórskaffi. „Ég get enn fundið fyrir því hvar hann snerti mig. Ég get enn fundið fyrir hendinni hans á brjóstinu á mér. Mér fannst ég hafa misst völd yfir líkama mínum. Ég fór að dansa á Þórskaffi til að ná völdum yfir líkama mínum aftur,“ segir Valdís, og hún heldur áfram: „Ég drap mig næstum því. Afleiðingarnar eru svo margar. Enn í dag þarf ég að leita mér ráðgjafar.“ Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Sagði eina konuna geðveika, aðra hafa framið sjálfsmorð og þriðju vera súludansmær Gunnar í Krossinum sagður hafa ausið svívirðingum yfir konurnar sem báru hann sökum um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 15:10 „Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41 Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 „Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ég segi, við skulum bara fara með þetta í blöðin. Það er ekkert sem þau geta gert. Förum í blöðin. Gerum þetta. Jörðum hann. Ég var náttúrulega bara brjáluð,“ segir Valdís Rán Samúelsdóttir , ein þeirra sem ber vitni í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar sem hann höfðar gegn Pressunni. Kölluð hóra og niðurlægð vegna útlits síns Sjö konur stigu fram árið 2010 og sögðu frá meintu kynferðisofbeldi í þeirra garð af hendi Gunnars. Allar komu þær þó undir nafni, nema Valdís, sem kom ekki fram undir nafni fyrr en ári síðar. Brotið gegn Valdísi átti sér stað þegar hún var fimmtán ára gömul. Hún var að hengja upp þvott þegar hann kom aftan að henni og strauk yfir magann á henni. „Hann sagði, í hverju ertu undir þessu?“. Hún segir hann næst hafa strokið yfir brjóstin á sér og farið ofan í buxnastrenginn. Eiginkona hans hafi þá kallað á hann og hafi hann því hrökklast burt. Hún veit ekki hvort kona hans hafi séð til hans, en segir framkomu meðlima í Krossinum hafa breyst eftir atvikið. „Ég var kölluð hóra, var í of flegnum fötum, var niðurnídd og niðurlægð út af útliti mínu,“ segir Valdís. Yrði nauðgað af því hún var svo falleg Valdís segist hafa óskað eftir blessun til að fara í trúboð í Suður-Ameríku. „Hann sagði að ég væri svo falleg að mér yrði bara nauðgað. Þarna var ég tuttugu ára.“ Valdís segir hann hafa brotið kynferðislega gegn sér einu sinni, en andlega og trúarlega ítrekað. „Hann sagði að ef ég færi í uppreisn þá myndi ég enda í helvíti.“ Leiddist út í eiturlyfjaneyslu og súludans Valdís segir atvikið hafa haft gríðarlegar afleiðingar á líf sitt. Í kjölfarið af þessu afvegaleiddist Valdís, byrjaði að neyta eiturlyfja og áfengis í miklum mæli og gerðist erótískur dansari á Þórskaffi. „Ég get enn fundið fyrir því hvar hann snerti mig. Ég get enn fundið fyrir hendinni hans á brjóstinu á mér. Mér fannst ég hafa misst völd yfir líkama mínum. Ég fór að dansa á Þórskaffi til að ná völdum yfir líkama mínum aftur,“ segir Valdís, og hún heldur áfram: „Ég drap mig næstum því. Afleiðingarnar eru svo margar. Enn í dag þarf ég að leita mér ráðgjafar.“
Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Sagði eina konuna geðveika, aðra hafa framið sjálfsmorð og þriðju vera súludansmær Gunnar í Krossinum sagður hafa ausið svívirðingum yfir konurnar sem báru hann sökum um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 15:10 „Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41 Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 „Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08
Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44
Sagði eina konuna geðveika, aðra hafa framið sjálfsmorð og þriðju vera súludansmær Gunnar í Krossinum sagður hafa ausið svívirðingum yfir konurnar sem báru hann sökum um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 15:10
„Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41
Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59
Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50
„Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42